Alþýðublaðið - 16.08.1964, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 16.08.1964, Qupperneq 16
Afkomandi hákarlafor- manns á tappatogara Reykjavík, 15. ágúst . GO AFLASKIPIÐ mikla Sigurður Bjarnason frá Akureyri er einn af hinum þekktu „tappatogur* um“, sem mikið voru umtalaðir í eina tíð. Þegar Sigurður Bjarnason kom til landsins árið 1958, var ungur skipstjóri á Akraborg- inni EA, Tryggvi Gunnarsson að nafni. Hann þótti efnilegur maður, bæði sem sjómaður og fiskimaður og var fenginn til að taka hið nýja skip. Hann lét fordómana ekki hrína á sér og gerðist skipstjóri á „tappatog- ara”. Síðan hefur hann verið með skipið á allskonar fiskiríi og sjaldan komið slyppur í höfn. Nú á síðustu LÍÚ skýrslu var -Sigurður Bjarnason 4. skip, næst á undan þeim fræga Sig- urpáli með Eggert Gíslason við asdikkið. og fór 6 árum seinna í stýri- mannaskólann, þar sem hann lauk ágætu prófi á 1 ári. Hann varð fyrst skipstjóri á m. s. Stjörnunni RE-3 og var með liana í 2 ár, þá tók hann við Akraborginni, sem sumum finnst einhver persónumesta Framhald á 13. síðu iWwmwwwwmMMwvMmwmww»TOWWMWwvw Tryggvi fæddist að Brettings- stöðum á Flateyjardal 24. júlí 1927 og er því 37 ára núna. Hann hóf sjómennsku árið 1944 IH££ÍH1> Sunnudagur 16. ágúst 1964 TUNNURA NESKAUPSTAÐ Neskaupstað, 15. ág. - GÁ - GO HEILDARSÖLTUN á Neskaupstað er nú orðin 28100 uppsaltaöar tunnur. Bræðslan er búin að taka á móti rúmum 200.000 málum. — Söltunin skiptist þannig á milli 5 stöðva: Drífa 7500 tn. Sæsilfur 7300 tn. Máni 7100 tn. Ás 5500 tn. Nípa 700 tunnur. x Um 3000 tunnur liafa borizt í dag, en sæmilegt hefur verið að gera undanfarið. Nú er komin bræla á miðunum og ekki lengur veiði- veður. Bátaroir eru smám saman að línast inn í var. Má því búast við landlegu. IVSeð fullfermi 5 túra í röð Reykjavík, 15. ágúst GO. TOGARINN Hvalfell kom í gær til Reykjavíkur með fullfermi í 5. skipti í röð og er þá búinn að leggja á land 15-1600 tonn af fiski síðan liann kom úr flokkun- arviðgerð í Noregi í vor. Hann mun nú vera langhæstur af gömlu togurunum hvað aflamagn snert- ir. Skipstjórinn, Guðbjörn Jensson var ekki með skipið þennan túr, heldur Jóhann Sigurgeirsson stýri maður. Túrinn var á A-Grænland Guðbjörn Jensson og tók ekki nema 15 daga. Miðin eru kölluð Jónsmið og voru fræg uppúr 1950, þegar togararnir mok uðu þar upp karfanum með ævin týralegum afköstum. Þessi bleyða virðist því vera að rakna við aftur. Miðin liggja suðaustur af Angmas alik. Guðbjörn Jensson sagði í ör- stuttu spjalli við blaðið, að fiski- ríið hafi gengið mjög vel síðan skipið kom úr viðgerðinni, Allt hafi verið í ríijög góðu lagl um borð og samvinna áhafnar eins og bezt verður á kosið. Ekki vildi hann segja hvernig stæði á þess- ari fiskisæld, en bar við stuðinu fræga. „Þetta er bara svona“ sagði hann. „Maður setur í þetta svona öðru livoru og ekkert við því að gera. Svo getur maður dott ið niður og stuðið komið yfir ein- livern annan. Það er bara verst hvað skipið er lítið. Þessa fjóra túra sem ég er búinn að koma með það fullt í sumar, hef ég verið með 20-30 tonn á dekki, en hánn tekur ekki nema 250-260 tonn í lest. Við erum þó líklega hæstir af gömlu togurunum, en aðstaðan á þeim er ekki sambærileg við skip eins og t.d. Sigurð, sem tekur miklu meira og er fljótari í jför- um. Þessi árangur okkar en tal- andi dæmi um hvað gömlu tógar- arair gætu ef þeir fengju t. d ný og fullkomin tæki og leitarskrp til að þjónusta þá á miðunum. „Ég er á móti því að Ieggja toga^aút- gerðina niður“, sagði þessi ágæti aflamaður að lokum. Telja sér fært að skýra útdauða norrænna á Grænl. Eftirfarandi grein um „Þjóð- hildarkirkju á Grænlandi bir'.ist í Berlingske Aftenavis, þriðjudag- inn 4 ágúst sl. „Kristnitakan, landnám Græn- lands og fundur Ameríku sézt í hnotskurn irfnan torfgarðsins. Lcifar fyrstu grænlenzku kirkj- unnar í Brattahlíð bera vitni um þessa miklu sögulegu atburði. Nú er aftur byrjað að grafa í Brattahlíð, og af því tilefni hefst nýtt hefú fornleifafræðiritsins „Skalk“ á langri grein um „Þjóð- hildarkirkju“ eftir Knud Krogh og J. Balslev Jörgensen. — Sá uppgröftur, sem nú er að hefjast á ný, krefst mjög mikillar aðgæzlu og nákvæmni, segja grein arhöfundar. Má ekkert gera, sem ■spillt getur fyrir því, að jafnmikil vitneska fáist mcð hjálp þessara fornminja og unnt er. Hinn ofboðs legi trúboðsákafi Ölafs Tryggva- sonar skildi ekki eftir sig djúp spor, og í Noregi hafa ekki fund- izt leifar neinna kirkna, sem hægt er að eigna honum. En yzt í Norð ur-Atlantshafi er lágur hóll, sem minnir á konunginn, sem sagt var um, að hefði knúið Norðmenn til kristni með hervaldi. Framhald á 13 siðu Hamborgarhöfn sendir j Reykjavíkurhöfn gjöf Reykjavík 15. ágúst — KG. Á ÞESSU ÁRI er höfnin í Hamborg 775 ára og í því til- hefni liefur liafnarstjórnin þar sent ýmsum höfnum víða um lieim skjöld í tilefni afmælisins. Meðal þeirra hafna, sem fengu skjöld sendan var Reykjavíkurhöfn og var hann afhentur um borð í Trölláfossi í dag. Hafði hafnarstjórnin í Ham- borg falið Guðráði Sigurðssyni, skipstjóra á Tröllafossi að flytja skjöldinn heim og af- henda hann, en Guðráður hefur starfað. hjá Eimskipafélaginu síðan 1930 og fram að stríðs- byrjun sigldi hann til Hamborg ar í þriggja vikna fresti. Hafnarstjóri Reykjavíkur- hafnar Valgeir Björnsson veitti gjöfinni móttöku. ww%wwww%wwwwwwwvwwwwwwww

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.