Alþýðublaðið - 20.09.1964, Page 8

Alþýðublaðið - 20.09.1964, Page 8
i Engjamar cru fyrir ofan hlíð- ina, þar sem áin rennur á malar- éyrum og fjallið er svo nálægt, og svo bratt, að maður verður að horfa beint upp til að sjá himin- inn. Svo heldur áin áfram, niður jbrekkuna og fram af klettunum. Fóikið, sem á leið framhjá segir að fossinn sé fallegur og í stöll- unum upp með honum séu svo ein staklega falleg bæjarstæði. Áin rennur svo til sjávar við eyrina, þar sem silungurinn kemur á vor- in. Þarna uppi í hlíðinni fyrir inn- an og ofan eyrina, stendur svart- Ur skúr. Það er sagt að prestur- inn eigi þennan skúr og kannski stundar hann smábúskap sér til duúdurs í fásinninu og tínir berin í brekkunni, ,sem einu sinni var svo brött að maður varð að bíta sig fastan við tínsluna. Svo minn- ir skúrinn ekki svo lítið á prest, þama sem hann stendur kolsvart ur f fagurgrænum hjallanum. Þessi svartj skúr var einu sinni „Höil sumarlandsins" á firðinum fyrir austan. Fólkið á Strönd fór þangað til að heyja ofan í rollu- skjátumar og'kúna. Stundum var farið yfir daglega á tvíróinni skektu, en stundum var líka legið við í vikutíma eða svo og einu sinni sagði 6 ára strákur, sem var í sveit hjá ömmu sinni á Strönd: r- Heyrðu amma, eigum við ekki að koma yfir og tína ber? — Hvernig heldurðu að við komumst yfir gæzkur, þegar eng- inn er til að róa okkur?, sagði amma hans. — Það er allt í lagi amma mín. Ég get alveg skvett, svaraði strák urinn kotroskinn og skildi svo ekkert í hlátri fólksins. Hann var álíka vel að sér í lögmálum sjó- mennskunnar og þeyskaparins. Það hafði verið búin til handa honum lítil hrífa, sem hæfði vexti hans og þegar þau voru að heyja á engjunum óð hann í flekkinn og dreifði heyinu út um allt af mikl- um ákafa og svo sagði hann: — Er ég ekkj duglegur amma min? En af því að hann var ekkert sérstaklega fastur við „vinnuna" var ekki mikill erfiðisauki að hon um og fólkið vann fljótt upp það ,sem hann fordjarfaði úr flekkn- um. Einu sinni, þegar þau voru að heyvinnu á engjunum upp við fjall ið, tók strákurinn eftir fallegum otj ryðguðum brúsa, sem lá í brekkunni skammt frá Þessi brúsi. gat verið undan hverju sem var, ílátið hafði aðdráttarafl og strákur inn henti frá sér hrífunni og hljóp í áttina. — Þú ferð ekki eitt einasta hænufet með þennan brúsa, kall- aði amma hans og var höst í ■ rómnum. komst að því fór hún í loftköstum yfir fjöll og dali og fólkið heyrði hana tauta í sífellu: „Situr í brekku Brúsaskeggur og bíður mín þar . . Þegar hún var kom in hérna upp í fjallið sá hún sól- ina koma upp og varð að steini og missti brúsann, sem valt niður f jallið og hefur legið hérna í brekk unni alltaf síðan, en Brúsaskegg- ur biður eftir mjólkinni sinni og kemur á hverjum degi út í hellis- ÞARNA UPP í HLÍðlNNi STENDUR SVARTUR SKOR. — Ég; er anzi smeyk um að hann Brúsaskeggur segi eitthvað ef þú tekur mjólkurbrúsann hans. Þar með var sá draumur búinn og það sem eftir var dagsins gaut strákurinn augunum til brúsans með mikilli eftirsjá, en hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að snerta við honum og þegar þau komu heim í svarta skúrinn um kvöidið spurði hann ömmu sína um Brúsaskegg. — Hann Brúsaskeggur er tröll- karl, sem á heima í fjallinu hérna fyrir innan. Einu sinni fyrir löngu, varð hann veikur og sendi kerling una sína, hana Gýpu til að sækja mjólk. Hann var nefnilega sann- færður um að sér batnaði ef hann fengi spenvolga nýmjóik, því hún er svo holl og svo átti hún að ná í dálítið af lýsi líka. Kerlingin stökk af stað með brúsa í hendinni til að sækja hvort tveggja. Hún gekk lengi lengi og kom á marga bæi og alls staðar bað