Alþýðublaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 2
Rltstjórar: Gylfi Gröndai (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fróttastjóri:
Árni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltriii: Eiður Guðnason. — Símar:
1.4900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við
Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald
kr. 60.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðufiokkui'inn.
EKKI LOKAORÐ
SÍÐASTI HLUTI vertíðarinnar varð einhver
glæsilegasta aflalirota, sem um getur, og hefur
vsjald'an komið betur í ljós,. hvers íslenzkir sjó-
rnenn eru megnugir með þeim skipum og tækjum,
sem þeir nú hafa f engið.
Sá skuggi hefur fallið á þessa ágæta vertíð,
að deilur hafa risið um uppgjör á hlut sjómanna.
Halda útvegsmenn fram, að gera eigi upp eftir
(netaveiðisamningum, enda þótt veitt hafi iverið
j -í nót. Þó er augljóst, að samningar um hlut sjó-
manna miðast við vinnu þeirra við hih ýmsu iveið
arfæri. Hlýtur það að ráða meiru um tilgang og
fúlkun samninga en hitt, hvaða fiskur veiðist
hverju sinni í veiðarfærið.
Mál hefur gengið um þetta atriði í Hafnarfirði,
<og féll úrskurður gegn sjómannafélaginu þar.
Ýmsar ástæður voru þó óvenjulegar og líta sjó-
imannasamtökm ekki á þetta sem lokaorð. „Sjó-
xnannasamtökin munu ekki líta á þctta sem end
1 anlega niðurstöðu fyrir uppgjör á bátunum yfir-
Heitt“, hefur Jón Sigurðsson, formaður Sjómanna-
sambandsins, sagt um þetta mál.
MYLLUSTEINN
ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði frá því í gær, að
! íramsóknarmenn í Keflavík hafi gert samblástur
1 ínnan Kaupfélags Suðurnesja og tekizt með leyni
j legu brölti að réka Ragnar Guðleifsson úr stjórn
félagsins. Ragnar er einn af stofnendum kaup-
í félagsins og hefur verið í stjórn þess tvö áratugi.
En hann er jafnaðarmaður — og það eitt nægir
; framsóknarmönnum t:<l að ráðast á hann og hrekja
1 hann úr trúnaðarstöðu hjá félaginu.
Þetta mál er ekki einsdæmi. Undanfarin ár
ihafa framsóknarmenn leitt pólitísk átök inn í kaup
félögin hvert af öðru og í samvinnu við kommún-
ista leitazt við að hrekja jafnaðarmenn úr stjórn
j eða öðrum trúnaðarstörfum kaupfélaganna.
Jafaðarmenn eru samvinnumenn að eðlisfari.
Kenningarnar fara saman, og hafa íslenzkir Al-
þýðuflokksmenn starfað mikið í lcaupfélögum í
áratugi. Sums síaðar hafa jafnaðarmenn haft mik
inn styrk innan einstakra kaupfélaga, en þeir hafa
ekki leitt pólitísk átök inn í félögin. Þeir hafa
ekki haft á móti, að annara flokka menn væru
kosnir í stjórn eða til dæmis að framsóknarmenn
væru þar kaupfélagsstjórar, ef svo bæri undir.
Nú hafa framsóknarmenn leiít ófrið inn í fé
lögin. Það er einmitt þetta nólitíska ofstæki þeirra,
að annara flokka menn megi ekki gegna trúnaðar
stöHum í kaupfélögunum, sem hefur leitt sam-
vinnuhreyfinguna inn í eid síjórnmálanna. Fram-
séknarmenn eru orðnir myllusteinn um háls sam-
virínuhreyfingarinnar.
