Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 2
Itttítjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiöur Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aösefur: Alþýöuhúsiö viö Hvcrfisgötu, Reykjavík. — Prentsnriðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjaid fcr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 elntaklð. — Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Veiðimenn og vísindi FISKIFRÆÐINGAR okkar þurftu fyrr á ár- rim að heyja harða baráttu til að fá þjóðina til að viðurkenna vísindii þeirra og bera nokkuð traust ’til þeirra. Brj óstvitið var allsráðandi, en það getur ireynzt Þrándur í Götu framfara, þótt það sé að jafnaði alls góðs vert. Nú hefur tekizt gott samstarf milli sjómanna og fiskifræðinga, eins og bezt mátti sjá, þegar skiþ stjórar síMarflotans héldu Jakobi Jakobssyni þakk arveizlu að vertíð lokinni. Mun vera sannmæli, að samstarf sjómanna okkar og sérfræðinga við síM- veiðar sé til fyrirmyndar. í fróðlegu erindi, sem Jakob Jakobsson hélt á norrænu fiskimálaráðstefnunni, sýndi hann fram á, hvernig aukin þekking og aukin tækni hafa Jlialdizt í hendur og margfaldað síldarafla okkar, Bezt af öllu var að heyra Jakob fullyrða, að sú tíð væri liðin, er síldin birtist óvænt í stórum torf- iim — en hvarf síðan jafn skyndilega og enginn vissi, hvað af henni varð. Með öðriun orðum: Við megum búast við jafnarí afla í framtíðinni, þótt að sjálfsögðu verði áraskipti eftir aðstæðum í sjón- um og stærð árganga. í erindi sínu sagði Jakob meðál annars: „Sú íækniþróun, sem /vísiindamenn og veiðknenn hafa að nokkru leyti skapað sjálfir og að nokkru leyti tileinkað isér af erlendum fyrirmyndum, hefur gert Mendingum kleift að stunda síldveiðar allt árið. Það er ef til vill hih nána samvinna og gagnkvæmi skiflningur þessara tveggja aðila, sem mestan þátt foefur átt í hinni öru þróun ísienzks síldariðnaðar á síðari árum. En því má ekki gleyma, að íslenzku • síldveiðarnar eru enn sem fyrr undir ýmsu komn- ar, svo sem breytilegu veðurfari, stærð stofnanna, 'breytilegu háttalagi síldartorfanna og síðast en ekkii sízt átuskilyrðum. Ennþá höfum við engin skilyrði til að ráða víð neitt af þessu, sem bó sker oft úr um, hwort við höfum erindi sem erfiði. Er samt sem áður rétt að undirstrika það, að við er- ■' betur undir það búnir nú en nokkru sinni fyrr að horfast í augu við erfiðleika á borð við þessa ? og snúast gegn þeirn". Frager og Ashkenazy ÞEGAR p mósnillingarnir Frager og Ashken- azy léku saman, þótti það slíkur viðburður í list- ; þeiminum, a) blöð e:'ns og „Time“ sögðu sérstak- lega frá því, Þetta hefur aðeins gerzt einu sinni, éður en þeir félagar fcomu nú til íslands. Tónleik- ar þeirra viðs vegar um landið eru slfk vinargjöf til okkar hér úti á hjara veraldar, að við liöfum fáar slíkar fengið. íslendingar þakka þessum ungu jnönnum sérstaklega fyrir að koma og miðla okkur af snilld sinni. 2 2.. júní 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ LÓMASÝN í sambandi við blómasýningima í Listamannaskálanum opna ég blómasýningu í Gróðurskála mínum. Sérstök áherzla verður lögð á Kaktussýningu. — tJm 100 tegimdir og margt nýrra afbrigða. — Um 450 tegundir af stofublómum getið þið valið úr til skreytinga á heim ili yðar. Aldrei meira úrval - Opið alia daga. Gerið svo vel að líta inn í GRÓÐURSKÁLA PAUL V. MICHELSEN HVERAGERÐI. m •imMi«iitiiin««iii«iiiiiinimmii*»iii»iiiiiiniiiii«iiili*iiii,*,ii,ui,,in,ii,»,,ii,iiimimiiii,ii,|imiiiiiiAiutH'T»iri,lHlHH ic Enn um Fossvogskirkjugarð. Biðskýii vantar á hæSina. it Sorpgryfja viS umferðargötu. it Bifreiðastöðvar ekki þar sem umferðin er mest. : 5 )••••■« -■■iiuai' »ii*iiiiiiiui««*»»«**>»*«*» >••••»•• •••••••.l•l••■•llll■l•lM■l>•••lll■■•■■ll•l■■•l>l•>•■ll•l■ll■Il■lll iii l■l•llll■l■llll iuiiii*i FREVJA STEFÁNSDÓTTIR skrif ar: „Eg vil þakka fyrir bréf am FossvaffskirkjugrarS, sem birtist í pistli þínum. Það voru orð í tíma töluð. En mig langrar að bæta svo li'lu við það sem þegar hefur ver ið sagt: Það er rétt, að á útivegg kapellunnar þarf að koma kort yfir kirkjugarðinn þar sem götur eru teiknaðar og númerin á þeim stanða. Kirkjugarðurinn er orðinn svo stór og hann stækkar óðfluga svo að þe'.ta er brýn nauðsyn. ÞÁ LANGAR MIG að minnast á annað, sem ég veit þó ekki hvort eða hvernig sé hægt að bæta úr. Loftræsting í kapellunni hefur a’ltaf verið mjög slæm. Þar er allaf þungt loft. Væri mikil nauð- syn ef stjórn kirkjugarðanna vildi athuga þetta mál og hafa samráð við menn, sem vit hafa á um úr- bætur. þarna er mikil gryfja, vik inn í landið, sem ekki hefur verið fyllt upp þrátt fyrir það að gatan hef- ur verið gerð. Þessi gryfja er full af rusli, úldnu slógi, alls konar óþverra — og stafar mikil hætta af henni, enda eru börn þar mjög að leikjum. HVERS VEGNA er ekki gengið frá þessari sorpgryfju? Hverjum á hún að þjóna? Þarna má segja að hafi verið búið til nokkurt landssvæði alveg eins og gert hefur verið fyr- ir neðan Borgartún og eins og gert var í Örfirisey. Vitanlega þarf a3 fylla þarna upp hið allra bráðasta. OG FYRST ÉG er farinn að minn- ast ó þetta, er rétt að láta furðu sína í ljós yfir því, að Vörubíla- stöðinni Þróttur skuli hafa verið úthlutuð lóð við Borgartún. Þessi gata er orðin þriðja mesta um- ferðagatan í Austurbænum. Vöru- bifreiðar geta alls staðar haft bæki stöð sína og einnig sendibílastöðv- ar. Hvers vegna þá að staðsetja þær inni í borginni, þar sem um- ferðin er mest? Það sama má segja um aðrar umferðamiðstöðvar". LOKS LANGAR MIG að minnast á annað, sem er í raun og veru að- altilefni þess að ég sendi þér þessar línur. Mikill fjöldi fólks kemur í kirkjugarðinn á hverjum degi. Það kemur og fer með stræt- ksvögnunum og verður stundum að bíða góða stund eftir ferð í bæ- inn. Þetta fólk á ekki bíla til þess að aka. Það er illa búið að þessu fólki — og hér er ekki um að saka stjórn kirkjugarðsins, heldur borg- aryfirvöldin. Það vantar biðskýli þama og fleiri en eitt. Þarna er veðrahamur, ef nokkuð er að veðri, enda á hæð og bersvæði. Vilja borgaryfirvöldin nú ekici bæta úr þessu hið bráðasta? VEGFARANDI SKRIFAR: „Smátt og smátt lengist Skúlagatan. Hún á að ná meðfram sjónum inn fyrir Laugarnes. Nú er komin framleng ing af götunni fyrir neðan Kirkju- sand. Bílar eru farnir að aka þessa leið, þó að enn sé hún fáfarin. En Reykjavík, 25. júní. — VEGAÞJÓNUSTA Félaffs ís- lenzkra bifreiðaeigenda hcfst um næstu helgi os verður starfrækt ailar helgar tii 30. ágúst. Vega- þjónustan er að^verulegu leyti ó- keypis fyrir alla félagsmenn FÍB. Síðastliðiö sumar aðstoðaði vega- þjónustan rúmlega eitt þúsund bifreiðir, auk þess sem samið var við fjölmörg bifreiðaverkstæði úti á landi um að hafa opið um helg- ar. Um næstu helgi verða sjö vega- þjónustubifreiðir á vegum, en þeim mun svo fjölgað eftir því sem umferðin eykst, og mest á- herzla verður lögð á að hafa þessa þjónustu víðtæka um verzlunar- mannahelgina. Nú þegar hefur verið samið við um það bil 20 viðgerðarverkstæði, um að hafa opið flestar helgar í sumar. Öll eru verkstæðin staðsett við þjóð- vegi þar sem umferð er mikil. Þá hefur FÍB ennfremur samið við um 30 aðila um að veita ferða- fólki ýmsa aðra fyrirgreiðslu. Ætlunin er að um umferðar- (Framhald á 10. síðu). I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.