Alþýðublaðið - 20.09.1964, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 20.09.1964, Qupperneq 5
Þorgrímur Magnússon ln memoriam „Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng.” Þorgrímur Magnússon var fæddur hinn 12. desember 1905. Foreldrar hans voru.Þórunn Jak- Obsdóttir og Magnús Guðmunds- eon, Hellishólum í Fljótshlíð. Ólst hann upp hjá móð'urbróður sín- um, Sigurgeiri Jakobssyni, bónda á Deild í Fljótshlíð, — og festi við Fijótshlíðina ævilanga tryggð, enda var hún honum ávallt upþ- spretta fegurðar og fagnaðar. Tvítugur hleypti hann lieim- draganum, og liélt til Reykja- víkur og keyrði þá vörubíl i tvö ár, imz hann réðst til Bifreiðta- stöðvar Reykjavíkur 1. maí 1927. BSR var stofnuð 19.19 og er þyí ein elzta bifreiðastöð landsins. Ár- ið 1927 ráku þeir Egilí Vilhjálms- son og Jón Guðmundsson stöðina. Hún var þá til húsa í Áustur- etræti 22. Áttu þeir um 30 bif- reiðir, þar af 20 leigubifreiðir. Þeir höfðu áætlunarferðir í Hafn- arfjörð, til Vífilsstaða og í Fljóts- hlíðina. Þorgrímur keyrði á sumr- in í Fljótshlíðina, en á vetrum leigubifreið og áætlunarbifreið til Hafnarfjarðar. 5. nóvember 1929 stofnuðu níu bifreiðastjórar hlutafélag um rekstur stöðvarinnar og keyptu eignir hennar. Þorgrímur var fyrsti formaður félagsins og frá 1931 framkvæmdastjóri stöðvar- lnnar og jafnframt afgreiðslumað- ur, enda vel til forystu fallinn, frá- bær dugnaðar- og atorkumaður og ósérhlífinn til allra starfa. Á hann hlóðust f jölmörg trúnaðarstörf. Hann var t. d. fulltrúi stöðvarinn- ar í ýmsum vandasömum málum Og áttl sæti í skipulagsnefnd fólks flutninga með bifreiðum. Árið 1934 fékk stöðin sérleyfi á ýmsum • íeiðum og einbeitti sér þá að, á- ætlunarférðum fram til ársins 1947, auk margháttaðrar annarrar starfsenti. Hin síðari ár voru af- greiðsrustörf bifreiðarstöðvarinnar aðalverkefni hans til dauðadags. Hann var orðlagður fyrir lagni og lipurðv í hvívetna. Hann • lifði í starfi' 'sín'ú ög" hélgaði því -. alla starfskrafta sína, enda byggði haun upp stöðina með hjálp fórn- ,fúsra félaga sinna. 10. júlí 1943 kvæntist hann eft- irlifandi. konu sinni, Ingibjörgu Sveinsdóttur frá Hvítsstöðum í Áiffaneshreppi í Mýrasýslu og eignuð.ust- þáu fjóra syni. Með fjölskyldu sinni byggði hann upp i hamihgjuríkt- heimili, sem - harin 1 fyllti með gleði og góðvild, enda lifði hann fyrir heimili sitt, konu • óg börn. Árið 1947 varð Hann fyr- : ir því áfalli, að missa næst elzta soji sinn, og stúttu síðar fór hann sjálfur að kenna þess hjartasjúk- j'dóms, sem leiddi hann til dauða. ; Átti Þorgrímur síðan við langvar- | andi vanheilsu að stríða af völd- um hans, en naut ávallt frábærrar fórnfýsi eiginkonu sinnar, sem styrkti hann og studdi á allan hátt. Er andlát hans bar skyndilega að höndum sunnudaginn 13. þ m. var það öllum, sem Þorgrím þekktu, mikið áfall, en ekki hvað sízt ástkærri eiginkonu hans og. sonum þeirra. En það er huggun harmi gegn, að eiga minningar um fagurt mannlíf mótað ástúð og kærleika og eiga í vændum end- urfundi á landi lifenda bak við móðuna miklu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Vinur. Kennsla