2 4. júní 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
j. ft-ji) !.■ '■■{,)'t
ÍTALSKIR SUMARSANDALAR OG
TÖFFLUR FYRIR KVENFÓLK,
NY SENDING
i
Skóval Austurstræti 18
Eymundssonarkjallaranum.
pr li. -T m :A. a TTj fii ðIi ^ i jJ. j M i AJ i |
Sálfræðingur rannsakar skáldverk
MIG LANGAR TIL aff vekja at-
hygli lesenda íninna á lítilli bók,
sem kom út <af tilefni sjötíu og
fimm ára afmælis Gunnars skálds
Gunnarssonar. Þessi bók er könn
un á skáldinu, eða eins og liöf-
undurinn segir, hugleiðingar bans
um Ugga Greipsson, söguhetjuna
í skáldsagnabálki Gunnars Gunn-
arssonar, scm oftast er nefndur
„Kirkjan á fjallinu". Bókin heitir:
Leiffin til skáldskapar og er eftir
. Sigurjón Björnsson sálfræðing.
ÉG LEGG ÞAÐ EKKI í vana
minn að lesa bók oftar en einu
- sinni. En ég get ekki annaff en
gert undantekningu með þessa
bók. Sjálfur hafði ég í áratugi
haft mikil kynni af. Ugga Greips-
syni, lesið um hann og hugsað um
hann og allt hans fólk. Ég hafði
gert mér mínar hugmynd um hann
og líf hans og nú barst mér í
hendur smábók frá Menningar-
sjóði um hann. Sigurjón Björns
son fer um efnið mjög nærfærnum
höndum. Honum þykir augsýni-
lega ákaflega vænt um Ugga, og
þó ekki svo, að hann blindist af
ljóma lians heldur kannar hann 1
æsku hans og unglingsár, fylgist
með honum og dregur sínar álykt;
anir af áhrifum þess sem mætti
honum á þroskaárunum.
ÞETTA ER PRÝÐILEG BÓK.
Maður skilur ekki aðeins betur
Gunnar Gunnarsson og sköpun
skáldverka hans heldur opnast
manni og um leið ný sýn inn í
bókmenntir yfirieitt. Það er ekki
aðeins yfirborðið sem gildir held
ur undiraldan í verkinu og það
er sannarlega forvitnilegt að lesa
skýringar og athuganir sálfræð-
ingsins á þeim atvikum, sem
mæta höfuncU og hvernig þau
skapa listaverk hans sjálf, jafn-
vel ósjálfrátt og mér liggur við
að segja höfundi sjálfum að óvör-
tim. Það er líkast til einmitt þetta,
scm veldur því, að höfundum
finnst stundum, að skáldverkið
taki völdin af þeim, að persón-.
urnar fari sínar leiðir eins og j
þær séu sjálfstæðar, en ekki bein |
línis smíðagripur þess, sem heldur
um pennaskaftið.
ÉG FÖR AÐ HUGSA UM ÞAÐ,
hve brýn nauðsyn væri á því, að
Menningarsjóður gæfi út fleiri
bækur um svona efni, að hann
fengi góða menn til þess að kanna
verk skáldanna og skýra þau síð-
an. Þetta er eins og að kenna
fólki að lesa á nýjan liátt. Ég veit
ekki hvort það má kalla -þessa
bók „ritdóm“, en ef svo væri, þá
myndi ég vilja segja, að hún væri
fullkomnasti ritdómur, sem ég hef
lesið á íslenzku.
VIÐ EIGUM EKKI margar
svona bækur. Þó að menn hafi
skrifað formála fyrir heildarútgáf
j um kunnra skálda, þá hafa þeir
verið af öðru sauðaliúsi heldur
en þessi bók Sigurjóns Björnsson
ar um Ugga Greipsson. Ég mundi
líka vilja bæta því við, að svona
eiga ritdómar að vera, öðru vísi
ekki. — Ég þakka Sigurjórii fyrir
bókina og einnig Menningarsjóði,
Ég vil fá fleiri svona bækur.
Pússningarsandur
Heimkeyrður pússningasandur
og vikursandw, sigtaður eða
ósigtaður við húsdyrnar eða
kominn upp á hvaða hæð sem
er, eftir óskum kaupenda.
SANDSALAN viff Elliffavog s.f.
Sími 41920.
Heildsölubirgðir:
Kristján Ó. SkagfjörS h.f.
Reykjavík