Alþýðublaðið - 04.09.1964, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 04.09.1964, Qupperneq 4
Stanzið heiminn! ^ ALLIR amerískir bílaframleiðendur greina frá metsölu í ár, — en samt sem áður ganga viðskiptin ekki nógu vel. Það eru ennþá 1.250,000 ,seldir bilar þar vestra, og nýju ár- gerðimar koma á markaðinn í september. FORSTJÓRI ríkisfyrirtækis í Belgrad neitar að hlýða skipun stjórnarinnar um að ráða kvenfólk til starfa við fyrirtækið. — Karlmenn vilja ekki vinna með ljótum konum, — og þeim verður ekkert úr verki eigi þeira að vinna með fallegum konum, segir hann. HAGUR allra versnar, — hagur engra batnar, sagði Johnson Bandaríkjaforseti, nýlega í ræðu, — ef ábyrgir borgarar sitja og halda að sér höndum, á meðan stjórnarvöldin berjast fyrir betri lífskjörum — eins og þeir væru að horfa á íþróttakeppni! ^ ÞAíi er ekki ofsögum sagt af klúbbalífinu í London. Nú hefur Jcvennal lúbbur verið stofnaður, — sem þegar hefur vakið mikla at- hygli. Klúbburinn hefur aðsetur skammt frá hinu stóra Wadsworth- fangelsi-. Þa'<‘ skilyrði er sett fyrir inntöku í klúbbinn, að konumar séu giftar n.önnum, sem eru að afplána sekt sina í fangelsi. Þótt aðeins sé vika liðin frá stofnun klúbbsins, — eru meðlimimir þegar komnir yfir 10C. Á íundunum fara fram umræður um ýmis konar vandamál þess- ara kvcnna, — fyrst og fremst fjárhagsleg, — tedrykkjan er auð- vitað nikilvægur liður í samkomuhaldinu og móttaka manna, sem eitthvaC eiga undir sér, — og geta því útvegað mönnum kvennanna vinnu, þegar þeir losna úr fangelsinu. GATIAN væri að vita, hvort Salote drottning hafi haft einhvern fulltrúa sinn á uppboðinu, sem nýlega var haldið á Suva á Fiji- eyjúnum. Þar var nefnilega selt mikið af hinum svonefndu: „Mannætugöffl- um“, — sem íbúar eyjarinnar notuðu eitt sinn í veizlur, því að lögin mæltu ;vo fyrir, að ólöglegt væri, að snerta mannakjöt með berum höndurr. við veizluborð. FRÚ Jóreiður vildi endilega komast í sumarfrí eitthvað út í lönd, svo að íún sagði við manninn sinn: — Ástin mín, — ég get ekki hugsað mér neitt yndislegra en að liggja á hvítum, hlýjum sandi, horfa upp í bláan himininn og hugsa uni þig. — Ástin mín, sagði hann. Ég hef ekki ráð á því í ár. Þú verður að láta þér nægja að vera hjá mér og hugsa um hvítan sand og bláan himin. LYf DON B. Johnson, Bandaríkjaforseti, hefur ákaflega gaman af að dan a. Nýlega sat hann veizlu í London ásamt með McNamara, varnarr lálaróðherra og öðru stórmenni. Varnarmálaráðherrann og for- setinn átu löngum á tali og ræddu hin margvíslegu vandamál, sem steðja ið Bandaríkjunum þessa dagana. Svo kom þó, að forsetinn stóð á ætur, gerði afsökun sína og sagði: — Kæri, McNamara. Viljið þér gera mér þann greiða að íhuga vandanálið með Vietnam einn um stund. — Mig langar til að fá að daúsa riæsta dans við konuna yðar. w. BRI TT Eklund, hin sænska eiginkona Peter Sellers, leikara, sagði nýlega í Madrid, að hún vildi óska þess, að barnið, sem hún á von á | jan íar, verði stúlka. ) — Vegna Peters, bætir hún við brosandi. — Því að karlmenn vijja a Itaf hafa sem mest af kvenfólki í kringum sig, — er það ekki sa ;t? t MAitGT gerist merkilegt í sambandi við kosningabaráttuna vestan haífs. E/erett MeKinley Dirken, leiðtogi republikanska minnihlutans 1 öldun gadeildinni og sem átti ekki svo lítinn þátt í því, að Barry G^ldwaær var útnefndur frambjóðandi flokksins til forsetakosning- anna, — hefur mikið dálæti á blómarækt og þá fyrst og fremst sér- stðku b ,ómi, sem ber gul blóm. Ný ega fékk hann skeyti frá blómaræktarmanni í Minneapolis, Sem er republikani eins og Dirksen: — Þegar ég frétti, að þér stydduð Goldwater, fór ég út í garð •g reíf upp öll gulú blómín mín. Dii ksen öldungadeildarþirigmaður svaraði um hæl: — Veslings; blómin. Innan tíðaf verður frumsýning á söngleiknum Stanzið heiminn, ég ætla að sjtökkva af! — í gler- salnum í TivQli í Kaupmannahöfn. Söngleikurinri hefur hvarvetna vakið athygli, þar sem hann hefur vérið sýndur. Leikstjóri í Kaup- mannahöfn er Niels-Jörgen Kais- er, og hann ér að sjálfsögðu önn- um kafinn við æfingar svo og all- ir þeir, sem taka þátt í leiknum. Söngleikurinn gerist á hringsviði, sem er umhverfis áhorfendasvæð- ið. Aldrei er skipt um svið og leikararnir breyta næsta lítið um gervi, þótt þeir leiki í 50 ára lífsstríði, — frá æsku til elli. — Lily Broberg er Evie og Buster Larsen (litla náungann) Þumal. Þau verða ástfangin á unga aldri. Áhorfendur fylgjast svo með lífi þeirra, lijónabandi, barneignum, ævina til elli. Sonja Bjarne og An ett Blichmann leika dætur þeirra tvær, ungu stúlkurnar sjö í kórn- uiri hafa nóg á sinni könnu, þvi að. þær leika strætisvagnafarþega, verksmiðjustúlkur, skrifstofu- stýlkur, borgarráð og enska þing- menn. Lily Broberg hefur einnig mörg hlutverk á hendi. Hún leik- ur ensku stúlkuna Evie, Ilse þá þýzku, Anyu þú rússnesku og amerísku næturklúbbsdansmeyna Ginnie, — en hún leikur öll.þessi hlutverk í sömu fötunum. Busten Larsen leikur Þumal í gervi trúðs. Hann er streberinn, er ekki telur tillit til neins, — en þegar viðburðirnir verða honum ofviða, hrópar hann, — Stanzið heim- inn, ég ætla að stökkva af; — en gleymir því 10 sekúndum seinna. Því að þá er hann með allan hug- ann við að koma sér áfram upp Myndin ér af Buster Larsen í á tindinn. hlutverki Þumals, Hundgá hrellir alla nágrannana DÓMSTÓLL í Ascot í Englandi I ekki á móti lögum né rétti að eiga hefur úrskurðað, að það stríði 160 hunda, sem gelta nótt sem . __________nýtan dag, svo að nágrannarnir hafa ekki svefnfrið né geta talað saman í eðlilegri tónhæð. Ná- grannarnir hófu mál á heridur hundaeigandanum og lýstu því yfir, að hundgáin væri orðin plága í nágrenninu. Fólk er hætt að koma í heimsókn, og liúseigend- urnir verða að halda að heiman með fjölskyldur sínar á helgum til þess að fá stundarró. Margir verða að taka taugaróandi töflur til þess að geta þolað þetta án þess að missa vitið. Ein húsmóðir lýsti því yfir, að hún fengi aldrei frið fyrir hundgánni nema á mánu dagsmorgnum, en þá lætur svo hátt í þvottavélinni hennar, að það yfirgnæfir allt annað. Hvað um það. Rétturinn úr- skurðaði, að ekkert í énskum lög- um bannaði liundahald, — svo að hundarnir geta gelt svo hátt og lengi sem þeim sýnist. ☆ ÖLLU getur nú fólkið fimdið upp á til þess að græða peninga. Herra Kenrierh Lessons, sem hefur stundað nám við Listahá- skóla bæði í Sheffield og London, hefur nú snúið sér að því að framleiða skartgripi, sem eru óneitanlega talsvert óvenju- legir. Hann gyllir ýmis konar grænmeti, svo sem gulrætur og lauka. Stúlkan hérna á myndinni, — sem ku vera vinsæl fyrir ein- hvers konar dægurlagasöng í Englandi, virðist vera á báðum áttum um það, hvort hún eigi að smakka á stássinu! —r Átta marins, sem komið er yfir 100 ára aldur, og hvorki reyk- ir • eða drekkur, lifir einangruðu lífi í 670 metra liæð í 'Hsunhua Sala-héraðinu í Chinghai-liéraðinu í norð-vestur Kíná, að því er fréttastofan Nýja Kína segir. Þarna eru fjórir karlmeftn og fjórar konur, — ein þeirrá er 106 ára. Öll vihna þau meira eða riiinna létt störf. Þau eru öll við góða heilsu og stálmirinug, þrátt fyrir háan aldur. 4 4. sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.