Alþýðublaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.07.1964, Blaðsíða 3
FORSETASKIPTI I SOVÉTRÍKJUNUM Mikojan forseti - Bresjnev krónprins Moskvu, 15. júlí Ntb-Rt. Anastas Mikojan varaforsae'is- ráðherra var einróma kjörinn for- séti Sovétríkjanna á fundi ÆSsta ráðsins í dag. Mikojan hefur um árabil verið nánasti samstarfsmað- ur Krústjovs forsætisráðherra. Mikojan, :sem er 68 ára að aldri tekur við af Leonid Bresjntev, sém fyrst var kjörinn forseti 1959 og endurkjörinn 1962. Krústjov forsætisráðherra lagði til á lokafundi Æðsta ráðsins í dag að Mikojan yrði kjörinn for- seti. Forsætisráðherrann sagði, að Mikojan yrði verðugur þjóðhöfð- ingi. Opinberlega kallast embætt- ið „formaður forsætisnefndar Æðsta ráðsins." Armeninn Mikojan verður fyrsti forseti Sovétríkjanna, sem ekki er Rússi. Hann hefur gott orð fyrir dugnað í samningum, og hann hefur oft komið fram sem sérleg- ur fulltrúi Krústjovs víðs vegar í heiminum. Sovézkar heimildir telja, að for secaembættið verði mikilvægari staða, þar eð Mikojan taki við því. Hann mun áfram gegna mörgum þeim „eftirlitsstörfum", sem hann hefur áður haft á hendi í verzlim- ■ar- og utanríkismálum. Brezkir sérfræðingar telja for- setaskiptin í Sovétríkjunum stað- festingu þess, að fráfarandi for- seta Sovétríkjanna, Leonid Bresj- nev, sé ætlað að verða „krón- prins‘‘ Nikita Krústjovs. Rússar krefjast kommúnistaþings Moskva, 15. júlí (NTB-AFP). SOVÉZKI kommúnistaflokkurinn hefur á ný skorað á kínverska bræðraflokkinn að fallast á að efnt verði til alþjóðlegrar ráð- stefnu allra kommúnistafiokka eins fljótt og auðið er. Áskorunin kemur fram í bréfi frá sovézku miðstjórninni. Þar er fjallað um afstöðu sovézka flokks- ins og vandamál alþjóðahreyfingar kommúnista. Bréfið var birt í dag í fræðiritinu „Kommunist" og er dagsett 15. júlí. Bréfið er svar við kínversku bréfi dagsettu 7. maí. Miðstjórnin segir, að flestir bræðraflokkarnir hafi mælt með því, að fljótlega verði haldin al- þjóðleg ráðstefna kommúnista- flokka heimsins. Bent er á, að á slíkri ráðstefnu megi kommúnistaflokkar ekki gleyma ábyrgð sinni í baráttunni gegn heimsveldisstefnu og fyrir friði og stuðningi við þjóðlegt sjálfstæði. Enn fremur segir, að ákveða verði hið fyrsta í ráðfær- ingum milli sovézka kommúnista- flokksins og bræðraflokkanna tíma, tilhögyn og dagskrá ráð- stefnunnar. Þess vegna er stungið upp á undirbúningsráðstefnu hið allra fyrsta. Enn fremur sé miðstjórn- in fús til að boða hvenær sem er til fúndar með þátttöku sovézkra og kínverskra fulltrúa. Þetta mál megi útkljá í sameiningu. Miðstjórnin gagnrýnir Kínverja fyrir að hafa hafnað tillögu, sem marx-lenínistar Sovétríkjanna og annarra landa hefðu lagt fram í því skyni að yfirstíga erfiðleikana og að hafa í rauninni neitað að fallast á fund fulltrúa þessara flokka. Aldrei áður hafi kínverski bræðraflokkyrinn látið eins ótví- rætt í Ijós fyrirlitningu sina á skoðunum bræðraflokkanna. MMMWMwwmwMmmmii Bardagar við Hilarionvirki Nikósíu, 15. júlí. (NTB-Reuter). í þriðja daginn