Alþýðublaðið - 16.08.1964, Side 7

Alþýðublaðið - 16.08.1964, Side 7
r^tiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiimnmimri i riiiiiiiimmmmmmimiiiimmimmmmimmimmmmmmmmmimmimiimimmmmmmmmmitMMmMUiiituaiviiHiMii Ritstjóri: ÁLFHEISUR BJARNADÓTTIR ÞAÐ TEKUR AÐEINS ANDARTAK Að setja skóleista í skóna og bursta þá, áður en þeir eru settir á sinn stað. Að þvo greiður og bursta um leið og hárið er þvegið. Að hrista nælonundirfötin þegar búið er að þvo þau, áður en þau eru hengd til þerris. Að taka alla óþarfa hluti úr vösunum. Að strjúka.alla hálsklúta sam timis. Að skola nælonsokka úr volgu vatni á hverju kvöldi, og þvo þá úr mildu sápuvatni einu sinni í viku. ÞEKKIÐ ÞER MIG? Frú Sonja sat í biðstofu tannlæknisínis og blaðaði á- hugalaust í gömlu myndablaði. Af og til stalst hún til að skotra augunum til unga mannsins sem sat við hliðina á henni. Rétt áðan hafði hann tekið upp blað sem hún hafði misst á gólfið. Og nú sat hann og horfði á hana. Þess háttar finna konur alltaf á sér. Klukkan var fimm. Biðstof- an tæmdist hægt og hægt og að lokum voru frú Sonja og ungi maðurinn ein eftir. Hún laun- aði honum aðdáunar augnaráð hans með litlu brosi, og sagði: „Það er ekki ánægjulegt að fara til tannlæknis. Þegar mað ur hefur safnað kjarki, verður maður að bíða svo skiptir klukkutimum. Já gaman er það ekki, svarar ungi maðurinn. Þér'hafið þá ákveðið að láta draga úr yður vísdómstönnina?* Frú Sonja leit undrandi á hann. Svo sagði hún: — Ég hef aldrei séð yður fyrr.. Þekkið þér mig? — Þekki og þekki ekki. sagði ungi maðurinn. — Ég veit heilmikið um yður. — Nú gerið þig mig forvitna sagði frú Sonja. Þér verðið að segja mér það sem þér vitið. — Sjálfsagt, fyrst þér óskið þess. Má ég byrja á að segja að maðurinn yðar er skrifstofu stjóri og hefur verið slæmur af gigt undanfarið. Systir hans hefur líka fengið þennan kvilla en er nú betri. Hún á tvær smástelpur sem eru að byrja í balletskóla. — O, þér þekkið mágkonu mína, sagði frú Sonja. —Ég hef ekki þá ánægju, sagði ungi maðurinn, og hélt áfram. Þér eruð vinkona fru Krag. Og fóruð síðastliðið sum ar með henni til Feneyja. Hún tekur inn allar mögulegar pill ur til að megra sig, en getur svo ekki staðizt freistinguna að borða kökur og súkkulaði. Hún elskar gul föt, þó gulur litur klæði hana hræðilega. íbúðin hennar líkist fornsölu, og hún verður móðguð ef hún tapar í bridge. — Hættið þér nú, sagði frú Sonja hlægjandi. Hvers vegna sögðuð þér ekki strax að þér þekktuð Elsu? — Ég þekki hana alls ekki, sagði ungi maðurinn, en ég veit meira. Þér eruð óánægð- ar með dragtina sem Andersen klæðskeri saumaði á yður. Pils. ið er of þröngt og jakkinn pok ar á bakinu. Vinnukonan er Framhald á síðu 10. Takið alltaf þétt í höndina á fólki, þegar þið heilsið og horf ið um leið í augu þess. Þegar þið eigið að kynna fólk hvað fyrir öðru á alltaf fyrst að kynna þann sem er þýðingar minni fyrir þeim sem er þýð- ingarmeiri. Dæmi: Það á að kynna roskna konu og unga stúlku þannig að nafn ungu stúlkunnar er nefnt fyrst. Eigi að kynna karl og konu hvort fyrir öðru er nafn karlmanns- ins nefnt fyrst'. Karlmaðurinn á aíltaf að gahga á ’ undan inn í veitingahús til að finna borð. Það