Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 16
NÝTT SKIP IFLOTANN Reykjavík, 26. júní. HKG. NÝTT, íslenzkt síldveiði- skip var afhent í gær eig- endum þess í Noregi. Er hér um að ræða Siglfirðing, eign Siglfirðings h.f. 270-280 tn. skip, sem er að því leyti frá- brugðið öðrum veiðiskipum, að það er opið aftur úr und- ir brúnni. Að öðru leyti er það eins útbúið til síldveiða og önnur skip hérlendis. " Skipið var smíðað hjá Ul- stein Mekaniske Værksted í Ulsteinsvík í Noregi. Wmwwwwwmmmmwwmi Lýðháskólanámskeið sett hér á morgun Reykjavík, 26. jún EG. NORRÆNT lýðskólanámskeið verður sett í Reykjavík á sunnu daginu. Námskeiðið er á vegum norræna lýðháskólans, sem undan farið þrjú ár hefur einnig gengist fyrir slíkum námskeiðum á ítalíu á sumrin. Námskeiðið verður sett í hátíða sal Háskóla íslands á sunnudags- kvöldið og flytur dr. Gylfi Þ. Gíslason ræðu við setninguna. Mun kennslan annars fara fram í Sjó- mannaskólanum," og þar búa erl. þátttakendurnir, sem eru 54 tals- ins. Framhald á bls. 13. Svartaþoka á miðunum Reykjavík, 26. júní. — HKG. SVARTAÞOKA var á síldar- miðunum í dag þegar blaðið hafði samband við síldarleitina á Dala- tanga. í morgun var þoka á mið- uiium, síðan létti ofurlítið, en und- ir -kvöld var komin dimm þoka. Vindur var út af Dalatanga og suð- ur eftir, —- en logn á Héraðsflóa- dýpi, þar sem flestir bátarnir halda sig. Ekkl var vitað til þess Framkvæmdir á Hvammstanga Hvammstanga, 26.6. BG-HKG. MARGIR standa í byggingum hér á Hvammstanga. 6-7 íbúðar- Jhús eru í byggingu, og nýtt fé- ' lagsheimili fytir Hvammjstanga- Jhrepp og Kirkjuhvolshrepp er í ftyggingu. Næg atvinna er hér við bygg- ixigarnar, vegavinna og brúar- vinnu. Sláttur er aðeins hafinn á ein- fitaka stað, — er það óvenjulega Æaemma. Spretta er all sæmileg, jþótt vorið hafi verið heldur þurr- 1 liðrasamt. að nokkur kastaði eftir hádegi í dag. 65 skip tilkynntu um afla sinn til Raufarhaftnar jsíðasta sólar-> hring frá kl. 7 í gærmorgun til kl. 7 í.morgun, með alls 40950 mál. Þessi skip voru með 1000 mái eða meira: Sólfaxi með 1200 mál, Freyfaxi með 1000 mál, Sæfaxi með 1050 mál. Ólafur FriSberts meS 1000 mál, Hafrún með 1100 mál, Jörundur III. með 1400- mál, Margrét með 1050 mál. Eftirtalin skip tilkynntu um afla sinn til Raufarhafnar í dag: Sif með 450 mál, Hafþór með 600 mál, Æskan meS 550 mál, Lómur með 750 mál, Skipaskagi með 450 mál. IWWWWMMWWWMWMWWW Reykjavík, 26. júaí. — RL. Slysavarnarfélagi íslands hefur borizt þakkarbréf frá pólska sendiherránum og eigendum tog- arans Wislock, þar sem lýst er þakklæti til björgunarsveitar Slysavarnarfélagsins og allra ann- arra sem hlut áttu að máli, fyrir aðstoð þá og hjálp er veitt var þegar pólski togarinn Wlslock strandaði á Landeyjasandi hinh 27. febrúar síðastliðinn. . Reykjavík, 26. júní. HKG. BLÓMASÝNING verður opnuð í Listamannaskálanum klukkan 14 í dag, laugardag. Þar sýna garðyrkjubændur í Hveragerði og Mosfellssveit bæði pottaplöntur og afskorin blóm, — en blómaverzlanir í Reykjavík annast uppsetningu blómaskreytinga á palli á miðju gólfi, og fær hver verzl- un að sýna listir starfsmanna sinna og