Alþýðublaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 4
 .. >. * ?ií i i 1 -1 1 Anastas Mikojan liefur tekið við fnrsetaerabœttinu af Leonid Bresjnev og er hér um að ræða kórónuna á feril hans. Mikojan hefur lifað af allar hreinsanir og breytingar í Rússlandi og er eini gamli bolsévíkinn og sá eini þeirra manna, sem tóku við arfi Stalíns, sem enn er við völd. Þegar Mikojan var eitt sinn að því spurður hvernig hann hefði farið að þessu .sagði hann: „Ég var heppinn". Þetta minnir á ummæli Sieyes ábóta þegar hann var inntur eftir því hvern ig hcnum hefði farnast í frönsku stjórnarbyltingunni: „Ég Jifði af“. Mikojan var vinur Leníns og samstarfsmaður Trotzkys, sem hann snérist og barðist gegn síðar. Hann var við völd löngu áður en Krústjov varð þekkt- ur maður, og síðan Kxústjov tók við völdunum hefur hann verið helzti trúnaðarmaður hans og samherji. Oftar en einu sínní hefur hann komið Krústjov til bjargar, * VALÍJAMIKILL. I*o i hann hækkaði smám *| saman í tign hefur hann aldrei stáðið í fremstu röð, en liann g hcfu.i verið þeim mun valda- meiri að tjaldabaki. En talið er . ð hann muni breyta forseta embœttmu, sem hingað til hef- ur ve> 'ð lieiðursembætti. Tal- :ð er, að Mikojan muni setja sinn persónulega svip á forseta embættið. Mannaskiptin eru m .a. tal- in tákna það, að Krústjov vilji íryggja „ríki$erfirnár“ með því að láta Mikojan verða fulltrúa fyrir hinn sögulega þráð til byltingarinnar 1917 og fortíð- arinnar og láta Adsjúbei sem talið er að verði utanríkisráð- herra í stað Gromykos verða tákn hinnar nýju 'kynslóðar og ættarhefðarinnar. Krústjov er nú sjötugur að aldri og ekki víst hvað hann verður lengi við völd ennþá. í öðru lagi er talið að Krúst jov vilji skipa í æðstu embætti Sovétríkjanna menn, sem eru raunsæir stjómmálamenn, sveigjanlegir og slungnir sém hann sjálfur og geti eflt stefnu þá um samninga- og sáttaleið og friðsamlega sambúð, sem hann hefur markað. Mikojan „hinn heppni‘‘ hef- ur verið persónugervingur þess arar stefnu. Hann fór í fyrstu „könnunarferðirnar" til Vest- urEvrópu og Bandaríkjanna og hann hefur m. a. oft komið tii Norðurlanda til viðræðna. Fyr- ir nokkrum dögum kom liann úr ferðalagi til Japan og Suð- austur-Asíu, til þess að stappa stálinu í kommúnista, sem fylgja Bússum að málum í upp gjörinu við Kínverja. Þetta úpp gjör telur Mikojan að ekki sé unnt að forðast, en hann vill ekki að þetta uppgjör verði knúið fram nú eða að Rússar knýi það fram, . Þess vegna bendir margt til þess, að hann sé einn þeirra ráðamanna í Moskvu, sem and- vígir eru alþjóðlegri kommún- istaráðstefnu, sem bráðlega skuli staðfesta vinslitin í heimi * ARMENÍUMAÐUR Mikojan er aðeins tveim ár- um yngri en Krústjov. Hann er Armeníubúi, stundaði nám í grísk-kaþólskum skóla, en gekk í lið með bolsévíkum 1915. Þrem árum síðar hafði hann nær týnt lífi þegar þýzkar og tyrkneskar hersveitir tóku Baku á sitt vald, en Mikojan stjói-naði sveitum rauðliða í miSmm MIKOYAN bænum. Nafn hans var á lista yfir 35 aðra bólsévíkaleiðtoga, sem taka átti af lífi. 26 voru skotnir til bana, en Mikojan komst undan. Hepþni hans kom í fyrsta skipti í ljós. Heppnin sveik hann heldur ekki þegar hann ákvað að styðja Stalín í uppgjöri hans og Trotzkys. Þó geðjaðist Mik- ojan persónulega betur að Trot zky. Heppnin var einnig með honum þegar Stalín fól hon- um einhver erfiðustu verkefn- in , m. a. að berjast gegn rúss- négku stórbændunum, kúlöþ- unum, þegar samyrkjubúskapn um var komið á. Upp frá þessu, allt frá árinu J926 eða í heilan mannsaldur var Mikojan sá