Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 9
í flestum skilningi, að það eitt er bylting, sem veldur stórkostlegum vanda í sambúð mannkynsins. Allur þessi vandi, sem hér hef- ur yfirborðslega verið drepið á, hefur skapað þörf fyrir nýja sam-, mannlega tengiliði. Kvikmyndin kom fram sem óhjá kvæmilegt(?) þjóðfélagslegt fyrir- bæri ög hefur þróast sem þjóðfé- lagsleg nauðsyn. Það skiptir ekki máli í þessu sambandi^ hver ljón hafa orðið á veginum, né hversu ófyrirleitið hún hefur verið notuð í krafti þeirra ótæpiandi mögu- leika, sem hún hefur í sér fólgna. Við skulum ekki einblína á það, að allt til þessa dags hefur kvik- myndin að miklum hluta verið not- uð í þágu auðsöfnunar, áróðurs fyrir misjöfnum málefnum og með henni hefur verið unnin þjóðfélags leg skemmdarstarfsemi meðal ein- staklinganna, sem jafnast á við hið stórfelldasta í sögunni. Við skul- um halda okkur við það, sem máli skiptir í þessu sambandi. Hverjir möguleikar felast í þessu fyrir- brigði og hver nauðsyn er, að við lærum að beita valdi þess, mann- kyninu til framdráttar. Við skulum slá því föstu áður en iengra er haidið, að öll sönn list hafi uppeldisgildi. Öll list sé þrosk andi, geri njótandann meiri og betri mann en þann, sem engrar listar fær notið. Þetta er víðtæk skilgreining og umdeilanleg í smá atriðum, en tvímælalaus í grund- vállaratriðum. Víkjum svo að kvikmyndinni. Kvikmyndin getur gefið okkur ó- endanlegar hugmyndir um líf ann- arra þjóða, staðreyndir eða ályg- ar, um líf annarra einstaklinga á sama grundvelli. Það eitt gerir kvikmyndina að tæki, sem getur gjörbreytt heimsmynd milljóna. Ef til vill hefur ekkert orðið mönnum meira ásteytingarefni en það, hversu kvikmyndaframleið- endur hafa notað kvikmyndina til að falsa staðreyndir, gefa villandi hugmyndir, læða inn niðurrifshug. myndum um manngildi og lífgildi. í hinni frægu ensku skýrslu, sem the Wheare committee sendi frá sér fyrir áratug, var meðal annars komizt svo að orði: Fjöldi kvikmynda læðir því hlélaust inn hjá börnum og unglingum, að það sem mestu máli skipti í lífinu sé auðævi, vald glæsilifnaður og að- i dáun fjöldans og ekki skipti neinu aðalmáli, hvernig þessum takmörk um er náð, eða þau nýtt er náðst hafa. Hamingja þín getur verið mikil, án þess að þú leggir hart að þér, eigir þú verndara, áhrifamann að baki, eða líkamlega glæsimennsku, sem þú ert reiðubúinn að koma í verð, án þess að þú látir samvizk- una angra þig um of. Þessi heimspeki hins ljúfa og sjálfgiaða lífs á sér fylgifiska þar sem er tilhneigingin til að rang- túlka heimssöguna, æviferil manna, b'f annarra þjóða og stórmenna þeirra. Við erum sannfærðir um það, að slík rangtúlkun staðreynda og (Framhald á 10. síðu). SVÍÞJÓÐ: AndlitiÖ (Ingmar Bergman) Rcmnsóknakona óskast Staða rannsóknakonu (laborant) við Kleppsspítalann er laus til umsóknar. Laun samkvæmt reglum um laun opin- berra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um náms feril, aldur og fyrri störf óskast sendar skrifstofu ríkis- spítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 15. júlí n.k. Reykjavík, 23. júní 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna. SÍLDARSTÚLKUR Viljum ráða nokkrar stúlkur til síldarsöltunar. Fríar ferðir, frítt húsnæði. Upplýsingar næstu daga frá kl. 5 — 7 í síma 32790. Kaupfélag Raufarhafnar. Húsvarðarstarf Starf húsvarðar við barna- og miðskóla Borgarness er laust til umsóknar, umsóknarfrestur til 10. júlí n.k. upplýsingar gefur skólastjórinn Sigurður Halldórsson, Skólanefndini Ferðamenn Það er enginn krókur að koma við á Brú. — Við höfum ávallt heitar pylsur — ís — gosdrykki — niðursuðuvörur og fleira. — BENZÍN OG OLÍUR — VerzKunin BRÚ Hrútafirði. LANDSSÍMiNN getur tekið nokkra nemendur í símvirkjanám. Umsækj- endur skulu hafa lokið gagnfræðaprófi eða öðru hlið- stæðu prófi og vera fullra 17 ára. Umsækjendur verða prófaðir í dönsku, ensku og stærð- fræði og verður inntökupróf haldíð fyrstu dagana í sept- ember nk. Umsóknir, ásamt prófskírteini og upplýsingum um fyrri störf, óskast sendar póst- og símamálastjórninni fyrir 15. ágúst nk. Upplýsingar um námið verða veittar í síma 11000. TILBOÐ Tilboð óskast í að byggja vistmannaálmu við Heilsuhæli N.L.F.Í, Hveragerði. Tilboðsgagna má vitja í skrifstofu hælisins í Hveragerði gegn 500.00 kr. skilatryggingu. ALÞÝÐUBLAÐIO - 27. júní 1964 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.