Alþýðublaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 2
.SUtstióriar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fróttastjóri: Árni Gunnarsson. — Kitstjórnarfuiltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: Í4900-14903. — Augl,ýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hvcrfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Askriftargjald fer. 80.00. - í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýöuflolckurinn. Aflamet og veiðitækni UM SÍÐA'STLIÐNA helgi var «enn «einu afla- tmeti hrundið. «Þá varð .sólarhringsafli síldveiðiflot- ans fyrir norðan og austan rúmlega eitt hundrað <og tíu þúsund mál og «tunnur. Sámanlagt útflutn- ingsverðmæti þessa mikla aflamagns er talið nema 'tæpum fimmtíu milljónum króna. íslendingar hafa aldrei fyrr átt á að skipa svo .glæsi'legum flota síldveiðiskipa sem nú. Undanfar- in misseri hefur hvert skipið af öðru bætzt í flota iandsmanna, og öll færa þau okkur björg í bú. Það er viðurkennd staðreynd, að hin góðu aflábrögð undanfarinna ára eru í ríkum mæli að þakka þeirri fullkomnu veiðitækni, sem íslenzkir sjómenn nú beita. Að mati þeirra, sem bezt til þekkja, stöndum við feti framar mörgum þjóðum, hvað snertir tækni og tæki við snurpuveiðar. I A lþýðublaðinu 1 gær birtist athyglisvert við- tal við Hilmar Kristjónsson, dei'ldarstjóra fiskveiði ■deildar FAO,, matvæla- og landbúnaðarstofnunar aGameinuðu þjóðanna. Hilmar kemur þar fram með athyglisverða fekoðun, sem vert er að gefa fyllsta gaum. Hann segir réttilega, að ekki sé síður nauðsyn að kenna ; imönnum. veiðitækni, heldur en önnur störf. „Það er ékki ,,heppni“, sem veldur því, að sömu 15—20 skipstjórarniír (veiða þrefalt meira en meðalafla,. •mörg ár í röð, þó þeir séu með samskonar skip og ihinir, sem minna afla“, segir Hilmar. „ í viðtalinu leggur hann áherzlu á nauðsyn *Jþess, að tekin verði upp 'kennsla í veiðitæknigrein- ^ <om við Stýrimannaskólann og bendir einnig á að . ■•efna þurfi til námskeiða fyrix þá skipstjýmarmenn, -sem brottskráðst hafa úr skólanum. Hilmar segir, að í hinum svokölluðu þróunarlöndum, sé mönn- 'um viðast hvar vel ljós nauðsyn kennslunnar, en ihins vegar sé það svo, að í gömlum fiskvéiðilöndum Ihætti mönnum til að láta sér sjást yfir mikilvægi og nauðsyn skipulegrar kennslu. I lok viðtalsins segir Hilmar: „Munur á hæfni ; -og kunnáttu mafvna er alltof mikill og efalítið er : údýrasta leiðin til að auka framleiðni flotans sú, að bæta kunnáttu og hæfni skipstjóranna með Ikennslu. Þannig má auka meðalafla svo hann iverði nær því sem. hjá hinum beztú'. . . \ Hér er á ferðinni mál, sem við íslendingar höfum ekkí «efni á að láta órannsakað. Ef við get- <um verulega aukið framleiðni fiskiskipastóls okk- ar með kennslu í iveiðitækni, ættum við einskis að láta óíreistað á því sviði. Kennsla í veiðitækni þyrfti ekki að verða ýkja dýr, og kostnaður við hana gæti fengizt margfaldlega endurgreiddur með aúkmun afla. iri" 1 , " " 2 16. júlí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ :}. khj i’i .if • • a.uilií ut '1 Æ Ð JL th Togararnir inn fyrir 12 mílurnar. Allir iandsmenn að njóta góðs af sigrinum. -fo Ekki affeins sumir landsmenn. Svar til gamals sjómanns frá togarasjómanni. | Ti.i < imii m-iriiiiiiiiiimmmiiiiiimiimimiiimiiiiiimimiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiii»»»* TOGARASJÓMAÐUB 6krifar: „í dag birtir þú bréf frá manni, sem nefnir sig „Gamlan sjómann“, Ég efast ekki um að hann sé það. Hann veitist aö útger'ðarráði Baej- arútgerðar Reykjavíkur fyrir það, að liafa iá ið það álit sitt í Ijós, að íslenzkir logarar eigi að fá að veiða innan tólf mílnanna. Ilann fordæmir þessa tillögu og brýnir menn til