Alþýðublaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.09.1964, Blaðsíða 9
^KIHIIIIIIIIIIIIIIIIII11• II1111111111lllII1111111111111ll11II11M111IIIIIIIIIIllllII11lllllIIIIIIIIIIllllIlllliIIIIIIIllllllillIIIllll111MIlilliilIUlIItllilllliillIlllll11illll' 'lllllllllllll 1111111IIIIIHIIIlllllllllll □ □□□□□ ★ EN BRÓÐERNH) ER i FLÁTT MJÖG. .5 - | Það er opinbert leyndarmál, | að mikil ólga og upplausn er | nú í Sósíalistaflokknum og Al- I ' þýðubandalaginu. Má raunar | svo að orði komast, að þar berj- | lst hver um annan þveran, og | veit enginn um lok þeirrar or- | ustu. Hinir gömlu páfar flokksins, i Brynjólfur og Einar, eru nú 1 gengnir menn þar í garði, Bryn | jólfur að fullu, en Einar á síð- | asta snúning, ef svo má að orði | komast, en um veldissprotann | berjast Lúðvík, Eðvarð og hvað | þeir nú heita allir smákóngar | flokksins, en sérríki reyna að | mynda fyrir sjálfa sig Hanni- | , bal og Björn Jónsson, sejn þyk | ist a. m. k. jafnborinn verka- = lýðsforingi Eðvarð. Við valdastreituna heima fyr ir bætast svo hugmynda- eða öllu heldur valdaátök rúss- neskra og kínverskra kommún- ist, og vita margir íslenzkir kommúnistar ekki, hvort þeir eigi að stíga 1 rússneskan eða kinverskan fót. Og loks hefur það voðalega gerzt, að þeir hafa misst hið vitræna átrúnað argoð sitt — Kiljan — upp á milli þils og veggjar auðvalds- ins að þeim finnst eftir birt- ingu Skáldatíma. Ekki er ósennilegt, að Eðvarð Sigurðsson komi sem foringi flokksins út úr þessum átök* um. Hann er höfuðborgarbúi, formaður Dagsbrúnar og lang- reyndur kommúnisti. Komm- únistakjarninn mun skipa sér um hann. Þeim þykir Lúðvík of tækifærisáinnaður, auk þess sem stóll hans á Austfjörðum sé farinn að hitna háskalega undir honum. Við Hannibal fussa þeir. Á Bjöm lita þeir sem hæfan kjördæmisgoða, en ekki flokksforingjaefni. Og þeg ar allt kemur til alls munu Pál- ar Bergþórssynir flokksins ráða mestu um foringjann. En það leiðir svo aftur af því, að um næstu ár mun enn mikið fylgi brotna af Sósíalistaflokknum. Hann siglir nú hraðbyri inn í það að verða einsýnn, tiltölu- lega fámennur kommúnista- flokkur, sem líka er æskileg þróun, ef fylgið, sem frá honum brotnar, ber gæfu til að skipa sér á jákvæðan hátt til nýrra átaka í íslenzku þjóðlifi. (Alþýðumaðurinn). ^Tfiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin III;||||||||||IIIIIIIIIIII|II|I||IIIIIIIIIIIII||HII|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||I|||||||||||||||||||||||||||||||||m||i||||||||||I|I||||M|||IM|||||I||||||||||MIIM>>' Deilt hart um stjórnmál í Hollyvood: Peck og Burt Lancaster styðja Lyndon B. Johnson, en... - t augum kvikmyndastjórn- enda er Lyndon B. Johnson ’hin fuHkomna John Wayne- týpa, en Wayne, sem er slá- andi líkur Johnson, jafnvel í göngulagi - er einn af áköfustu áróðurshermönnum Barry Gold waters í kvikmyndaborginni. Gregory P,eck, sem er ann- ar endingargóður dýrlingur í kvikmyndabænum gengur aftur á móti eins og grenjandi ljón fyrir Johnson. Það lítur yfirleitt út fyrir, að Hollywood láti þessar kosningar