Alþýðublaðið - 04.06.1964, Side 13

Alþýðublaðið - 04.06.1964, Side 13
FLUGFERÐIR Flugáætlun Loftleiða Fimmtudagur: Flugvél Loftleiða er væntanleg frá NY kl. 07,30. Fer til Luxemborgar kl. 09,00. Kemur til baka frá Luxemburg kl. ^4,00. Fer til NY kj. 01.30. Önnur vél væntanleg frá NY kl. 09,00. Fer til Glasgow og Amsterdam kl. 11.00. Flugfélag íslands h.f. Gullfaxi fer iil Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08.00 í dag. Vélin er væntanleg aftur til R- víkur kl. 22.00 í kvöld. Skýfaxi fer til London í fyrramálið kl. 10.00. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar 3 ferðir', ísafjarðar, Vestmannaeyja 2 ferð- ir, Kópaskers, Þórshafnar og Eg- ilsstaða Á morgun til Akui'eyrar 3 ferðir, Egilsstaða, Vestmanna- eyja 2 ferðir, Sauðárkróks, Húsa- víkui', ísafjarðar, Fagurhólsmýr- ar og Hornafjarðar. SKIPAFRÉTTIR Skipadeild SÍS. Arnarfell losar á Austfjöröum. Jökulfell er í Hamborg, fer þaðan til Noregs og íslands. Dísarfell er í Ventspils, fer þaóan til Manty- luoto. Litlafell fór í gær frá R- vík til Norðurlandsbafna. Helga- fell er í Stcttin, fer þaðan úl Riga, Ventspiis og íslands. Hamrafell fór framhjá Gíbraltar 1. þ. m. á leið til Batumi. Mælifell fór frá Torrevieja í gær til Seyðisfjax'ð- ar. Stapafell fór í gær irá Reykja- vík til Austfjarða. Skipaú gerð ríkisins Hekla er í Reykjavík. Esja er á leið frá Austfjörðum til Reykja- víkui'. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 21.00 í kvöld til Reykjavíkur. Þýrill er væntanleg- ur til Norðfjarðar á morgun frá Karlshamn. Skjaldbreið er á Norð urlandshöfnum. Herðubreið er á leið frá Kópaskeri til Reykjavik- ur. Baldur fer frá Reykjavík í kvöld til Hvammsfjarðar. Kaupskip h.f. Hvítanes er væntanlegt til R- víkur í dag. Eimskipafélag íslands h.f. Bakkafoss fór frá Vestmanna- eyjum 23.5 til Nagoli. Brúarfoss fer frá Hamborg í dag 3.6 til Hull og .Reykjavíkur. De.tifoss kom til Reykjavíkur 1 morgun frá New York. Fjallfoss fór frá Akureyri 1.6 til Bclfast, Ventspils og Kotka. Goðafoss fór frá Vestmannaeyjum 2.6 til Bremerhaven og Hamborg- ar. Gullfoss fór frá Leith 1.6 vænt anlegur til Reykjavíkur kl. 06.00 í fyrramálið 4.6. Skipið leggst að bryggju kl. 08.30. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 31.5 frá Hamborg. Mánafoss fór frá Hull 1.6 til R- vikur. Reykjafoss fer frá Bremen 4.6 til Hamborgar, Kaupmanna- hafnar og Krist.ansand. Selfoss fór frá Vestmannaeyjum 1.6 til Gloucester og New York. Trölla- foss fór frá Stettin 2.6 til Reykja víkur. Tungufoss er í Moss, fer þaðan til Gautaborgar. Ilafskip h.f. Laxá er í Reykjavík. Raugá er væntanleg til Gautaborgar I dag, / Islenzkðr töfflur Nýtt úrval ER BÓNIÐ SEM ÞOLIR ÞVOTT. Sterkasta og endingar bezta bónið. Sápugerðin FRIGG Selá er á leið til Hamborgar. Effy er á Raufarhöfn. Karl Sif losar á Vestfjarðahöfnum. Tjei'khiddes er í Stettin. Urker Singel fer frá Rotterdam í dag til Hamboi-gar. Lise Jörg lestar í Sviþjóð. Áskrillasímian er 14900 En fundir (Framhald af 1. síðu). frest til morguns til að veita end- anlegt svar varð'andi það tilboð, sem ríkisstjórnin lagði fram fyrir síðustu helgi. Þeir Bjarni Benediktsson og Emil Jónsson ræddu við fulltrúa Alþýðusambandsins kl. 2-4 og aft- ur 5-7 í gærdag. Voru þar rædd ýms atriði í tillögum stjórnarinn- ar. Um svipað leyti ræddu þeir Jónas Haralz og Jóhannes Nordal við atvinnurekendur um einstök atriði tillagna ríkisstjórnarinnar. Framhald af 11. síðu. inn, sem gerði bæði mörkin. Lauk fyrri hálfleiknum með 3:1. SEINNI HÁLFLEIKUR. Er 15 mínútur voru liðnar af síð- ari hálfleik bættu Bretarnir 4. markinu við, liægri innherji skor- aði úr ágætri fyrirsendingu vinstri innherjans og á 34 mínútu sendi svo innherjinn boltann í markið í fimmta sinn. Þannig lauk þess- um fyrsta leik heimsóknarinnai', 5:1, eins og fyrr segir. í þessum hálfleik