hefst mánudaginn 5. október. Samkvæmisdansar inýju- og gömlu dansarnir) og barnadansar. Flokkar fyrir. börn '4—12. ára), unglinga (13—16 ára) og fullorðna (einstaklinga og hjón). Byrjenda- og' franihaldsflokkar. Reykjavík: Innritun da’glega frá 2—7 í síma 1-01-18 og 3-35-09: Kennt verður i nýjum, glæsilegum húsakyunum skólans að Brautarholti 4. Kópavogur: .' ' Innritun dagjega frá 10 f. h. til 2 e. h. og 20—22 i síma 1-01-18. Hafnarfjörður: Innritun daglega frá 10 f.,h. tíl 2 e. h. og 20—22 í síma 1-01-18. - Keflavík: Innritun daglega frá 3—7 í-síma:2097. Nemendur þjálfaðir til að taka heimsmerkið í dansi. . Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar l TÓNSKÓLI TEK- UR TIL STARFA í tilefni af því að Tónskóli Sig- ursveins D. Kristinssanar er nú að hefja sitt fyrsta heila skólaár þykir forráðamönnum hans rétt að gera stutta grein fyrir helztu markmiðum hans. Það hefur lengi verið umhugsun arefni þeirra, sem áhuga hafa fyr- ir alþýðlegri tóniðkun að vöntun hefur ver.ð á kennslu og leiðbein- ingu til örfunar heimilistónlistar á þau hljóðfæri, sem flestir eiga auðveldan aðgang að. íslendingar eru í þessum efnum á eftir öðrum þjóðum, sem iðka tónlist í heimahúsum, þrátt fyrir útvarp og sjónvarp, með þeim hljóðfærakosti, sem tiltækur er hverju sinni. Á áratugunum eftir aldamótin var iðkuð mikil heimilistónlist í landinu, aðallega söngur og leik- ur á orgelharmoníum, en þessi heimilistónlist tilheyrir nú liðn- um tíma og í stað hennar hefur lítið komið annað en léttustu dæg- urlög. Tónlistarskólinn í Reykjavík' verður nú með hverju ári betTÍ menntastofnun fyrir það fólk, sem gerir tónlist að æfistarfi sínu, en ekki verður til þess ætlazt að hann haldi uppi kennslu á þau hljóð- færi, sem helst eru í almennaeign og lengst af voru til þess ætluð a3 iðka létta tónlist og til tómstunda- iðkunar, svo sem harmonika og gít ar. Tónskóli Sigursveins D. Krist- inssonar telur hins vegar kennsln og meðferð slíkra alþýðlegra hljóð færa sitt meginverkefni og mun leggja áherzlu á að kenna nem- endum sínum samleik á þessi hljóíf— færi í smærri og stærri hópum og glæða skilníng á gildi samleiksins. . því skini að glæða skilning á gild* almenns söngs, mun verða æfðuí Frambald á síðu 10. Sjóðir gamla fólksins í Svíþjóð SVÍAR ganga að kjörborði í dag eftir kosningabaráttu, sem var daufleg framanaf, en lifnaði síð- ijstu tíu daga. Kosningabomban ▼ar árás hægrimanna á hið nýja kerfi ellilauna, sem jafnaðarmenn hafa komið á, og þó sérstaklega sjóði þessai-a nýju trygginga. Gagnsókn Hægri flokksins var Studd af Industria, tímariti hinna voldugu, sænsku auðfélaga, og leyndi sér því ekki, að auðmagn- 10 hafði lagt til atlögu við jafn- aðarmenn og stjórn þeirra. Nú eru eænskir kapítalistar ekki svo gam- aldags, að vera á móti kaupmætti fólksins, ungra jafnt sem gamalla. Hér hlaut að vera eitthvað annað fi ferð en hækkun ellilauna fyrir gubba og gummur. Sænska þingið samþykkti 1959 hið nýja ellilaunakerfi eftir harð- vítug, pólitísk átök um árabil. Kom þá til skjalanna trygging, sem Sví- ar