Alþýðublaðið - 17.07.1964, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 17.07.1964, Qupperneq 7
MWMHE—^M—WBí'tiH HWWWBIIIIIII llllll IIII' l"illl'll Willll I llllll IIHIIMII' II rir’Tll'HHWBWIMwiwaWBwSBtSBy HEIMTUÐU KRÆSINGAR, EN ÁTU MEGRUNARLYF Reykjavík, 16., júlí, HKG. Meruij leita oft langt yfir skammt. — Þeir lá'a sig dreymá um ævintýri hinum megin við LÍSBET ÞORÐARDOTTIR úthafið en veita ekki athygli því, sem gerist handan við bæj- arlækinn. Blaðamenn endasendast út um hvippinn og hvappinn í leit að ævintýrum, — en oft mættu |>eir minnast þessa: „Maður líttu þér nær!“ Á flokkí^krifstofu Alþýðu- fiokksins við enda gangsins sit xu- ung stúlka, sem var heilt ár matráðskona á stórum herra garði í Suður-Svíþjóð, þar sem hei’ir að Skáni. Við spurðum s úikuna, sem heitir Lísbet Bergsveinsdóttir og er nýorð- in 22 ára, hvort hún vildi ekki segja okkur frá dvöl sinni þar. Hún dróst á það eftir nokkurt þóf. Þegar Lísbet var 18 ára fór hún á húsmæðraskóla á Lauga landi í Eyjafirði og dvaldist þar veturlangt við nám í ýmiss konar kvenlegum fræðum bæði til munns og handa. Sumarið eftir vann hún í Reykjavík, — en um haustið rakst hún á auglýsingu í 'Morj[;unblaðinu, sem síðan leiddi til þess, að hún réðist sem matráðskona á sænskan herragarð, en vin- kona hennar réðist sem stofu stúlka á sama s'að. Þær sigldu síðan stöllurnar, eða réttara sagt flugu til Kaupmannahafn- ar, — en þar tók herragarðsfrú in á móti þeim og þaðan ók hersingin alla leið suður á Skán. — Ég hefði aldrei Iagt út í þe ta, ef ég hefði vitað, hvern- ig þetta var, segir Lísbet um leið og hún hlær og bætir því við, að hjónin hafi þó verið á- gæt. Én það er annað en leik- ur, að vera allt í einu orðin á- byrg fyrir mat á heilum herra- garði, hjá fólki, sem ekki veit aura sinna tal, heimtar fyrs a fiokks mat, blóm og postulíns- styttur á borðið, — þó svo að það nærist að mestu á megrun- arpillum eftir all! saman. Hjónin voru bæði á bezta aldri, — hann á milli fertugs og fimmtugs en hún tíu árum yngri. Þau áttu tvö börn, 3 og 11 ára og þar að auki 5 ára kjördóttur, sem orð lék á að væri af !ignum ættum, — jafn vel með prinsessubióð í æðum. En frúin sleit sér ekki út við að hirða um börnin, — til þess hafði hún barnapíu, — enda var nóg að gera við að sækja ýmiss konar nefndaríuufli góð- gerðarfélaga, fara í ferðalög, halda veizlur og fara í veízlur. — Þegar veizla var á herra- garðinum, þurfti Lishet fekki að hugsa fyrir matnUiU, — þá var fengin matreiðslukona, •sern var alvön við að kokKa of- an í kónginn. En veizíurnar þarna á herra- garðinum voru hver annarri giæsilegri. Þá komu gestirnir samkvæmisklæddir og eit.ir að Framh. á 13. síðu. r’ Jordberga Slott á Skáni. A efri myndinni sést framhlið hallarinnar. ..........................................................íiiiiiiiíiiiiiibiiiiiii'iíimmiiiiiiiiiiiim^^ HIÐ ÍSLENZKA NÁnORUFRÆÐIFÉLAG 75 ARA Vorið 1887 var stofnað „íslenzkt náttúrufræðifélag“ meðal íslend- inga í Kaupmannahöfn í þeim til- gangi „að koma upp sem full- kommustu náttúrugripasafni á Xs- landi, er sje eign þess og geymt í Reykjavík“. Hugmyndina að stofnun þessa félags átti Björn Bjarnarson, síðar sýslumaður í Dalasýslu. Hann færði þessa hug- mynd i tal við Stefán Stefánsson, síðar skólameistara á Akureyri, og tóku þeir saman höndum um að hrinda henni í framkvæmd. Á fundi hinn 7. maí var það félag stofnað og kosin stjórn, en hana skipuðu Björn Bjarnarson, Stefán Stefánsson, Móritz Halldórsson Friðriksson, Ólafur Davíðsson og Bertel E. Ó. Þorleifsson. Viku seinna var haldinn framhaldsaðal- fundur og félaginú sett lög. Þaö var svo fljótlega hafizt handa um framkvæmdir og keypt nokkuð af náttúrugripum, sem Stefán Stef- ánsson varðveitti fyrir félagið, þangað til hann fór heim alfarinn seinni hluta sumars sama ár. Björn Bjamarson fór líka alfarinn til íslands þetta sumar og var engin furða þó dofnaði mjög yfir starfsemi hins nýstofnaða félags við að missa báða frumstofnend- ur sína frá störfum strax á fyrsta ári. Á viðaukaákvörðun við lög fél- agsins var það ákvæði, að þegar félagsmönnum heima á íslandi fjölgaði og þeir yrðu orðnir eins margir í Reykjavík og í Höfn, þá skyldi kjósa stjórn í Reykjavík og hún taka við störfum Hafnarstjóm arinnar. Stjórnin skrifaði því þeim Benedikt Gröndal og Þorvaldi Thoroddsen vorið 1887 og skoraði á þá að koma upp náttúrufræðifé- lagi í Reykjavík, en ekkert varð úr því þá. Það var ekki fyrr en tveimur árum seinna, sumarið 1889, að hreyfing komst á málið hér heima og þá fyrir atbcina Stcf áns- Stefánssonar. Á stofnfundi kennarafélags í Reykjavík, vakti Stefán máls á að stofna hér nátt- úrufræðifélag og fékk það góðar undirtektir. Stefán fékk í lið með sér þá Benedikt Gröndal, Þorvald Thoroddsen, Björn Jensson og J. Jónasson og skrifuðu þeir bréf' um stofnun slíks félags og létu ganga til undirskrifta meðal bæj- arbúa. Undir það skrifuðu 80 manns og þriðjudaginn 16. júlí 1889 var félagið stofnað í Ieikfim- ishúsi barnaskólans. í stjóm voru kosnir aðalstofnendur fimm oð skiptu þeir þannig með sér verk- um, að Benedikt Gröndal var for- maður Jónassen gjaldk. og Björn Jensson ritari, en þeir Stefán Stef • ánsson og Þorvaldur Thoroddsen voru einskonar meðstjórnendur. Á stofnfundinum voru félaginu sett lög og voru þau í öllum aðal- atriðum samhljóða lögum Hafnar* félagsins, sem var svo lagt niður* síðla þetta sama sumar og nátft úrugripir þess sendir hjnu nýstofn. aða Reykjavíkurfélagi og n;Ci* þeir þannig fyrstu gripir þess. Framan af beindu: t störf félagí* Framh. á 13. síðu. Eyþór Einarsson, Þorvaldur Thoroddsen, Benedikt Bröndal. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. júli 1964 y

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.