Alþýðublaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR Framh. af bl. 11. Björgvin Hólm, ÍR, 57.22 m. Páll Eiríksson, KR, 56.24 m. Kjartan Guðjónsson, ÍR, 55.62 m. 80 m. grindalilaup kvenna: Halldóra Helgadóttir, KR, 13.0 sek. Sigriður Sigurðardóttir, ÍR, 13.3 Linda Ríkharðsdóttir, ÍR, 14.0 sek. Tími Halldóru er 2/10 úr sek. betri en met Sigríðar Sigurðar- dóttur. Langstökk kvenna: Sigriður Sigurðardóttir, ÍR, 5.04 María Hauksdóttir, ÍR, 4,92 Sólveig Hannam, ÍR 4,82 Kringlukast kvenna: Ragnheiður Pálsdóttir, HSK, 34.76 Friður Guðmundsdóttir, ÍR, 34.26 Illín Torfadóttir, ÍR, 27.46 m. Sigrún Einarsdóttir. KR, 25.91 m. 4x100 m. boðhlaup kvenna: Sveit ÍR 53.5 sek. (Linda Rík., Rannveig Laxdal, María Hauksd. Sigr. Sig.) Sveit KR, 55.7 sek. 100 m hlaup sveina: Þórður Þórðarson, KR, 11.7 sek. Einar Þorgrímsson, ÍR, 11,9 sek. Skátholtshátíð "'rh. af 16 SÍðu. síðdegis leikur Lúðrasveit Selfoss undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar, en síðan setur biskup hátíðina. Séra Guðmundur Óli Ólafsson flyt ur erindi um Skálholtsstað, og eft- ir það verður kirkjan sýnd hátíð- argestum, en lúðrasveitin leikur milli atriða. Kl. 9 um kvöldið verð- ur guðsþjónusta í kirkjunni. Séra Guðmundur Óli Ólafsson prédik- ar, en Skáiholtskór syngur víð und irleik Guðjóns Guðjónssonar, stud theol. Á sunnudagsmorgun hefst hátíð- in með klukknahringingu kl. 9, en séra Gunnar Jóhannesson, prófast- ur, flytur morgunbæn. Hálftima síðar leikur Guðjón Guðjónsson á orgel, en kl. 11 prédikar biskup íslands við messu. Þá fer fram altarisganga, en Skálholtskór syng ,ur undir stjórn Guðjóns Guðjóns- sonar. Kl. 2 síðdegis syngur Kirkju Híilbar3aviðgcrð& OMOALLADAGA (UKA LAUGARDAOA OG8UNNUDACA) FSÁKL.3HL22. CÉamávínHfStófan fi/f St&Mtl 38, Boyfejavík. kór Akraness undir stórn Hauks 'Guðlaugssonar, Páll Kolka læknjr flytur erindi, séra Jón M. iöujð- jónsson ávarp, en Kirkjukór Akra ness syngur. Kl. 4 síðdegis hefjast orgeltónleikar Hauks Guðlaugs- sonar, og kl. 5 verður guðsþjón- usta. Þar prédikar séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, orgellejjcari verður Guðjón Guðjónssonít en Kirkjukór Akraness og Skálijpltsr. kór syngja. Kl. 9 kvöldbænifneð hugleiðingu. Séra Sigurður gáls£ son, Selfossi. % ■f1* Tjaldstæði eru heimil á sfjáðn- um. Aðgangur að hátíðinni er ó- keypis, en merki verða seld og kosta 10 kr. Léttar veitingar yerða á boðstólum. ;— Ferðir verdi úr Reykjavík á laugardag kl. 13 *g á sunnudag kl. 8,30 og 12 frá ffÍ5Í. Plastílát I -ír Frh. af 16 síðn. f urplasti h.f. og er þar unnið á tvískiptum vöktum 11 tíma í Senn. Framkvæmdastjóri Sigurplasts Knud Kaaber, er að því spurður, hvort fyrirtækið anni vel Sftir- spurninni eftir plastílátum. F-íam- kvæmdastjórinn kveður svo ffera, enda þótt eftirspurn eftir jíess- um umbúðum hafi stöðugt ar&izt. í fyrstu hafi fyrirtækið verið eitt um hituna, en nú séu g|ast- umbúðir einnig framleiddató að Reykjalundi og hjá nýstofáuðu fyrirtæki. Framkvæmdastjórinn segir, að þessi framleiðsla hafi lækkað'um- búðakostnaðinn að mur. og hafi haft mikinn gjaldeyrissparnað í för með sér. Áður hafi verið flutt inn mikið af glerflöskum utan unt- þvottalög og fleira, — en nú séú nær eingöngu notuð plastílát í staðinn. i. Framkvæmdastjórinn