kalla ATP eða „den almenna tillöggspensjonen.” Það mætti út- leggja „hin almennu viðbótar- eftirJaun”, en hefur verið kallað hér á landi „lífeyrissjóður allra landsmanna” (LAL). ATP-kerfið tryggir öllum vinn- andi Svíum, sem hafa fasta at- vinnu, verðtryggð viðbótar-elli- laun, sem eiga með ellitryggingum. að veita 2/3 af tekjum viðkomandi manna 15 tekjuhæstu árin á ævi þeirra. Nú þegar er byrjað að greiða fyrstu launin samkvæmt kerfinu, en því eru annars ætluð 20 ár til að byggja upp fjárhag- inn. Er ætlazt til, að ATPP safni verulegum sjóðum til að tryggja afkomu sína, þegar tekjur fólks- ins hækka og meðalaldurinn hækk- ar. Sjóðir ATP eru þegar Orðnir sex milljarðar sænskra króna, og er þá komið að kjarna málsins. Sjóð- irnir vaxa ört og féð er að sjálf- sögðu lánað út. Þannig hefur rík- isvaldið á skömmum tíma komið sér upp eihni • fjársterkustu- út- lánastofnun landsins, og það þyk- ir Hægriflokknum og herrunum á bak við Industria hættuleg þró- un. Nú þegar hefur mikið fé verið lánað út. Hafa 42% lánanna verið til íbúðabygginga, 34% til atvinnu fyrirtækja, 14% til sveitarfélaga og 9% til ríkisins. Þessi starf- semi hefur aukið verulega áhrif rík isins á lánamarkað og fjárfest- ingu, en áhrif einkafjármagns á sömu sviðum hafa minnkað. Þess vegna ákvað Hægriflokkurinn að leggja til atlögu og xeyna áð eyði- leggja ATP. Var þetta gert á þann. lævísa hátt að leggja tií, að sjóðs- myndun kerfisins yrði mun minni en ætlað var og meira- greitt nú 'þegar til gamalmenna. Þannig átti að freista kjósendanna — fá þá til að eta sínar eigiri útsæðis- kartöflur. Foringi hægrimanna, Gunnar Hackseher, hefur , gert árásirnar, en ekki er ljóst, hver afstaða hinna andstöðuflokkanna . verður, sér- staklega Fólkflokksins undir for- ustu Bertil Ohlins. Hefur Ohlin verið hikandi í þessum málum, enda talið óhyggilegt að ráðast á Hfeyrissjóðinn. Samt er ekki talið ólíklegt, að samband sé milli flokk- anna, og þeir mundu fljótt koma sér saman, ef tækifæri gæfist. til að myhdá hægristjórn. Þessi deila hleypti fjöri í kosn- ingabaráttuna síðustu daga, þeg» ar leiðtogar flokkanna deildu sjónvarpi og öll þjóðin fylgötðl' • með. Verður fróðlegt að heyra ð morgun, hver úrslitin verða. Allt er þetta mál athyglisverl fyrir íslendinga. Hér á landi G» fjárskortur til framkvæmda ei- lífðarvandamál, og á það ekkþ- sízt við um íbúðabyggingar. Hve*- veit nema skipuleg myndun lif- eyrissjóðs, sem nálega öll þjóðii*- stæði að, gæti létt vanda bygg- ingamálanna? Lífeyrissjóðir njóta vinsælda vegna lánveitinga öUi*— frekar en þess lífeyris, sem þei» - eiga eftir að greiða. Væri ekkl ■ hægt að ná betri og skynsamlegrj - árangri á þessu sviði? Alþýðuflokkurinn telur, þetta sé eitt af stórmálum þjóft- arinnar í næstu framtíð. Emik- Jónsson hefur þegar falið Haraldk1 Guðmundssyni að leggja gruniK völl að LAL. Málið tekur sinn tíma, en við munurn hcyra meira um það á næstunni. Benedikt Grðndal skrifar um helgina ■^öSÍÆl zsÆáÉn* ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. sept. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.