Alþýðublaðið - 20.09.1964, Side 7
SkilEiingur og kynni eru
traust undirstaða
TJTGEFANDI:
SAMBAND
UNGRA
JAFNAÐARMANNA
k
Dagana 1.-10. júlí í sumar var
haldið í Strassburg þriðja nám-
skeiðið eða ráðstefnan fyrir ungt
fólk um ýmis Evrópumálefni á veg
*tm CENYC (Couneil of European
National Youth Committees), sem
er heildarsamband æskulýðssam-
banda í aðildarríkjum Evrópuráðs
ins, enda má CENYC vissulega
teljast ein af stofnunum þess.
Æskulýðssamband íslands er aðili
að CENYC, en SUJ er sem kunn-
Ugt er meðlimur ÆSÍ. Á námskeið
inu, sem haldið var í Strassburg
í júlí, var Hjörtur Pálsson, blaða- ■
maður, eini íslenzki þátttakandinn
og hefur því æskulýðssíðan beðið
hann að segja lesendum frá því í
stuttu máli.
— Þessi ráðstefna í Strassburg
var sú þriðja í röðinni, en til stóð,
að sú fjórða yrði haldin í haust.
Fjallaði hún í stórum dráttum um
samstarf Evrópuþjóða og þá fyrst
og fremst þeirra, sem aðild eiga
að Evrópuráðinu, vandamál þeirra
á ýmsum sviðum og fleira í því
sambandi. Var ráðstefnan undir-
búin af CENYC í samvinnu við
upplýsingaþjónustu sexveldanna
og haldin í aðalstöðvum Evrópu-
ráðsins í Strassburg. CENYS hef-
ur lengi haft hug á að gefa ungu
fólki úr aðildarríkjum sínum tæki
færi til að kynnast og skiptast á
skoðunum og fræðast um starf-
•semi og starfssvið Evrópuráðsins.
ekki sízt í þeim tilgangi, að vilji
og viðhorf yngri kynslóðarinnar
komi sem skýrast fram á hverjum
tíma og geti á þann hátt orðið,
virkara afl innan ráðsins og í sam
starfi þjóðanna, sem hlut eiga að
máli. í þessu skyni hefur CENYC
nú komið á fót sérstakri deild eða
stofnun, sem kalla mætti Æsku-
lýðsmiðstöð Evrópu, og var það
fyrst og fremst hún, sem hafði veg
og vanda af ráðstefnunni í sum-
ar, en framkvæmdastjóri hennar
er nú að kanna vilja þeirra, sem ,
hana sóttu, um framtíðarverkefni
og skipulag stofnunarinnar, sem
heita má ný af nálinni, og var þar
nokkuð um það rætt á hvað leggja
bæri áherzlu, og komu þá vitan-
lega fram ýmis sjónarmið. En hvað
sem ofan á verður, þykir mér ekki
ósennilegt, að ef haldin verða
lengri og margþættari kynningar
námskeið, þegar stofnunin tekur
til starfa fyrir alvöru, verði þeir,
rem þau sækja, manna hæfastir
tll að gegna ýmsum störfum á veg
um Evrópuráðsins eða hliðstæðra
stofnana, ekki sízt ef menntun
þéirra og áhugi á ýmiss konar al-
þjóðasamstarfi, sem sífellt færist
í vöxt, leggjast þar á eitt. —
— Hve margir þátttakendur
sóttu ráðstefnuna? —
— Mig minnir, að þeir væru 29,
flestir milli tvítugs og þrítugs.
Yoru þeir frá ýmsum æskulýðs-
félögum og samböndum, hver í
sínu heimalandi og úr ýmsum
starfsgreinum. Að því leyti var
hópurinn sundurleitur, en sam-
vinna öll og samkomulag með á-
gætum. Aðildarríki Evrópuráðsins
eru nú 17, en 12 þeirra áttu einn
eða fleiri fulltrúa hvert á ráðstcín
unni, og voru þeir frá Bret-
landi, Tyrklandi, Sviss, Svíþjóð,
Nöregi, Holllandi íslahdi Vestur-
Þýzkaiandi, Frakklandi, Kýpur og
Belgíu. —
— Hvernig fór . ráðstefnan
fram?