maður, sem opn aði dyrnar til umheimsins og tryggði Rússum viðskipti, sem voru þeim lífsnauðsynleg. ★ UPPGJÖRIÐ VIÐ STALÍX Heppni hans eða stórkost- legir hæfileikar raunsæs stjórn málamanns, kom einnig að góð um notum þegar hann studdi Krústjov árið 1957 í uppgjör- inu í forssétisnefnd flokksins, en uppgjör þetta hefði auðveld lega getað kostað bæði liann og forsætisráðherrann lífið. Og vert er að liafa það í huga, að það var hann en ekki Krúst- jov, sem hóf árásirnar á Stal- ín og uppgjörið við stalínis- mann á hinu kunna flokksþingi 1956. Síðan hefur hann verið nán- asti samstarfsmaður Krústjovs og‘‘ ef til vill eini raunverulegi trúnaðarmaður hans. Jafnframt hefur hann ævinlega verið skotspónn fyndni Krústjovs, sem oft á tíðum er miskunar- laus, en þetta hefur Mikojan aldrei tekið nærri sér. Bak við eilíft bros hans hefur mátt merkja vissu um, að „höndin“ hafi verið Krústjovs en „rödd- in“ Mikojans. ★ BRESJNEV Enn er ekki vitað hvers vegna Leonid Bresjnev, sem til þessa hefur gegnt embætti forseta eða formennsku í for- sætisnefnd Æðstaráðsins eins og embættið heitir opinberlega, hverfur nú af sjónarsviðinu eða hvað hann muni taka sér fyrir hendur. •Bresjnev er þrett án árum yngri en Krústjov. Hugsanlegt er talið, að hin opinbera óg ef til vill ráunveru lega ástæða sé slæm heilsa. Af þeirri ástæðu hvárf Frol Kozlov sem talinn var sennilegásti eft irmaður Krústjovs þar til fyrir tveim árum,- Koslov þjáist af Kozlov-fjölskyldunnar, og heilasjúkdómi, en þó er ekki talið útilokað, að fráför lians kunni að hafa staðið í ein- hverju sambandi við hin at- hyglisverðu njósnaréttarhöld, sem háttsettur sovézkur em- bættismaður, Pen^'.ovsky, var sögúhetjan í, og laúk með af- töku hans. Penkovsky var náinn vinur Kozzlov-fjölskyldunnar, og málaferlin virtust liður í upp- gjöri í æðstu forystu Sovétríkj anna. ★ HVERS VEGNA HVERFUR HANN? Ef til vill er nýtt uppgjör á- stæðan fyrir breytingum þeim, sem nú eiga sér stað. Síðan Bresjnev var borgar- stjóri í stálþséhum Dneprodzer zhinsk í Úkraínu 1939 hefur hann verið einn af nánustu samstarfsmönnum Krústjovs. Það var Krústjov sem gerði hann að pólitískum kommisar í Rauða hernum eftir árás Þjóð verja á Sovétríkin. Það var Krústjov sem kvaddi vin sinn til Moskvu um 1950, þar sem honum voru falin nokkur erf- iðustu störfin í flokknum. Hon um var m. a. falið að endur- skipuleggja herinn og fram- kvæma áætlunina um „nýju landbúnaðarsvæðin í Kazza- kkstan. Frarnh. á bls. 13 75 ÁRA AFMÆLI NÁTT- ÚRUFRÆÐIFÉLAGSINS Reykjavík, 15. júlí. — HP. Á MORGUN verður Hið íslenzka náttúrufræðifélag 75 ára, en það var stofnað í Reykjavík 16. júlí 1889, en helztu hvatamenn að stofnun þess voru Stefán Stefáns- son, síðar skólameistari á Akur- eyri, sem áður hafði staðið að stofnun náttúrufræðifélags meðal íslendinga í Kaupmannahöfn á- samt Birni Bjarnarsyni, síðar sýslumanni í Dalasýslu, Benedikt Gröndal, Þorvaldur Thoroddsen, Björn Jensson og J. Jónassen, en aðalstofnendurnir fimtn skipuðu jafnframt fyrstu stjórn félagsins. Framan af beindust störf félags stjórnarinnar nær eingöngu að vexti og vörzlu náttúrugripasafns félagsins, sem raunar má einnig teljast 75 ára á morgun. Einkum vann Bjarni Sæmundsson mikið og óeigingjarnt starf yið safnið þau 35 ár, sem hann var formað- ur félagsins. Hluta af safni sínu hafði félagið íil sýnis fyrir al- menning frá árinu 1905-1947, er það afhenti ríkinu safnið til eign- ar og umhyggju. Árið 1923 var tekin upp sú nvbreytni í starfi fé- lagsins að haida samkomur, þar sem flutt voru erindi um