Alþýðublaðið - 04.06.1964, Síða 8

Alþýðublaðið - 04.06.1964, Síða 8
KLUKKAN er aðeins fjögur. Úti er d.mmt. Höfuðborgin sefur. Umferðin um Ves.urbrúna hefur því sem næst fjarað út. Strætis- vagn með rauð blikkljós, talstöðv arbíll með POLIS í gulum bók- stöfum á þakinu og leigubíll með einn farþega á heim.eið frá ein hverju næturævintýri eru einustu lífsmörkin á þessu eyðilega og breiða asaltstræti. Það kviknar ljós á 7. hæðinni í háhýsinu, sem stendur eins og risi á vakt við nyrðri brúarsporð- inn. Ljós í einum glugga af öllum þeim hundruðum glugga í þessari risabygg.ngu, En bak við þennan glugga er íorsætisráðherra Svía, Tage Erlander, að byrja vinnudag’ sinn. Já, — ótrú'egt, en satt. Svo snemma rís hann úr rekkju. Að vísu byrjar hann ekki vinnudag- inn í embættisins nafni fyrr en fjórum tímum síðar, þegar hann sezc við skrifborðið í ráðuneytinu. En þá er hann sem sagt búinn að „dunda“ næstum 4 tíma heima í íbúðinni sinni 5 herbergja og 120 metra, með fögru útsýni yfir Riddarafjörðinn í hjarta borg arinnar. Hvað skyldi nú forsætisTáðherr ann hafa fyrir stafni þessar morg unstundir? Jú, hann sýslar með ýmislegt, sem ekki fær rúmazt innan ramma hins venjulega vinnudags. Og það eru fyrsc og fremst þrenns konar verkefni: □ Hann hlustar á útvarpið, — Þýzkar og franskar stöðvar er útvarpa um þetta leyti sólar- hringsins, siðan BBC frá London, fréttir og stut.a þætti um bak- svið heimsviöburðanna, og loks á fréttir í sænska útvarpinu kl. 7. □ Hann les dagblöðin. Ö-1 þrjú stóru morgunblöðin í Stokk- hólmi detia í póstkassann hans kl. 4,30, og þá sækir hann þau þegar í stað. Hann hefur mestan áhuga fyrir pólitísku greinunum, en fyrst rennir hann samt augunum yfir forsíðurnar. Hann les Dagens Ny- heter (Folkeparu) á undan Stokk- hólms Tidningen (jafnm.) og Svenska Dagbladet (hægri). □ Hann skrifar dagbók hvern einasta morgun, en mismun- andi mikið. — Stundum nokkrar línur, — stundur rnargar blaðsíð ur. Hvers vegna? — Reynslan hefur kennt mér að minni okkar mannanna er næsta brothætt og óábyggilegt. Þess vegna vil ég festa á pappírinn þá viðburði dagsins í gær, sem ég gjarnan óska að varðveita ,meðan þeir eru ferskir í minninu. Það sem ég skrifa, er ekki um síörf þingsins og orðasennur eða opinberar stjórnarathafnir, — Það er allt bókfært og skjalfest á sín- um stað. Eg skrifa um ýmislegt annaö, sem á vegi mínum verður, — um samtöl og viðtöl við alls- konar fó.k og um áhrif, sem á einhvern hátt setja svip á mynd dags.ns í gær. Eg skriía alltaf mikið í dagbókina mína meðan kosningabardagi stendur yfir, — þá hefi ég oft góðan tíma á ferða lögunum um landið. (Það verður einhvemtíma slag- ur um útgáfuréttinn að bókinni þeirri). □ Og svo er það brothætta minn iðið! — Það er næstum því broslegt að heyra forsætisráðherr ann tala um slíkt. Hann er nefni- lega frægur fyrir sitt fág | ta minni. Samverkamenn hans fullyrða, að minni hans sé líkt og ósvikið segu band. Hann þarf aðeins að renna augunum yfir blaðsíðu í bók, til þess að hann muni síðar næs.um hvert smáatriði. Þannig man hann. einnig ótrúlega vel eftir fólki, sem hann hefur ein- hvern tíma hitt og þá jafnframt hvar og hvenær. Þetta stálminni kemur honum að góðu gagni t.d. í orðasennum við póhtíska andsiæðinga. Þá virð ist hann ævinlega og fyrirvara- l— ALÞÝÐUBLAÐIÐ laust geta brugðið á loft þeim svipmyndum liðins tíma, sem bezt henta hverju sinni. □ Frú Alna við stýrið Rétt fyrir klukkan 8 ganga forsæusráðherrahjónin að lyft- unni á 7. hæðinni, þar sem íbúðin þeirra er. A leiðmni niður verða þau auðvitað oft samférða ein- hverjum öðrum íbúum stórhýsis- ins, — en sjaldan er mik.