- Á hverjum degi voru ha'.dn-
ir fyrirlestrar, bæði fyrir og eftir
hádegi, og íjölluðu þeir um eitt-
hvert ákveðið málefni, sem var á
dagskrá. Voru þeir margir hinir
fróðlegustu, enda fluttu þá valdir
menn, hver á sínu sviði, sem höfðu
á þeim sérþekkingu og starfa að
þeim málum, sem um var rætt,
margir á vegum Evrópuráðsins og
stofnana þess, en einnig höfðu ver
ið fengnir fyrirlesarar frá öðrum
stofnunum, svo sem ÓECD og
Sameinuðu þjóðunum. - Meðal
þeira mála, sem fyrirlestrar voru
fluttir um á ráðstefnunni,.má nefna
sögu evrópskrar samvinnu og til-
raunar til sameiningar Evrópu og
þeiiTa mála, sem fyrirlestrar voru
eru starfandi, viðhorf Evrópuráðs
ins til þróunar evrópskrar sam-
vinnu, Efnahagsbandalagið og
EFTA, Evrópu og þróunarlöndin
og efnahagsaðstoð og tækniaðstoð
Framh. á bls. 10
>mm%mmmm»mmmmmmmm%vmmmmmmmwmmmv»mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Sven Hulterström
kemur í boði SUJ
19. sept. — SG.
EINS og mörgum ungum
jafnaðarmönnum er kunnugt,
hefur nú lengi vel staðið til
að halda hér á landi fund í
stjórn Æskulýðssambands jafn
aðarmanna á Norðurlöndum
(Nordens Socialdemokratiskc
Ungdom), cn Samband ungra
jafnaðarmanna er aðili að því,
sem kunnugt er. Ekki hefur bó
orðið af því enn að þessi fund-
ur verði haldinn hér og er á-
stæðan kosningar þær, er und-
anfarið hafa farið fram í
Skandinavíu og fara þar enn
fram. Vegna þeirra hafa stjórn-
armenn í æskulýðssambandinu
orðið að halda sig heima við,
enda hafa sumir þeirra verið
mjög virkir í kosningabarátt-
unni, t. d. formaður sambands-
ins, Ingvar Carlsson, hiruí
sænski, sem nú er í einu af
efstu sætum á þinglista Alþýðú
flokksins í Stokkhólmi.
Sambandi ungra jafnaðar-
manna hefur lengi verið það
hið mesta áhugamál, að stjórn-
arfundurinn yrði haldinn hór.
Stóðu lengi vel vonir til að
hægt yrði að halda hann í sam-
bandi við þing SUJ á Akureyri,
sem þar verður háð á næstunni.
Þegar hins vegar útséð varð um
að það yrði ekki hægt, brá
stjórn SUJ á það ráð, að bjóða
til þingsins á sinn kostnað, á-
heyrnarfulltrúa frá stjórn
æskulýðssambandsins (NSU).
Hefur þetta boð nú verið þegið
og ákveðið að Sven Hulter-
ström komi. Sven er einn af
íulltrúum Svía í stjórn æsku-
lýðssambandsins og núverandi
ritari þess. Hann hefur um
langt skeið átt sæti í stjórn
Sambands ungra jafnaðar-
manna í Svíþjóð. Mun hann
koma til landsins með ílugvél
frá Flugfélagi íslands hinn 1.
október og síðan fljúga með
okkúr til Akureyrar. Þetta er
í fyrsta sinn séni fulltrúi frá
erlendúm bræðrasamtökum
úngra jafnaðarmanna situr þing
SUJ og einnig í fyrsta sinn sem
SUJ býður hingað á sinn kostn-
að erlendum flokksbróður. Er
hann því sannariega velkom-
inn.
DAGSINS
Fræðslumálin eru
hróplega vanrækt
FYRIR nokkru síðan var hér
á Æskulýðssíðu birt viðtal við
Kristján Þorgeirsson, ritara
Bifreiðastjórafélagsins Frama,
en hann var þá nýkominn að
utan. Hafði honum og Karli
Steinari Guðnasyni, ritara
Verkalýðs- og Sjómannafélags
Keflavíkur verið boðið af Al-
þýðusambandi Vestur-Þýzka-
lands til ráðstefnu um málefni
ungra launþega. Meðal þess,
er fram kom í viðtalinu, var
frásögn af fræðslustarfsemi
þeirri, sem rekin er á vegum
verkalýðssamtakanna í Vestur-
Þýzkalandi.