er jafnmikil ókurteisi að benda á fólk eins óg að snúa sér við á eftir því á götunni. Biðjið aldrei vini ykkar að lána ykkur bækur eða sjálfblekunga því að það er ekki hægt að segja nei við slíku þótt mann langi til þess. Ekki er nauðsynlegt að taka af sér hanzkana, þegar kona tek- ur í höndina á fólki. (Karlmenn eiga aftur á móti að gera það). Standið alltaf upp fyrir roskn um konum og körlum sem ekki hafa sæti. Setjizt aldrei niður fyrr en hús móðirin hefur gefið ykkur merki um það eða fengið sér sæti sjálf, og byrjið ekki að borða fyrr en húsmóðiriri byrj ar. Munið að öskubakkarnir eru til þess að nota þá. Þetta er ekki allt hugsað sem þess að kurteisi og háttvís áminningar, heldur sagt vegna framkoma hafa alltaf góð áhirf. ÚRE Ofurlítið um háttvísi Vatn er bezta fegrunarlyí ð og um leið það ódýrasta þó þ 3 sé aldrei auglýst með risasté :- um auglýsingum af þeirri ein földu ástæðu að vatnsveiturn ar hafa engan áhuga á því ,<ð meira sé notað af vatni en á- stæða er til. Engu að síður er vatn-kr.it eða heitt-bezta fegrunarlyf ð, vegna þess að það hreinsar og hressir líkamann. Rigningar- vatnið hefur líka undursamleg áhrif á hörundið hvort sem maður, án alls andlitsfarða gengur um í hellirigningu og lætur dropana dansa á höru id inu, eða því er safnað saman í ker á svölunum eða tekið úr þakrennunum og notað til að þvo andlit og hár. Hörunaið verður mjúkt og slétt, og hár- ið ótrúlega létt og gljáandi. Það er reglulegt yngingarlyf fyrir hvort tveggja. Áður fyrr voru salathöfuð soðin í ri£a- ingarvatni og seyðið notað cil að þvo sér úr. Þetta ráð er tun í sínu gildi. Það gefur höruud- inu silkislikju og inniheldur nærandi efni. Auk hinna mörgu baðsalta og smyrsla sem hægt er að kaupa í búðum er ýmislegt í eldhús- skápnum sem hægt er að ncta til að mýkja með baðvatnið. Til dæmis: í eitt kg. af grófu matarsalti er blandað 1 msk. af furunálaolíu. Af þessu rná nota allan skammtinn, helm- inginn eða bara nokkra ló.a. Undir öllum kringumstæðum er þétta gott og hréssandi bað. Nokkrar matskeiðar af salm íaki hafa hreinsandi og mýkj- andi áhrif. Nokkrar matskelð- ar af natroni eru ekki einungis mýkjandi heldur hafa þær yi.jj andi áhrif á hörundið. Ya-Yz kg. kartöflumjöl hra t út í köldu vatni áður en það r sett í baðið, gerir hörundið o- trúlega mjúkt og slétt. Afurðir náttúrunnar hafa verið notaðar til fegrunar löngu fyrir okkar daga. Á sið- ari árum hefur nútíma fegr- unarlyfja iðnaður tekið þær í notkun, hörundinu til mikíls gagns. En því ber ekki að neita að ferskir ávextir og grænmcti hafa betri áhrif en gamlir. Þess vegna ber manni allt árið að nota það sem til er í búri og jurtagarði. Blóðberg sem andlitsvatn. Gegn feitri húð: 1-2 knippi a£ blóðbergi soðin í V4.-V1 lítra vatns í um það bil 10 mín. Safi úr hvítkáli er eitt alira bezta lyfið til að fá granni mitti. Úr 200 gr. af hvítkáli, fást 100 gr. af safa. Kálið er: Framháld á síðu 13. 'tiuiiiiuimiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMuiiiiniiiiiimiiiiiiiiiniiiiiuimiumuiiiufimHiiniitMiiiiiiiiiiiiiiiimiiiitiuuiiuuiii 'iuiiuiiuiiiii tmiHiiiiiimmii ALÞVÐUBLAÐIÐ — 16. ágúst 1964 7

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.