Alþýðublaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 6
Hæpinn hagnaður JOHNSON Bandaríkjaforseti hef- ur, . sem kunnugt er, mjög brýnt sparsemi fyrir löndum sínum og sjálfur gengið á undan með góðu fordæmi. Til dæmis hefur hahn skipað tvo fyrir, að öll ljós skuli slökkt í Hvita húsinu á kvöldin í herbergjum, sem ekki er dvalizt í. Þetta vakti ekki tómá hrifningu í höfuðstaðnum og þar tóku menn fljótlega upp á því að kalla bú- staðinn „Svarta húsið”. Johnson Iét þetta þó ekki á sig bíta held- ur leitaði nýrra staða til að halda áfram sparsemisókn sinni. Þá rak hann augun í utanríkisráðuneytið, Hann komst að raun um, að það- an voru daglega send i skeytum að mððaltali 300.000 orð. „Það er of mikið”, segir í bréfi frá honum. „Það éru tveir þriðju af risaskóid- sögunni „Á hverfanda hveli” og kostar skattgreiðendur of mikið fé.- Minnkið Skeytakostnaðinn”. Það er vonandi, að sparnaðará- formin í utanríkisráðuneytinu gefi betri raun en slökkviherferðin í Hvíta húsinu. Johnson sparaði að vísu nokur hundruð dollara á raf- magnsreikningnum, en þar á móti kemur, að aukavarzlan, sem ör- yggisvörðurinn varð að bæta.á sig, kostar miklu fleiri liundruð doll- ara, en sparnaðinum nemur.: □ C’harles de Gaulle er alltaf upptekinn á sunnudögum frá klukk i an 15-17. Þá verður með engu í móti til hans náð, hve mjög sem menn þurfa á því að halda. En ein hvern veginn hefur það síazt út, hvað -'orsetinn er að gera á þess- ' um tína. Það var víst frúin, sem | hvíslaoi því að vinkonu sinni, að , þá horfði Charles ó fótbolta í sjón varpinu. ’ú’ □ Stúlkukind nokur heitir Helen Shapiro og ku vera dægurlaga- söngkona i Bretlanþi. Þegar einu sinni lá við, að hún gleymdist og missti vinsældir ókvað hún að vekja athygli á sér með því að auglýsa trúlofun sína og eins bít- ilsins. Daginn eftir aflýstu þau trúlofuninni og hlógu ægilega bæði tvö. En þau hlógu ekki eins daginn eftir, þegar það uppgötv- aðist, að hin eiginlega kærasta bítilsins hafði orðið svo reið, að hún kastaði trúlofunarhringnum sínum út í sjó, - og hringurinn kostaði 20.000 krónur á sínum tíma. Náttúran hefur verlð gjafmild viff Agostino Colli. Hann liefur tólf fingur ag tólf tær — og aff auki tvö hjörtu. Kemst í engan H EKKI langt frá hinum kunna H ítalska skíðaskemmtistað, Cor- 3 tina, býr maður nokkur, sem I alla ævi hefur látið sauma á t| sig hanzka sína og skó. Ekki er B þetta af flottheitum, vegna 3 þess, að maðurinn er alþýðleg- 3 ur mjög og hófsamur í lifnað- B arháttum, heldur vegna þess, ! að hann hefur tólf fingur og B tólf tær, og hand- eða fótabún- | aður á slíka menn er ekki á B hverju strái. Til viðbótar við H þetta er hann með tvö hjörtu. | Loks má geta þess, að hann er g þrælsterkur. || Þrátt fyrir allt þetta, lifir g hann mjög eðlilegu fjölskyldu- H lífi með konu sinni og tveim g börnum. Hann vár fjögurra ára H þegar læknir komst að því, að jf hann væri með tvö hjörtu. — 5 Hann stakk upp á við föður @ hans, að hann sendi drenginn Itil London til rannsóknár ,hjá sérfræöingum, en: faðirinn. g neitaði því vegna þess, að son- |! ur hans var mjög hraustlegur . H og kénndi sér einskis meins. §1 Þegar Agostino Colli var þrett- g án ára gamall, var hann svo sterkur, að hann bar eitt sinn 60 kíló á bakinu 15 kílómetra vegalengd. Þegar hann var 14 ára gat hann lyft heilu mótor- hjóli. Nú er hann löngu full- vaxinn og gengur undir nafn- inu „Herkúles Dólómítanna”. Honum hefur aldrei orðið mis- dægurt. Honum hafa borizt aff vakti óskipta athygli, þegar hanzkaj ■ mörg tilboð um að gerast hnefa jj leikari, glímumaður eða sýning jl armaður, en hann á sér enga = ósk heitari en að mega lifa g venjulegu og kyrrlátu fjöl- skyldulífi og hið eina, sem || hann óttast, er, að farið verði i að líta á hann sem eitthvert j undur. H Agostino Colli lyfti bifreiff fyrsta sinn án sjáanlegrar áreynslu. mraniiiiinimiiiniiiuimiTnnimiiinBiiiiDiininia Allur er var inn góður FJÖLDI manna er haldinn þeirri martröð, að þeir verði grafnir lif- andi. Þessi tilfinning er svo sterk hjá rnörgúm, að þeir líta ekki glaðau dag frá því að þeir verða fyrst varir við þessa óskemmti- legu ilf.nningu. Tyrkneskur úrsmiður, 72 ára gamall, hefur gert miklar ráðstaf- ,anir til þess, að róa sig gegn nefndri tilfinningu, sem hann er illa haldinn af. Fyrir nokkru síð- an var gröf hans tilbúin. Hún er þannig útbúin, að heita má óhugs- andi, að hann þurfi að dveljast lengi um kyrrt ef honum skyldi verða smeygt undir græna torfu of fljótt fyrir einhvern bannsett- an misskilning. Gröfin er hlaðin úr steini og er í fyrsta lági búin dálítilli gluggaboru að ofanverðu. Auk þess liggja niður í hana þræðir, sem eru tengdir við raf- magnsbjöllu í skrifstofu kirkju- garðsins. Loks á að vera rafmagns Ijós í gröfinni, sem á að brenna í viku eftir að henni hefur verið lok að. Fari svo að aðvörunarbjallan svíki, getur hið misheppnaða lik vakið athygli á ástandi sínu með því að slökkva það. Myndin er af úrsmiðnum, Ali Yucels, standandi í forgarði graf- ar sinnar. IB' IÖ. ju.í 1964 — ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.