Frásögn þeirra Kristjáns
híýtúr að vekja til umhugsun-
ar um það, hvernig þessum
málum er háttað hér á landi.
Víst hafa verkalýðssamtökin
hér á landi gert sér grein fyrir
nauðsyn fræðslustarfseminnar,
en þar við hefur jafnan verið
látið sitja. Hafa ólíkar stjórn-
málaskoðanir vafalaust valdið
mestu, en einhvern veginn
finnst manni að launþegasam-
tökin öll, eða verkalýðssamtök-
in ein sér, ættu að geta kornið
sér upp launþegaskóla, er væri
að mestu eða öllu kostaður af
ríkisfé, þegar bæði einstakling-
ur hefur rekið slíkan félags-
málaskóla við ágætan orðstí
hér i bæ undanfarið, án þess að
fá ámæli af því, að dreginn
væri þar taumur ákveðins
stjórnmálaflokks — og þýzku
verkalýðssamtökin, m. a. reka
slíkan skóla, og það fleiri en
einn, og fer því þó fjarri, að
jafnaðarmenn einir myndi þar-
lenda verkalýðshreyfingu. — í
því landi og reyndar öðrum,
þar sem jafnaðarmenn eru á-
hrifamiklir eða ráðandi flokk-
ur, gefa verkalýðssamtökin
unga fólkinu mikinn gaum, —
styrkja riflega þau samtök
þess, sem eru þeim vinveitt og
reyna á allan annan hátt að
gera sér það sem vinveittast.
Þar skilja menn líka auðsjá-
anlega, að unga fólkið tekur við
af sér eldri og þar er því leit-
azt við að fá unga fólkið til
starfa í verkalýðssamtökunum,
og ekki látið við það sitja,
heldur er því veitt hin bezta
menntun til þess í verkalýðs-
skólunum. Er þetta í góðu'sam-
ræmi við rikjandi viðhorf hins
opinbera í Véstur-Þýzkalandi
gagnvart unga fólkinu og sam
tökum þess.
Þegar maður virðir fyrir sér
hvernig Þjóðverjar standa að
þessum málum og virðir um
leið fyrir sér hvernig staðið er.
að þeim hér heima, getur ekki
Framhald á síðu 10.
%mm%%%%%%%%%%%m%%%%%%%%%%%%%%m%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%*
AD ÞESSU
VINNUM VIÐ
19. sept.
SG.
Ilagana 13.-14. september
kom frakvæmdanefnd Al—
þjóðasambands ungra jafnaðar-
manna saman í Berlín. Nefnd-
ina skipa einn fulltrúi frá
hverju aðildarsambandi. SUJ
hefur aldrei átt þess kost að
senda þangað fulltrúa fyrr en
nú. Fulltrúi sambandsins á
fundinum var Ólafur Stef-
ánsson laganemi, og er hann
nýfarinn utan þessara erinda,
meðal annarra. Væntanlega
verður birt hér viðtal við hann
um fundinn, er hann kemur
heim.
Sumarstarf hefur verið nokk-
■ urt hjá ungum jafnaðarmönn-
um i sumar. Hefur einkum ver-
ið um ferðalög að ræða eins og
eðlilegt er. Eitt fjölmennasta
ferðalagið hefur sennilega Fé-
lag ungra jafnaðarmanna á
Húsavík farið. Efndi það um
mitt sumar til ferðalags inn
í Herðubreið'arlindir. Förin var
öll hin ánægjulegasta og var
f jölmenn. Þá efndi Félag ungra
jafnaðarmanna í Vestmanna-
eyjum nýlega til höpferðar til
Reykjavíkur, m. a. vegna knatt-
spyrnukappleiks er hér var há‘ð-
ur — og var Eyjamönnum á-
hugamál. Ungir jafnaðarmenn
hafa fullan hug á að efla sum-
arstarf sitt m. a. með utaji-
landsferðum.
(%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%wmm%>%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%m
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. sept. 1964 7
■r * "f ’>’*>■■■■ fi ; i ■ i "<f 'i ■'1 jM'" m