sig miklu varða og ýmislegt kemur á óvart, þegar farið er að kanna, hverjir standa með hverjum! Jack L. Warner, einn trygg- BURT LANCASTER asti fylgismaður republikana- segir að guð viti hvem hann kjósi í haust. Annar stórlax í kvikmynda- heiminum, framleiðandinn og leikstjórinn, Marvyn Leroy, sem tók virkan þátt í kosningabar- áttu Dwights D. Eisenhower og Richards M. Nixon 1952-1960 segir stutt og laggott: — — Ég tek engan þátt í stjórn- málabaráttunni í ár. Ronald Reagan, sem á sínum tíma var einn frjálslyndasti demokratinn í kvikmyndaiðn- aðinum og einn ötulasti bar- áttumaðurinn fyrir stéttarfél- ag sitt, er nú foringi Goldwat- ersinna í Hollywood. Það var einmitt Ronald Re- agan, sem kynnti repubikanska frambjóðandann í fyrri viku á fjöldafundi á Dodger Stadion, þar sem var samankomið 53.000 manns, en inngöngugjald vár dollar á mann. Reagan relur eftirfarandi í- búa kvikmyndabæjarins virka Goldwatersinna: Walter Brenn- an, Leon Ames, Roy Roges, Clint Walker, Reymond Massey, Dale Evans, Efrem Zimablist, Colleen Gray, Randolph Scott, Cesare Romero, Robert Taylor, James Stewart, June Allyson, Pat Boon, James Drury, John Payne, Irene Dunne, Norman Tarog, Hedda Hopper, Donna Reed, Tony Martln, Cyd Char- iss, Jeanette MaeDonald, Gen- enei Raymond, Robert Stack, GREGORY PECK <jg Walt Disney. Ennfi'emur fyrrverandi söng- og dansstjarn an, George Murphy, sem hef- ur verið útnefndur frambjóð- andi republikanaflojikisins til öldungadeildarinnar fyrir Kali- forníu. Forstjóri MCA-Universal-fél- agsins Lsw Wasserman er kosningaleiðtogi demokrata í Hollywood. Aðstoðarforstjóri félagsins, David Lipton, er nán- asti samstarfsmaður Wasser- mans í kosningabaráttunni. Wasserman telur að þessir séu virkustu stuðnings- menn Johnsons í kvikmynda- bænum: Burt Lancaster, Kirk Douglas, Tony Curtis, Marlon Brando, Robert Vaughn, Paul Newman, Joanne Woodward, Janet Leigh, Angie Dickinson, Framhald á 13. síðu mWWWWWWWWWWVVMWWVWWWWWWWWMWWWMVM AWVVHHWHVWWV Laghentir menn Óskum að bæta við okkur fleiri laghentum og reglusömum mönnum. h/fOFNASMIÐJAN >i rj molI i IO - IIHIJIVII - Í51ANOI HAFNARFJÖRÐUR IStarfsstúlkur vantar á Sjúkrahusið Sólvang nú þegar. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkona. SKIPASMÍÐASTÖÐ NJARÐVÍKUR óskar eftir smið'um og verkamönnum nú þegar. Upplýsingar hjá verkstjóra. Sími 1250. Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Jarðýta til sölu Til sölu INTERNATIONAL jarffýta, TÐ 14. Upplýsingar veittar í Áhaldahúsinu, Borgartúni 5. — Til- boðum sé skilað fyrir laugardag 26. þ. m. Vegagerð ríkisins. Sendisveinar Okkur vantar sendisvein hálfan eða allan daginn. ATVINNUDEILD HÁSKÓLANS, Skúlagötu. Höfum opnað Prentsmiðju að Vesturgötu 72, Akranesi. ★ Leysum af hendi alls konar smáprentun. ★ 'Leggjum áherzlu á vandaða j vinnu og fljóta afgreiðslu. Vinsamlega komið og reynið viðskiptin. AKRAPRENT H. F. Vesturgötu 72. — Sími 1899. — Akranesi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. sept. 1964 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.