úrval blóma sinna einn dag. Blaðamönnum var í dag boð- ið að skoða sýninguna, sem þá var í fæSingu. Garðyrkju- bændur og blómasölumenn voru í óða önn aS koma fyrir jurtagróSri í hólf og gólf í Listamannaskila. Þessi sýning er í raun réttri, aS því er Jón H. Björnsson, skrúSgarSaarki- tekt, tjáSi blaðamönnum, eins konar æfing undir stærri sýn- ingu, sem hugmyndin er aS efna til næsta ár í salarkynn- um sýningarhallar þeirrar, er rís hér fyrir innan bæ. Sýning- Framh. á 13. síðu. MMMMWMMWMWMMWWW Kjördæmisþing um allt land í sumar KJÖRDÆMISRAÐ Alþýðu- flokksins efna til kjördæmisþinga um allt land í sumar. Munu þar verða rædd landsmál, málefni kjördæmanna og flokksstarfið í hverju þeirra. Alþingismenn og ráðherrar flokksins munu sitja flest þingin. Þau geröu sitt! m i Reykjavík, 26. júní. BLAÐINU hefur borizt eftir farandi frásögn, sem vissulega er athyglisverð og verðskuldar að koma fyrir almennings augu: Nokkur börn í Hafnarfirði og Beykjavík, hafa sýnt fágætt framtak til styrktar góðu mál- efni. í Hafnarfirði tóku sig saman 3 telpur, 7—10 ára gamlar, og. efndu til tombólu. Ágóðann færðu þær Styrktarfélagi van-. gefinna að gjöf. í bílskúr vestur á Kvisthaga' í Reykjavík efndi hópur barna•» til , skemmtisamkpmu. Áður höfðu þau ræst og málað bfl- skúrinn, fengu síðan lánaða bekki og sitthvað annað, sem þurfti til að breyta honum í samkomuhús og héldu svo skemmtun, þar sem þau sáu sjálf um öll skemmtiatriði. Að vísu hefur heyrzt, að söngkona, sem átti að koma frain, hafi brugðizt skyldu sinni, ejn laun voru greidd fyrirfram. Þar sem Framh. á 13. síðu. MHMMMNWVVWVVVÍNItVVIHWVW^^ Fyrsta kjördæmisþingið verður háð í Vestmannaeyjum og hefjast fundir þess aS Hótel HB í kvöld en halda síðan áfram allan dag- inn á morgun. Fyrir því stendur Kjördæmisráð Alþýðuflokksins á Suðurlandi. Kjördæmisþing Al- þýðuflokksins á Reykjanesi verður haldiS í AlþýSuhúsinu í Hafnar- firSi sunnudaginn 19. júlí. Þá kem ur Kjördæmisþing flokksins_ í Vest urlandskjördæmi saman í Borgar- nesi laugardaginn 22. júlí dg mun þaS standa alla þá helgi. íjágúst- mánuði verður Kjördæmisþing Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum háð en endanleg dagsetning og fund- arstaSur er enn ekki ákveðinn. Þá munu KjördæmisráS AlþýSuflokks ins í báðum Norðurlandskjördæm- um halda sameiginlegt þingá Ák- ureyri í september. Verður dag- setning nánar tilkynnt síðar-. Kjör- dæmisþing Alþýðuflokksins 'á Aust fjörðum kemur einnig samani.í september en nánar verður til- kynnt síSar um fundarstað og fundartíma. Setu á kjördæmisþingunum eiga fyrst og fremst kjörnir fulltrúar, eh áheyrnarfulltrúum mun einnig heimil fundarseta. Er þeim AlþýSu flokksmönnum, sem áhuga hafa á því, bent á að hafa um þaS sam- band viS formenn kjördæmisráS- atvinna Hellissandi, 26.6. GK-HKG. EINN bátur er gerður út héðan á humarveiði. Það er Hamar. Annar bátur héðan er á luimai- veiðum fyrir sunnan. Arnkell og Skarðsvík eru á sfld. ' Talsvert er um byggingafram-i kvæmdir hér á Hellissandi, 5-6 íbúðarhús í smíðum og verið er að lengja höfnina. Níeg vinna er á staðnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.