Alþýðublaðið - 17.07.1964, Síða 5
MINNINGARORÐ:
Vilborg Guðnadóttir
F. 17. október 1908.
D. 10. júlí 1964.
í dag verður til grafar borin
frá Keflavíkurkirkju frú Vilborg
Guðnadóttir, tæplega 56 ára göm-
ul, en hún andaðist í sjúkrahúsi
Keflavíkur 10. júlí sl. Vilborg ól
allan sinn aldur í Keflavík og fórn
aði þar öllum sínum starfskröft-
um innan heimilis síns og í störf-
um meðal alþýðufólks þar. —
Hún var dóttir hjónanna, Guðna
Jónssonar, sjómanns og síðar verk
Btjóra hjá Keflavíkurhreppi og
konu hans Sigurbjargar Jónsdótt-
ur og var ein af sex börnum þeirra
hjóna. Guðni faðir hennar lézt ár-
ið 1937 nálega 70 ára gamall, en
móðir hennar Sigurbjörg andaðist
fyrir 3 árum, þá háöldruð. Á örfá-
um árum, héfur nú með láti Vil-
borgar, móðir ásamt þrem börnum
sínum af sex, kvatt þennan heim
og ekki er ár liðið síðan systir
hennar Margrét lézt eða 25. sept-
ember á sl. ári og elzti bróðurinn
Kristján 7 árum áður. Af þessari
8 manna fjölskyldu, sem þó á
stundum var stærri, eru nú þrjú
systkyni eftir lifandi.
„Maðurinn ‘með ljáinn“ greiðir
oft þung högg og stór og getur
einnig látið skammt líða þeirra í
milli.
Sjálf hvarf Vilborg ekki reynslu
laus í þessum efnum, úr okkar
jarðnesku tilveru. Tvo syni eign-
aðist hún, en báðir voru burt
kvaddir í æsku. Guðni sonur henn
ar lézt á öðru ári, árið 1934 og
Kristinn lézt árið 1945 rúmlega
16 ára gamall, eftir erfitt og langt
dauðastríð, sem krafðist umfram
allt kjarkmikillar og umhyggju-
samrar móður, en þar sem annars
staðar komu hinir, góðu eiginleik-
ar Vilborgar í ljós og syni sínum
fylgdi hún með ljúfri móðurh'endi
að landamærum lífs og dauða, —
landamærin sem hún sjálf hefur
nú stigið yfir. — Varð meira kraf-
izt?
Vilborg átti þrátt fyrir þessa
miklu og sáru lífsreynslu, sínar
gleði- og ánægjustundir. Hún fór
í vina- og kunningjahópi ekki dult
með hver hennar mesta hamingju
étund var, en það var 8. október
11927 þegar hún gekk að eiga eft-
irlifandi eiginmann sinn, Þórð
Kristinsson sjómann, sem ávallt
stóð við hlið hennar á hverju sem
gekk, sem hinn trúi og sanni lífs-
förunautur, jafnt á sorgar og
reynslustundunum, sem í glaðværð
á vinafundum. Ljósasti vottur um
hið einlæga samstarf þeirra hjóna,
var heimili þeirra, sem öllum bauð
til sín af rausn og myndarskap, en
þeirri hlýju og innileik, þar sem
óþarft er að segja „verið velkom-
in“. — Heimilið talaði það sjálft
og framhjá þvi komst enginn, sem
þar kom til lengri eða skemmri
dvalar.
Vilborg kvað aldrei hálfkveðnar
vísur. Hún var hispurslaus í fram-
komu og krafðist þess að þeir sem
hún umgekkst, væru það einnig.
VILBORG GUÐNADOTTIR
— Hún fór ekki dult með sínar
skoðanir og vildi að aðrir gerðu
það einnig því á þann hátt éinah
gæti verið „hreint borð“ manna í
milli, sjálf vildi hún vita annarra
skoðanir, þótt hún gæti ekki ávallt
orðið þeim sammála. — Þessir eig-
inleikar hennar, munu hvað mest
hafa stuðlað að því, að hún varð
einn af stofnendum Verkakvenna
félags Keflavíkur og var kjörin í
fyrstu stjórn þess, og hafði æ síð-
an mikil afskipti af öllu starfi fél-
agsins. — Allt félagsstarf og þá
ekki sízt í verkalýðsélagi, krefst
fórnfýsi og óeigingirni, jafnframt
því að menn séu við því búnir að
slík störf séu ekki metin að verð-
leikum af samtíðarmönnum. Við
Viiborg ræddum þessa hlið mál-
anna eitt sinn, en niðurstaða henn
ar gefur ókunnugum nokkra inn-
sýn í skoðanir þess fólks, sem vinn
ur fyrir aðra og krefst einskis.
,,Mér liggur í léttu rúmi hvað aðr
ir segja, meðan ég er örugg um
að styðja réttan málstað", sagði
hún. — Félagshyggja hennar var
fyrst og fremst mettuð, hlýhug til
starfssystra og starfsbræðra og
trúnni á að samstillt átök væru
árangursríkari og stuðluðu að
jafnari aðstöðu fólks, til sjálf-
sagðra mannréttinda — mannsæm-
andi lífskjara öllum til handa.