nátt- úrufræðileg efni og sumarið 1941 voru fyrstu fræðsluferðirnar farn- ar á vegum félagsins. Þá liefur félagið alla tíð haft með höndum nokkra útgáfustarfsemi, gefið út skýrslur um starfsemi sína, þar sem jafnframt hafa birzt ritgerðir um náttúrufræðileg efni, auk þess sem félagið hefur árlega styrkt timaritið Náttúrufræðinginn frá því að hann hóf göngu sína íVtWWVWWWWWHWWVWVWMWWWWWWWmWWWWMWMWWWWWV 4 Í6..JÚIÍ 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Deilt umsetu Tshombe á fundi Afríkuleiðtoga Kairó, 15. júlí. (NTB-Reuter). Hinn nýi forsætisráðherra Kon- gó, Moise Tshombe, yar í dag til- efni deilu, sem getur valdið ó- samkomulagi á toppfundi, sem eiuingarsamtök Afríku halda í Kairó á morgun. Skoraö hefur ver iÖ á Kasavubu forseta að senda Tshombe ekki til ráöstefnunnar. Tshombe, sem komst til valda fyrir einni viku, hyggst vera í forsæti sendinefndar Kongó á ráðstefnunni, þar sem 34 Afríku- ríki munu eiga fulltrúa, en marg- ir hafa mptmælt fyrirhugaðri þátttöku Tshombe. Hann mótmælti afskiptum af innanríkismálum Kongó og sagði, að önnur riki virtust vita hvað Kongó væri fyrir beztu. Hassan konungur í Marokkó sagði í dag, að hann mundi ekki sækja ráðstefnuna ef Tshombe mætti. Forseti Dahomey og sendi nefnd Ghana hafa látið í ljós ó- ánægju með þátttöku Tshombe. Síðari fréttir herma, að Kon- gó hafi ákveðið að senda ekki fulltrúa til ráðstefnunnar vegna hins fjandsamlega andrúmslofts er ríki í Kairó. 1931, en tíu órum síðar keypti félagið útgáfuréttinn að ritinu og hefur síðan haldið því úti seni sínu tímariti. 1945 hóf félagið út- gáfu ritsins Acta Naturalla Is- landiea, sem fjytur niðurstöður ís- lenzkra náttúrufræðirannsókna á einhverju heimsmálanna, en ritið var afhent rí’unu um leið og náttúrugripasafnið. Á stofnfundi félagsins gerðust 58 manns félagar, og á fyrsta starfsárinu fjölgaði þeim í 116. Á 25 ára afmæli þess voru þeir 168, á 50 ára afmæli 172, á 60 ára af- mælinu 276, á 70 ára afmælimi 694, og nú á 75 ára afmæli fé- lagsins eru þeir 820, þar af þrír heiðursféiagar. Núverandi stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags er þannig skip uð: Formaður er Eyþór Einarsson, varaformaður Einar B. Pálsson, ritari Þorleifur Einarsson, gjaldlc. Gunnar Árnason og meðstjórnandi Jakob Magnússon. Ritstjóri Nátt- úrufræðingsins er Sigurður Pét- ursson og afgreiðslumaður félags- ins Stefán Stefánsson bóksali. —i Nánar veröur sagt frá sögu félags- ins í blaðinu á morgun. MERKUR BÁTUR Reykjavík, 15. júlí. — GO. Á MORGUN kemur tU Sand- geröis nýr bátur, sem liefur hlot- ið nafnið Arnar. Honum var ný- lega hleypt af stokkunum í Nor- egi og er búinn mörgum og merki legum nýjungum. M. a. er hann með nýrri Elac fisksjá sem dreg- ur 3600 metra, útbúnaöi til aS kasta nótinni frá báðum víriuna hulsu utan um skrúfuna, sem kemur í veg fyrir að nótin fest- ist í henni, ísvél og tæringa- varnartækjum í báöum síöum. Eigandi hins nýja báts er Ein- ar Árnason útgerðarmaður, en skipstjóri verður Hrólfur Gunn- arsson, sem áður var með Árna Magnússon. síld Reykjavík, 15. júlí, — GO. Dauft var yfir síldveiðun- um sl. sólarhring. 43 skip fengu samtals 23950 mál og tunnur og í dag hafa ekki nema 3 skip fcngið afla. Veð- ur mun vera sæmilegt á mið- unum. Einungis þnjú skip fengu 1000 mál og þar yfir sl. ,sól- arhring, Sigurpáll 1400, Höfr ungur III. 1200 og Vattar- nes 1000. Skipin þrjú, sem fengið hafa afla í dag eru þessi: Bergur jGOO, Hamra- vík 900 og Straumnes 400 mál og tunnur. MWMWMMWMWWMWtWtW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.