hún um mjólk- urdreitil handa honum Brúsaskegg sínum og svolítinn lýsiskút, en mennirnir þóttust enga mjólk eiga handa Gýpu. Ýmist báru þeir því við að beljurnar væru geldar, eða þá að þeir ættu engar og lýsi vildu þeir ekki láta með nokkru móti, því þeir þurftu að nota það til vetrarins bæði á kolurnar og handa krökkunum. Það var. ekki fyrr en einhvers staðar suður á fjörðum, sem hún Gýpa fékk mjólkurdreitilinn og lýsislögg á glas og hún lagði strax heim með fenginn. Hún hafði ekki athugað að langt var liðið á nóttg, en þegar hún opið til að gá að Gýpu. Ef hann verður einhvern tíma nógu fríák- ur, fer hann sjálfur og nær í brús ann og skilurðu nú hvers vegna þú mátt ekki taka brúsann gæzk- ur? — Er Brúsaskeggur þá vondur tröllkari? — Onei, hann gerir að minnsta kosti ekkert af sér á meðan hann bíður. eftir mjólkinni. — En hvað varð af lýsinu? — Ætli kerlingin hafi ekki drukkið það til að verða fljótari að hlaupa, svaraði amman hvergi bangin við þessa veiðitilraun strák° ins og nú var sagan rökheld. Strákurinn bar mikla virðingu fyrir tröllum. Þar var Grýla nátt- úrulega fremst í flokki og Leppa- lúðj karl hennar. En hann vissi líka að sum tröll voru hreint ekki svo slæm, nema kannski rétt um jólin að þau gátu ekki á sér setið að éta einn og einn vinnumann. Hann hafði heyrt margar sögur um svoleiðis tröll og líka um önn ur, sem voru í rauninni miklu betri en fólkið á bæjunum. Hann bar sem sagt mikla virð- ingu. fyrir tröllunum á hvorn veg in sem innræti þeirra var háttað og sízt vildi hann verða til bess að Brúsaskeggur fengi ekkj miólkina sína og því fékk brúsinn að liggja kyrr í brekkúnni. Á hverjum degi gáði hann samt að hvoH- gamla tröllið væri nú ekkj orðið svo hre=st, að það hefði náð í mjólk- ina síná. um nóttina. Ekkert virt- ist þo vænkast með heilsufarið á Brúarskegg, því ævinlega lá brúsa 8 20. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ skömmin á sínum stað í brekkunnJ. Stundum datt honum í hug að taka brúsann og færa tröllinu, en þegar hann færði það í tal við ömmu sína, fannst henni það hið mesta óráð. í fyrsta lagi myndi hann sennilega ekki rata, heldur týnast og ráfa um fjöllin til'eilifð arnóns og í öðru lagi var ekki víst að Brúsaskeggur stæðist freistinguna að stinga honum i pottinn sem meðlæti með mjólkur dreitlinum, ef hann rambaði á hellinn hans, enda var hann lík- lega orðinn' ógurlega reiður yfir því hvað Gýpa var búin að vera lengi. Það var rama hvernig þau veltu málinu fyrir sér, það bar alltaf að þeim brunni að ekki væri kræsi- legt að hætta sér í tröllahendur. Allt um þð vék mjólkúrvan- mál Brúsaskeggs ekki úr huga stráksins og einn daginn, þegar ; honum var litið til brúsans datt ■ honumí hug, að það væri nú ehki ; alveg vist að Brúsarkeggur sæi hvar brúsinn lá, því hann átti heima í fjallinu inn af dalskorunni handan við slakkann og því leng- ur sem hann hugsaði málið varð hann sannfærður um að gamla tröllið hefði ekki hugmynd um hvar brúsinn væri niðurkominn og héldi þess vegna að Gýpá væri bara að drolla suður á fjörðum og búin. að gleyma erindinu. Hann þekkti svo em þann hugsunarhátt frá sendiferðum sjálfs sin og tröll voru sögð heimsk. Nú fór að líða að því áð hey- skapnum lyki og strákurinn varð sífellt latari að vinna með hríf-. unni sinni, hins vegar rásaði hann út um allar holtagnmdir ömmu sinni til sárrar hrellhigar ag ekki leið á löngu þangað til hann kom þar að sem brúsinn lá í brekk- unni. Nú var enginn.maður nálægt og kjörið tækifæri til að skjóta brúsanum inn fyrir slakkann, þann ig að Brúsaskeggur kæm; auga á hann næst þegar hann færi fram

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.