Alþýðublaðið - 07.06.1964, Side 1

Alþýðublaðið - 07.06.1964, Side 1
Yvö biöð, 28 síður. 45. árg. — Sunnudagur 7- júní 1964 — 126. tbl. Kýpurdeilan hríðversnar NIKOSÍU, 6. júní (NTB-AFP) STJÓRNIN á Kýpur lýsti í gær- kvöldi yfir viffbúnaöarástandi á eynni eftir þá yfirlýsingu utanrík- isráðherra Tyrkja, Feidun Kemal Erkin, fyrr um daginn, að Tyrkir mundu ganga á land á Kýpur ef áfram héldi sem nú horfði á eynni. Seinna í dag hermdi AFP, að' Ma- ............. ISennilega | jnýtt prófmáll SENNILEGT ER, að nýtt prófmál verði hafið fyrir félagsdómi út af uppgjöri fyrir Jiorskveiðar í nót, að því er Alþýðublaðið hefur frétt. Er verið að kanna, hversu margir bátar hafa gert upp eftir síldar- samningum og hversu margir þrjózkazt gegn því, svo og livernig skráningu hefur verið hagað. Sjómannasamtökin hafa hvatt félagsmenn sína til að skrifa undir uppgjör með fyrirvara, ef gert er upp eftir netasamningum. Er mik- iivægt, að sá fyrirvari sé fyrir hendi í frekari barátlu í þessu máli. Útgerðarmenn hafa síður en svo ástæðu til þeirrar þrjózku, sem þeir hafa sýnt í þessu máli. Þorska nætur eru miklum mun ódýrari en síldarnætur. Hins vegar er vinna sjómanna mun meiri við þorska- nót, því þeir verða að blóðga hvern fisk. Þess vegna er um að ræða sjálfsagt réttlætismál fyrir þá. Listaháskólinn í Höfn tekiir við 1 í húsagerðarlist LISTAHÁSKÓLINN í Kaupmanna höfn hefur fallizt á að taka við einum íslendingi árlega til náms í húsager'ðtarlisf i enda fulinægi liann kröfum um undirbúnings- nám og standist með fullnægjandi árangri inntökupróf í skólann, en þau hefjast venjulega í byrjun ágústmánaðar. Umsóknir um námsvist í skól- ann sendikt Menntamálaráðuneyt inu, Stjórnarráðshúsinu við Lækj artorg, fyi-ir 30. júní n.k. Sérstök umsóknareyðublöð" fást í ráðuneyt inu. karios forseti hefði aflétt vlðbún- aðarástandinu. Erkin bætti því við, að Kýpur- Grikkjum skjátlaðist ef þeir héldu að Tyrkir mundu horfa aðgerðar- lausir á vopnakaup Kýpur-Grikkja og lögin, sem þeir hafa sett um herskyldu. Forsætisráðherra Tyrklands, Is- met Inönu, stjórnaði í gærkvöldi tveggja stunda ráðuneytisfundi um Kýpur-málið. Fyrr um daginn hafði hann rætt við yfirhershöfð- ingja NATO, Lymann Lemnitzer, hershöfðingja, sem kom í óvænta heimsókn til Ankara. Talið er, að heimsókn hans stafi af því, að Bandaríkjamenn vilji koma í veg fyrir, að Kýpur-deilan versni og enn fremur breyta hinni (Framhald á 2. síðu). MWWWMVWWWWWWW Reykjavík, G. júní — HP Á MORGUN kl. 2 síðdegis verður Listahátíð BÍL sett í samkomuhúsi Háskólans, og verða forsetalijónin m. a. viðstödd þar. Hátíðina setur Jón Þórarinsson, formaður BÍL, ávörp flytja mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, og borgarstjórlnn í Reykjavik, Geir Iiallgríms son, en Halldór Laxness flyt ur ræðu. Stnfóníuhljómsveit- in leikur undir stjórn Buket- offs, og Söngsveitin Fll- harmónía og blandaður kór