í röð, komu hörð vopnaviðskipti við St. Hilarion-kastala í Kýrenía- fjölium á Kýpur. Formæl- andi SÞ sagði, að ástandið á þessu svæði hefði versnað. Hersveitir Kýpur-Grikkja hafa tekið sér stöðu um 1000 metra frá kastalanum, sem er í liöndum Kýpur- Tyrkja. En ekki hafa borizt fréttir um, að gríska þjóð- varðarliðið hafi sent liðs- auka til svæðisins. Liðsfor- ingi úr liði SÞ á I samninga- viðræðum við deiluaðila. U Thant aðalframkvæmda- stjóri kom til Genfar í dag, þar sem hann ræddi við sáttasemjara SÞ á Kýpur. — Tuomioja, og stjórnmálafull trúa sinn hjá gæzluliði SÞ á Kýpur, Plaza, um ástandið á Kýpur og sáttatilraunir Tur omioja. MWWWWWWWWWWWWWWI Bresjnev mun hér eftir helga sig eingöngu störium sínum sem ritari miðstjórnar kommúnista- flokksins. Honum gefst betri timi en áður að aðstoða Krústjov í störfum er varða flokkinn. Forsetaskiptin komu ekki á ó- vart. Bresjnev hefur þegar um nokkurt skeið verið álitinn „hinn komandi maður“ í kommúnistafor ystu Sovétríkjanna. Mikojan getur ekki gert sér nokkrar vonir um að verða eftirmaður Krústjovs og heldur er ósennilegt að hann hafi metnað í þá átt, að skoðun bandariskra sérfræðinga. Heilsa hans hefur lengi verið frekar slæm, og miss ir konu hans 1962 var alvarlegt á- fall. Mikojan er hins vegar talinn eðlilegur eftirmaður Bresjnevs í forsetaembættinu. Hann hefur verið atkvæðamikill stiórnmála- maður allar götur síðan 1917 og nýtur fyllsta trausts Krústjovs. Ýmsir telja, að forsetaskiptin styrki valdastöðu Krustjovs og stefnu hans, einkum stefnuna um friðsamlega sambúð við vestur- veldin. Með Mikojan í embætti forseta getur Krústjov verið viss um að stjórn ríkisins er í góðum hönd- um þegar liann er á ferðalögum erlendis. Varaforsaetisráðherrar Sovét- ríkjanna hafa verið tveir og þar eð annað embættið hefur losnað við skipun Mikojans í forsetaem- bættið er í svipinn aðeins einn varaforsætisráðherra, Alexei Kos- ygins. — Sennilega verður maður skipaður í lausu stöðuna á næstunni. Nýi forsetinn þakkaði Æðsta ráð inu heiðurinn af öllu hjarta. ■— Ég skal gera allt það sem ' af mér verður vænzt til að eiga það mikla traust skilið, sem mið- stjórnin og Æðsta ráðið hafa sýnt mér og berjast áfram með ykkur unz kommúnisminn hefur unnið al geran sigur, sagði hann. Mikojan var greinilega hræfð- Framhald á síðu 13. * Arás gerð á Kenyatta London, 15. júlí. (NTB-Reuter). Gerð var árás á forsætis- ráðherra Kenya, Jomo Ke- nyatta, þegar hann fór frá hóteli sínuídagtil fundar samveldisráðstefnunn ar í London. Kenyastjórn sendi þegar Sandys, samveldisráðherra Breta, mótmælaorðsendingu. Kvartað var yfir því, að Ke- nýatta, sem er 74 ára, væri ekki veitt nógu örugg vernd. Forsætisráðherrann sakaði ekki. Forsætisráðherra Breta, Sir Alec Douglas-Honte, harmaði mjög það sem gerzt hafði, og hét strangari ör- yggisráðstöfunum. Seinna voru tveir menn liandteknir í sambandi við árásina. Annar þeirra er 30 ára en hinn 21 árs, Martin Allen Webster að nafni. tVVWWMWWVWWWÍVVWWVWVWMVHVWWMVWWVWW Heimta Rúmenar lönd af