segir, að til greina hafi komið, að selja framleiðsluvörurnar á erlendym markaðj. Verð og gæði sé hvort tveggja samkeppnisfært. ; Sjónvarp * ^ramhald a1 i. slðul. Þcir starfa á eigin vegum og hyggjast selja sjónvarpsstöðvúm og öðrum aðilum efni sitt. Þeir fóru, þegar eftir komu sina hing- að, til suð-austurlandsins um Fjallabaksveg. Hér er og staddur júgóslavnesk- ur rithöfundur Stevan Majstoro- vic. Hann tekur nokkuð af efni og fær auk þess lánað kvikmynda- efni til sýningar í júgóslavneska sjónvarpinu. Hann vinnur líka fyrir útvarpið í heimalandi sínu. Bandarískur kvikmyndari, Dean Blanchard, frá Kaliforníu, er ný- farinn héðan til Færeyja. Hann tekur sjónvarpsmyndir á eigin veg um, en selur sjónvarpsstöðvum efni sitt. ' Loks er vitað tii þess, að áión- varpsdeild BBC í London hgggst senda hingað ílokk manna ág- úst. Munu þeir taka efni |yrir þáttinn „To-Night,” sem inun vera einn vinsælasti þáttur brezka sjónvarpsins. Auk þess má svo geta þes§, að innlendir kvikmyndarar taka alltr af eitthvað af efni fyrir erlcpdar sjnnvarpsstöðvar. Loks má svo benda á, að ekki er hér getið þeirra kvikmyndara, sem komu 'i'ogna lieimsóknar Edinborgar- þþrtogans. Jffit Sfp?' -----------— Goldwater (Framhald af 16. síðu). þar eð hann væri neikvæður í af- stöðu sihni til mannréttindamáls- íns. Þeir höfðu enga trú á því, að hann mundi hrinda lögunum í framkvæmd, ef hann yrði kjörinn forseti. Hin greinilega vinsemd í garð ScrantPns meðal fundarmanna kom einnig r ljós í atkvæðagreiðslunni um þá tillögu frjálslyndra, að öfgáfeíágið John Birch Society, Ku KIux Klan-félag negrahatara, kommúnistar og önnur samtök öfgamarina yrðu fordæmd. AUar þessar tillögur sýndu einn ,ig áhyggjur margra repúblikana, eirikính ' í austurríkjunum, vegna forsetakosninganna. Margir óttast þeir fylgisþrun og að Goldwater fái svp.mikinn stuðning í flokkn- um, að framtíð frjálslyndu aflanna verði í hættu. í San Francisco var mikið bolla- lagt.um það í dag, hvort Scranton mundi draga framboð sitt til baka, þegar borin hefði verið fram til- laga um framboð hans á fundin- um, _,eða hvort hann léti undan vegna þess hve hart er að honum lagt og féllist á að verða í kjöri §em varaforsetaefni flokksins. -EJngin vísbending er um það, að ,'Scranton muni láta undan, en .þollalcggingarnar sýna, að foringj- IÍU' repúblikana gera sér grein fyr- ir nauðsyn þess, að sýnt verði á sannfærandi hátt, að flokkurinn sórsameinaður. Eisenhower, fyrrum forseti, skor aði eindregið á þingfulltrúa í gær að varðveita einingu flokksins. En áður en þetta gerðist hafði öll bandaríska þjóðin fylgzt með allri deilunni um kosningastefnuskrána í sjónvarpi. Stefnuskráin var að vísu samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, þegar breytingartillög- unum um nokkur atriði hafði verið hafnað. Rannsóknarför (Framhald af 16. slðn). ulinn til að fylgjast með þyí, sem :fram yndi. Þá voru teknar mynd- ir úr lofti og sýna þær myndir hreyfingar jökulsins stig af stigi. Landmælingamenn liafa nú í vor tekið myndir af jökulröndinni eins og hún er nú orðin. Beztu hagar hreindýranna, hluti Kringilsárrana, eru nú komnir undir jökul og hefur liarðnað í ári hjá þeim. Ferðafólk, sem fór upp að Brúarjöldi á vegum Ferðaskrif- stofu