ð skraf- að í iyftunni. Séu hins vegar börn með í förinni, þá spjallar Erland- er við þau, þvi að öll börn í hús- inu þekkja „farbror Tage“ og hafa á honum miklar mætur. Þegar niður kemur, setjast þau inn í bílinn sinn, grágrænan Volvo PV 544 árgerð 1960, og frú Alna ekur manni sínum í ráðuneytið. — Sjálfur ekur forsætisráðherrann aidrei. Að því búnu heldur hún beina leið í menntaskólann, þar sem hún hefur kennt um langt skeið, og þar hefst hennar vinnudagur um sama leyti og maður hennar hefur sezt við skrifborðið í ráðu neytinu, þar sem mörg og óiík verkeíni biða hans. • □ Rauða Ijósiff. Það er ekki mikið um ró og næði við skrifborðið í ráðuneyt- inu. Út og inn streyma stöðugt allskonar menn og nefndir, sem þurfa að ræða við forsætisráðherr ánn. Það er ekki fyrr en kl. 1, sem liann gefur sér tíma til að borða ofurlitla máltíð í einkamat sal ríkisstjórnarinnar í ráðuneytis byggingunni. Þangað sleppur eng inn inn nema ráðherrarinr og þjónustufólkið, og samkvæmt gamalli hefð eru engar mynda- tökur leyfðar í matsalnum. En mitt í önnum dagsins í ráðu neytinu kviknar öðru hverju leynd ardómsfullt ljós fyrir utan dyrn- ar hjá forsætisráðherranum. Með an rauði lampinn lýsir, 4—5 mín- útur i senn, má enginn gera hon- um ónæði. — Nú er Iiann að hvíla sig á græna legubekknum, segir starfs fólkið. Hann hefur þann dýrmæta eiginleika að geta slappað af stutta s.und og jafnvel sofnað 4—5 mín útur, en vaknað síðan hress og endurnærður. Þegar Churchill var forsætisráð herra, svaf hann 20—30 minútur á hverjum degi samfleytt. Erland- er sefur jafnlengi, en bara 4—5 mínútur í senn. Sé Erlendur spurður, hvort hann sofi, þegar rauða Ijósið log ar, svarar hann: — Nei, það er nú ekki öruggt. Eg veit, að starfsfólkið stendur í þeirri meiningu, að ég sofi, þegar rauði lampinn lýsir, en þá get ég haft ýmislegt annað fyrir stafni. Þetta „ýmislegt annað” er hins vegar ieyndarmál forsætisráðherr ans. Strax eftir máltiðina; með ráðu- neytinu er haldið í þinghúsið, og venjulega heldur svo forsædsráð herrann heim til sín um sex leyt- ið. Endrum og eins lætur hann það eftir sér að fara í leikhús með fjölskyldu sinni, en oftast kýs hann þó heldur að halda kyrru fyrir og hví a sig eftir langan og strangan vinnudag. Húsmæðri Hofsósi, 1. júní — ÞH. TUTTUGU ára starfsafmæli hús- mæðraskólans á Löngumýri í Skagafirffi, var haldiff hátíðlegt sl. laugardag, 30. maí, aff viff- stöddu fjöimenni, eða á fjórffa hrndraff manns. Nemendur úr öllum árgöngum skólans voru viðstaddir og nokkrir af gömlum nemendum Ingibjargar Jóhannsdót ur. frá því hún var skóiaetjóri hú»mæb-ásFió>anB að Síaffarfelli, auk ýmissa annarra gesta. Hátíðin hófst með kvöld- verði, en aff honum loknum hófst kvöidvökuveizla meff því aff sókn arpresturinn, séra Gunnar Gísla- son í Glaumbæ, hafffr lielgistund meff gestum. Séra lngólfur Ástmarsson bisk- upsriiari, sem er formaður skóla Alltaf öffru hverju logar rautt ljós fyrir utan skrifstofu Erlanders.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.