andstöðu, ÉG ÞYKIST SKILJA hvað þess um gamla gengur til. Hann ótt- ast, að togararnir eyðileggi miðin. En ég vil benda á eftirfarandi: Áð- ur en nýja landhelgin gekk í gildi voru að veiðum á grunnmiðun um ekki aðeins um fjörtíu íslenzk ir togarar heldur hundruð brezkra þýzkra, hollenzzkra og belgískra togara og jafnvel frá fleiri þjóð- um. Það var fyrst og fremst til- gangurinn með baráttu okkar, að nytja miðin fyrir alla íslendinga, Öngþveiti á UNESCOþingi Genf, 14. jiílí. — NTB-Reuter. Fulltrúar kommúnistaríkjanna og Asíu- og Afríkuríkja reyndu að lialda áfram störfum mennta- málaráðstefnunnar í Genf í dag, en sendinefndir fjörutíu vest- ræna ríkja og Suður-Ameriku- ríkja gengu af fundi í gær í mót- mælaskyni við þá kröfu Afriku- manna að tillaga þeirra um brott rekstur Portúgals yrði boriu und- ir atkvæði. Jáfnframt ákváðu stofnanir þær sem boðuðu til ráðstefnunnar, — UNESCO og Alþjóðamenntaraála- skrifstofan, að leggja ekki til rit- ara, túlka, hátalara o.s.frv. Fulltrúi frá Túnis gegndi túlks- störfum í dag, en tækniörðugleik- ar voru svo miklir', að sennilega verður að slita ráðstefnunni á morgun. ekki aðeins nokkra íslendinga. Við lögðum áherzlu á það, að það þyrfti að friða miðin fyrir þjóð- ina sem landið byggir og koma í veg fyrir að erlendar þjóðir nytj- uðu þau. OKKUR TÓKST að ná þessu fram. Það munar bókstaflega öllu hvort togararnir eru 300 eða að- eins fjörtíu eða tæplega það. Og það er vitanlega óþolandi ástand ef drepa á ákveðna grein íslenzks sjávarútvegs, en hygla um leið ann ari. Eg vil líka benda á það, að stærstu vélbátarnir nota sömu veiðarfæri og togararnir, er þeir eru á grunnmiðum. ÞAÐ ER ALVEG víst, að hefðu togarafélögin látið sér detta í hug, að togurum yrði algerlega bann- að að veiða innan 12 mílna, bá myndu skipin ekki liafa verið keypt til landsins. Ég vil minna á þá staðreynd, að landhelgisdeilan mæddi fyrst og fremst á togara- útgerðinni, því að löndunardeil- an í Englandi olli henni gífurlegu tjóni. Það cr því hart ef það. á aS . vera þannig í framtíðinni, að ein- mitt þeim landsmönnum, sem urðu að þola búsifjar af völdum þessa nauðsynjamáls yrði svo bannaS að fá hlutdeild í sigrinum. Sókn skipanna á fjarlæg mið stafaði og af útbreiðslúnni, en það kostaði útgerðina mörg skip og þjóðina mannfórnir. ÉG HEF ÞESSI orð mín ekkl fleiri áð þessu sinni. Mér fannst bréf gamla sjómannsins of einsýnt og sjónarmið hans því í raun og veru röng. Togaraútgerðin hefur til skamms tíma verið öfiugasti atvinnuvegur okkar. Hann liefur á síðustu árum átt við mikla örðug- leika að stríða — og þá er að flestu leyti hægt að rekja til útbreiðslu landhelginnar. Togaraútgerðin er algerlega innlendur atvinnuvegur og þúsundir manna hafa atvinnu af lionum. Hvers vcgn* eiga þeir ekki að njóta sömu réttinda og aðrir landsmenn, sem lifa á einn eða annan hátt af fiskveiðum? Hannes á hominu. SAMBANDÍSLÉNZKRA S V EITARFÉL AGA Simi 103SÓ Postholf 1079 Reykiovik ÚTSVARSSTIGAR til notkunar við álagningu útsvara samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga fást keyptir á skrifstofunni og kosa kr. 150,00 eintakið. * Samband íslenzkra sveitarfélaga Laug-avegri 105. — Pósthólf 1079. Reykjavík VERKSTJORI óskast á Vélaviðgerðaverkstæði hjá opinberu fyrirtæki. Lysthafendur sendi upplýsingar um menntun og fyrjri störf í lokuðu umslagi merktu Verkstjórn á afgreiðslu blaðsins fyrir 22. júlí n.k. í Kleppsspítalanum er laus staða fyrir sálfræðing. LauQ samkvæmt kjarasamningum opinberra starísmanna. Umsóknir meö upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna, Klappar- stíg 29, fyrir 16. ágúst n.k. Reykjavík, 15. júlí 1964. Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.