Rússum? Moskvu, 15. júlí Ntb-Rt. Krústgov forsætisráðherra og aðrir háttsettir sovézkir leiðtogar fylgdu í dag rúmensku ráðherra- nefndinni á járnbrautars öðina þegar Rúmenarnir héldu heimleið- is til Búkarest að loknum viðræff- um í Moskvu. í tilkynningu, sem gefin var út í gærkvöldi sagði, að Rúmenar hefðu átt gagnlegar viðræður við fulltrúa sovézka kommúnista flokksins og stjórnarinnar. En ekkert var sagt um það, hvort sam komulag hefði tekizt í viðræðun- um. Kunnugir í Moskva telja, að harðar viðræður hafi átt sér stað meðan Rúmenarnir dvöldust í Moskvu. Ekkert var sagt frá við- ræðunum í blöðunum nema hvað skýrt var lauslega frá komu sendi nefndarinnar og tilkynningunni um viðræðurnar. Sagt er, að senni lega hafi hvorugur aðilinn breytt En vestrænar heimildir í Mosk va telja, að Rúmenar hafi ekki fært fram landakröfur á hend- ur Sovétríkjunum og krafizt þess að fá aftur þau landssvæði, sem Rússar tóku í heimsstyrjöldinni. Því hefur verið haldið fram, að sambúð grannríkjanna sé orðin svo slæm, að Rúmenar muni nú krefjast þess, að þessum lands- svæðum (Bessarabíu og Norður- Búkóvínu) verði skilað aftur. Erhard ögrar „Gaullistum n Bonn, 15. júlí. (NTB-Reuter). Vestur-þýzka stjórnin ákvaff í dag, aff reyna aff vinna aff auk- inni pólitískri samvinnu Efna- hagsbandalagsins fyrir tilstilli þeirra franskþýzku stofnana, sem þegar hefur veriff komiff á fót. Skýrt var svo frá að loknum stjórnarfundi, að Vestur-Þýzkaland mundi bera fram tillögu, er aðal- lega miði að því að vinna að fram gangi slíkrar stefnu í hinum sameiginlegu ráðherranefndum. Tilgangurinn sé sá, að orða til- lögu, sem öll EBE-ríkin sex geti samþykkt. Ekki sé nauðsynlegt að koma á fót nýjum stofnunum. Stjórnmálafréttaritarar í Bonn segja, að ákvörðun stjórnarinnar sé ögrun gagnvart vestur-þýzkum gaullistum, sem hafa krafizt nán- ara pólitísks bandalags eingöngu milli Frakklands og Þýzkalands, ef önnur EBE-lönd neiti að taka þátt í. Eftir stjórnarfundinn var sagt að þess gerðist ekki þörf að mynda nýtt bandalag Frakklands og Vestur-Þýzkalands. Vináttu- samningur Frakka og V-Þjóðverja hefði þegar gert það að töluverðu leyti. Brezk tillaga um S-Rhodesíu London, 15. júlí. (NTB-Reuter). Bretar lögðu óvænt nýja til- lögu um Suffur-Rhodesíumáliff fyrir forsætisráffherra samveldis- landanna, þegar þeir mættu til fundar í kvöld til aff samþykkja tilkynninguna um viffræffur sín- ar, sem staðið hafa í viku. Ástandiff í Suffur-Rhodesíu hef- ur veriff helzta umræffuefniff á samveldisráðstefnunni, en í þess- ari nýlendu Breta hafa affeins 13 þúsund af fjórum milljónum af- riskum íbúum landsins kosninga- rétt. Affalstarf forsætisráffherr- anna í dag var aff ganga frá til- kynningunni. Á síffustu stundu lögðu Brétar fram nýja tillögu um Suffur- Rhodesíu í því skyni aff koma til móts viff Afríkuríkin. í kvöld var ekki vitaff nákvæmlega um efni tillögunnar effa livort á hana ýrffi fallizt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. júlí 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.