Austurlands, greindi þó frá því, að hreindýrin virtust ekki vilja hopa fyrr en þyrfti fyrir jökl- inum, því að 70 dýra. hópur sást í Sauðadal, sem er þarna rétt hjá. Jöklaraonsóknarmenn búast við að verða hálfsmánaðar tíma í ferð ■inni. Athyglisvert er, að kvenfólki virðist sízt hrjósa hugur við jökla fel-ðum, — meiri hluti leiðangurs- manna er kvenfólk. Forsetaskipti Framh. af bls. 3. ur þegar þingið hyllti hann með kröftugu lófataki. Áður en nýi forsetinn var kjör- inn sámþykkti Æðsta ráðið til- lögu þá um hækkun lifsstaðalsins sem Krústjov forsætisráðherra bar fram í ræðu til þingsins í fyrra- dag. Samþykktin varðar eftirlaun fyrir samyrkjubændur um öll Sov étríkin og miklar launahækkanir handa 18 milljónum verkamanna. Þingið mionist hins gamla flokks manns, Otto Kuusinens, með einn ar mínútnu þögn. Kuusinen lézt í maí síðastliðnum. Mikojan er talinn einn helzti trúnaðarmaður og samstarfsmaður Krústjovs. Hann hefur langan fer- il að baki' og haldið sæti í stjórn inni þrátt fyrir allar breytingar. Hann var varaforsætisráðherra þegar á dögum Stalíns og Georgi Malenkovs. Hann hefur verið fyrsti varaforsætisráðherra síðan 1955. Lífsseigla Mikojans þrátt fyrir allar breytingar er fyrst og fremst talin stafa af því, að hann er slung inn og runsær „fagmaður”, þ. e. sérfræðingur fremur en stjórn- málamaður. Hann er þekktur sem „kaupsýslumaðurinn í Kreml“. Grein, sjá á 4. síðu. Mikojan (Framhald af 4. síðu). Hann var hægri liönd Krúst- jovs í uppgjörinu við Molotov- klíkuna og fékk sín laun þegar hann var skipaður forseti 1960. Hann var endurkjörinn 1962. Á síðustu ferðalögum Krúst- jovs erlendis hefur hann gegnfc störfum forsætisráðherra, en þetta gaf þeim orðróm byr und ir báða vængi, að honum væri ætlað að verða eftirmaður Knístjovs. En ef til var hann of ráðríkur eða kannski stóff sig of vel. Slíkt mun ekki henda ef Mikojan verður for- seti. , I * ÚKRAÍNUMAÐURINN Þó er ekki ósennilegt, að Bresjnev sé leystur frá störf- um forseta til að hann geti tekið við öðrum og mikilvægari embættum í flokknum. Þrátt fyrir allt er hann í „Úkraínu- klíkunni", sem Krústjov hef- ur fylkt um sig á síðari árum. Mannaskiptin sýna hins veg- ar, að Krústjov og Sovétríkin eru mitt í mestu deilu, sem rikt hefur fram að þessu. Ef til vill er hér um að ræða mestu deiluna, sem Krústjov hefur lifað á 70 ára ævi og Mikojan á 50 ára byltingarferli. — Eigil S'einmetz. Lokað frá hádegi í dag vegna jarðarfaiar Ágústs Thejlls, af- greiðslustjóra. . SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR Móðir mín Gunnlaug Guðmundsdóttir frá Stykkishólmi lézt á Landakotsspítala miðvikudaginn 15. þ. m. — Fyrir liönd stjúp- móður og systkina Gerður ívarsdóttir. Jarðarför konu minnar og móður okkar Gíslínu Erlendsdóttur fer fram frá kapellunni í Fossvogi 18. júlí og hefst kl. 10,30 f. h. Vilhjálmur Ásgrímsson og hörn. Hjartkær móðir mín Guðbjörg Bergsteinsdóttir Selvogsgötu 3, Hafnarfirdi verður jarðsungin frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 17. júlí kl. 2 síðdegis. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Bergsteinn Sigurður Björnssou. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. júlí 1964 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.