í hlnu daglega starfi, - allt frá
matreiðslunni og heimilisstörfun
um til fiskverkunarstarfanna, undi
Vilborg sér vel og reyndist þar í
senn afkastamikil og vandvirk svo
að hún var eftirsótt í öll þau störf
enda dró hún hvergi af sér. Hvort
sem hún vann beint í þágu heim-
ilsins eða starfssystra sinna á fél
agsmálasviðinu hirti hún ekki um
tíma né stund, — að ná tilsettu
marki.
Vilborg var trúuð kona, þótt
hún bæri það ekki á torg og full-
viss var hún um að okkar biði ann
ar betri og bjartari heimur að lok
inni jarðvist. — Heimkoma henn-
ar hefur því orðið sæl með hvíld
frá illkynjuðum sjúkdómi í faðm
sona og áður genginna ástvina.
. Kæra frænka, — leiðir .okkar
skiljast nú um sinn. Ég þakka þér
allt frá æskuárum mínum til
hinztu stundar þinnar. Heimili
mi.t, kona og börn sakna vinar í
stað og um þig eigum við öll að-
eins bjartar og góðar endurminn-
ingar — við færum þér hinztu
kveðju með innilegu þakklæti fyr
ir allt og allt og biðjum þér vernd
ar guðs.
Skyldmenni vinir og kunningj-
ar senda eftirlifandi eiginmanni
Vilborgar, Þórði Kristinssyni inni
legust'u samúðarkveðjur í hans
djúpu sorg, með von um að hinar
ljúfu og góðu endurminningar um
góða eiginkonu megi styðja hann
og styrkja á erfiðleikastund.
Eggert G. Þorsteinsson.
sð
■&$SI
, • • •.
\ -
£
</>
I
n
I
00®
eX*
S
m
eftir helgi?
Reykjavík, 15. júlí. — GO.
VON er á skattskránni upp úr
helginni að því er skattstjórinn
i Reykjavík tjáffi fréttamanni
bláffsins í dag. Mega menn því
fara aff setja í herffarnar og búa
sig undir aff taka skellinum þegar
þar aff kemur, en kannski verffur
þaff ekki fyrr en um mánaffamót.
Viff reyndum aff fá upplýsingar
um hæstu skattgreiffendur aff
þessu sinni, en þaff reyndist ó-
kleift, því aff skýrsluvélar ríkis-
ins sjá um útreikninga á skött-
unum og eru í rauninni ekki komn
ar þaff langt aff hægt sé aff segja
til um þaff ákveffiff.
Að þessu sinni, eins og í fyrra
sjá skýrsluvélamar um skattaút-
reikning fyrir allt landið, en
höfðu áður séð um hann fyrir
Reykjavík eina. Er af þessu ó-
metanlegur vinnu- og tímasparn-
aður. Vélarnar eru af IBM gerð
EKKI LAGT Á
TRYGGINGABÆT-
UR Á ÍSAFIRÐI
ísafirði, 12. júlí.
NIÐURJÖFNUN útsvara cr ný-
lokið á ísafirði. Samkvæmt fjár-
hagsáætlun bæjarsjóðs átti að
jafna niður kr. 10.247,000,00. Þeg
ar lokið var niðurjöfnuninni sam-
kvæmt lögboðnum útsvarsstiga
•reyndist útsvarsupphæðin rúmar
13 milljónir, eða kr. 2.878,650,00
hærri en áætluð útsvör.
Notuð var til fulls heimild út-
svarslaga um 10% álag vegna
vanhalda, og urðu því álögð út-
svör kr. 11.271,000,00, þannig, að
Útsvörin á ísafirði voru lækkuð
um 14% frá lögboðnum útsvars-
stlga.
Auk lögboðins frádráttar á tekj
um' var ekki heldur lagt útsvar
á cllilaun, barnalífeyri eða aðrar
bætur Almannatrygginga. Ekki
var heldur lagt útsvar á 25% af
launum kvcnna, giftra, einnig var
öllum á aldrinum 67-70 ára að-
eins gert að greiða helming út-
svars og öllum 70 ára og eldri
fjórða hluta útsvarsins.
og munu nú vera að úreitast, er»
í haust eiga skýrsluvéiar von >
hýrri og fullkomnari tækjum. —■
Verður vonandi að þenn enr.bá.
meiri sparnaður en nuveracd#
vélum.
Skýrsluvélar hófu skattreikn-
ingana í febrúar í vetur eftir aðf
manntalið hafði verið samræmir
og hver skattgreiðandi skráður
þar sem hann var til'heímilis 1.
desember í fyrra, en útreíkning--
arnir fyrir Reykjavik eina hófusfc-
ekki fyrr en rétt fyrír síðustut
mánaðamót.
Dani tekur við
stjóm Eimskip í
Kaupmannahöfn
HINN 11. þ. m. tók Svend
po Petersen við starfi skrifstofur
stjóra hjá Eimskipafélagi íslandð
í Kaupmannahöfn. Hams hefar
starfaff á skrifstofu félagsíns þar
frá ársbytjun 1927 effa í rúmlega
37 ár og reynzt hinn iraustastft
starfsmaffur.
Ásberg Sigurðsson sem nú læt-
ur af starfi skrifstofustjóra hef-
ur svo sem kunnugt er verið skip-
aður sýslumaður Barðstrendinga
frá 1. ágúst að telja.
(Frétt frá Eimskipafélagi íslands).
opnar 18. júlí
Upplýsingar og pantanir á ferðaskrifstofunum
INGUR - HLÍÐARVATNI
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. júlí 1964 Jg