átti Þróttur að minnsta kosti tvo möguleika, sem illa voru nýttir, einkum þó annar þeirra, er Ólafur Brynjólfsson skallaði yfir rétt utan msrkteigs. Annars var þessi hálfleikur í heild miklu ójafnari en sá fyrri, þrátt fyrir færri mörk, því þá héldu Þróttarar þó allvel í við Bretana, en í þeim síðari var fljót- lega auðséð, að miög var gengið | á úthaldsbirgðir þeirra. Hvað eft- ír annað senda Bretarnir boltann j gegnum vörnina og hlupu hann I svo upp og varnai-leikmennina af sér. En skot þeirra geiguðu-mjög, fóru yfir eða utan hjá, eða Gutt- ormur greip jpn í á réttri stundu. Þetta brey.ka lið leikur skemmti- lega knattspyrnu, er leikglatt og fjörmikið og virtist ekki leggja mikið að sér til að sigra að þessu sinni. Það má því vænta staerri átaka af því, er það hittir sterkari mótherja fyrir en þarna var um að ræða. Haukur Óskarsson dæmi leikinn 1 og gerði það vel. Leikurinn í heild var hinn prúðasti. Fyrir leikinn skiptust liðin á fánaveifum sínum, og Þróttarar færðu auk þess gestum sínUm blóm vönd mikinn. — Áhorfendur voru allmargir. — E. B. Ekki afgerandi (Framhald af 16. síðu). á það að benda, að allmargir bát- ar hefðu skráð á sildveiðar um áramótin, en hefðu síðan stundað þorskveiðar í nót án þess að um- skrá. Samkvæmt niðurstöðu dóms ins vlrtist því. einsýnt, að gera bæri upp á þeim bátum eftir síld- veiðikjörum, úr því að binda ætti sig svo fast við skráninguna sjálfa. Er við spurðum Jón, hvað Sjó- mannasambandið hyggðist gera í málinu, sagði hann, að menn úr stjórnum aðildarfélaganna mundu koma saman til fundar á næst- unni til að ræða, hvaða ráð væru tiltækileg, t. d. hvort tiltækilegt væri að fara með málið fyrir Fé- lasgdóm, þar sem sumum fynd- ist má'ið fremur eiga heima, þó að það væri hins vegar ekki víst. Annar's kvaðst hann alveg búast við, að þessum dómi frá Hafnar- firði yrði áfrýjað. Jón benti á það í framhaldi af því, sem hann liafði áður sagt um skráningu til síldveiða, að í síld- veiðasamningnum væri ákvæði um það, hvernig skipta skyldi síldar- afla og jafnframt að skipta skuli á sama hátt öllum öðrum afla, sem í nótina komi. „Fró okkar sjónarmiði er málið engan veginn útkljóð, þrátt fyrir dóm í þessu einstaka máli,” sagði Jón Sigurðsson að lokum. Föst vinna Kópavogskaupstaðúr óskar að fastráða til viðhaldsvinnu 4 verkamenn þegar í stað. — Laun samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar hjá Axel Ólafssyni, verVstjóra. SÍMI 40955. Rýmingarsala - Rýmingarsala BARNANÁTTFÖT, verð 49 kr. BARNAPEYSUR, verð frá 75 kr. SOKKABUXUR, verð 75 kr. GAMMOSÍUBUXUR, hvítar, 65 kr. og rnarfft fleira. Gjörið svo vel og lítið inn. ÁSA, Skólavörðustíg 17. Sími 15188. Tryggvi látinn íFramhald af 16. sífiuX arráði íslands í Kaupmannahöfn 1. sept. 1919, og ritari við sendi- ráð íslands í Khöfn var hann árin 1920-1953, en 1. janúar 1954 var hann 'phkipað'ur sendiráðunautur og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum árið 1960. Tryggvi var kvæntur danskri konu, Bodil Sveinbjörnsson, er lézt árið 1962. Þau eignuðust tvo syni, Sigui’ð og Þorstein. Txyggvi skrifaði nokkur leikrit, þar á með- al Regn, sem leikið var á Kon- unglega leikhúsinu i Kaupm,- höfn fyrir um 40 árum, og Spá- dóminn, sem leikið var í Þjóðleik- húsinu hér. Móðir okkar Helga Elísabet Þórðardóttir frá Litla-Hrauni verður jarðsett að Borg á Mýrum, laugardaginn 6. júní. Athöfnin hefst með bæn í Borgarneskirkju kl. 2. Kveðjuathöfn verður í Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 5. júní, kl. 1,30. F. h. vandamanna Klara Ilelgadóttir. Þorsteinn Helgason. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för föður okkar, tengdaföður og afa- Einars Long frá Seyðisfirði. Börn, tengdabörn og barnabörn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. júní 1964 J3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.