Fóstbræðra syngja. Rithöf- undarnir Guðmundur Böðv- arsson, Guðmundur Haglin og Þórbergur Þórðarson lesa úr verkum sínum. — KI. 4 opnar Ragnar Jónsson mynd Jistar- og bókasýningu í Þjóð minjasafnshúsinu. Annaff kvöld verður svo hátíðasýn- ing á Sardasfurstinnunni í Þjóðleikhúsmu. Á mánudág yerður opnuð sýning um þróun íbúðarhúsa hygginga á Laugavegi 2G, en um kvöldið verffa tónleikar Vladimirs Askhenazy og Kristins Hallssonar í Háskóla bíói. wwwwwwwwwwwwwwwv í dag er sjómannadagurinn og verður hann haldinn hátíðlegur að venju. í tilefni af því er Alþýðublaðið 28 síður. 12 síðna aukablað fylgir og er efni þess allt helgað sjómönnum og sjó- mennsku. Alþýðublaöið sendir sjómöunum nær og fjær beztu heillaóskir í tilefni dagsins. (Mynd J.V.) «**M%WWWVWWVMMMVWWW%tVWWWMMMMWWWM!WWVWWWWWVWWVWW»tV Enn er ágæt veiði en síldin er stygg Reykjjavík, 6. júní —, GO. ENN hafa borizt rúm 6000 mál síld ar (U Raufarhafnar. Grótta kom í gærkvöldi með 1500 mál og í nótt komu 5 skip með rúm 5000 mál Þau eru þessi: Guðrún Jónsdóttir ÍS 1160 mál. Ólafur bekkur 1140, Bjarmi EA 1100, Guðmundur Pé.- urs 890 og Snæfell var með 940 mál og er þelta þriðja löndun þess á jafnmörgum sólarhringum. Von er á enn meiri síld til Rauf arhafnar í dag. Fyrsta síldin kom tll Neskaup- staðar í morgun, Kópur frá Kefla vík var með 500 mál í bræðslu. Síldin var fitumæld og reyndist 19%. Skipstjóri á Kóp er ungur Norðfirðingur, Sigurjón Valdi- marsson að nafni. Slæmt veður við Grænland Álasund, 6. júni NTB FYRSTI Grænlandsfarinn á þessu ári er kominn heim til Álasunds með 265 tonn af sal fiski. Skipstáór inn á bátnum, sem heitir Björh- haug, segist hafa fengið þennan afla ú nærri fjórum mánuðum. Hann segir að mjög illviðrasamt hafi verið á miðunúm og skipið varð að liggja til drifs í 30 sólar hringa alls og stundum 3—4 sólar hringa í einu. Sjómenn segja að síldin sé enn stygg og vont að eiga við hana. Samkvæmt frétt frá NTB í morg un fékk fyrsti norski báturinn síld á íslandsmiðum í gær. Þar var að verki hringnótabáturinn VIMI frá Haugasundi og fékk hann 1500 hektólítra. Sagt er í Bergen að þessi veiði bátsins ætti að lierða á útgerðarmönnum að senda sína á íslandsmið. Við höfðum samband við nokkra aðila, sem hafa verið að auglýsa eftir síldarfólki í dagbleðunum undanfarið. Þeim ber saman um að framboðið á fólki sé enn ekki mik ið og þó öllu meira á karlmönnum Reynsla undanfarinna ára sýnir að kvenfólkið er yfirleitt nokkuð seint á sér og ræður sig ekki fyrr en söltun er hafin. j WMVMVVWVMVVVVMVVMMVWMMVMVMMVWVVVWVMWVtVMVWVW Brezka knattspymuliffið Middlesex Wanderers leikur síð'- asta leik sinn hér á Iandi að þessu sinni annað kvöld og m.etir þá úrvalsliði landsUðsnefndar. Myndin er tekin í leik KR og Bretanna, en þeim Ieik lauk með jafntefli 3—3. Nú er spurn ingin, tekst úrvalsliðinu að sigra annaö kvöld? N

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.