Alþýðublaðið - 23.09.1964, Side 10

Alþýðublaðið - 23.09.1964, Side 10
Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Kennsla hefst mánudaginn 5. október. Samkvæmisdansar (nýju- og gömlu dansarnir) og bamadansar. Flokkar fyrir börn (4—12 ára), unglinga (13—16 ára) og fullorðna (einstaklinga og hjón). Byrjenda- og framhaldsflokkar. Reykjavík: Innritun daglega frá 2—7 í síma 1-01-18 og 3-35-09. Kennt verður í nýjum, glæsilegum húsakynnum skólans að Brautarholti 4. &ÍM Kópavogur: Innritun daglega frá 10 f. h. til 2 e. h. og 20—22 í síma 1-01-18. Hafnarfjörður: Innritun daglega frá 10 f. h. til 2 e. h. og 20—22 í síma 1-01-18. Keflavík: Innritun daglega frá 3—7 í síma 2097. Nemendur þjálfaðir til að taka heimsmerkið í dansi. Kennslugrjöld verða hin sömu og s.l. vetur. C f' £ I ‘j. * £ í i ÞOTUFLUG Framhald af 5. síðu Þotur eiga síaukinn þátt í áætl- unarfluginu, og sérstaklega ber að taka fram, að farþegum fer sífjölgandi. Hlutur þotna nam 17,4% árið 1958, 41,9% 1960 og 72% 1963. Stærsta vöruflutningaþyrla lieims hóf á þessu ári reglulega/ |erðir milli Mosljvu og Úfu. - Hvað viljið þér segja um fargjöldin? - Á tímabili sjö ára áætlun- arinnar hefur farmiðaverð lækkað um 25-30% að meðal- tali. Flugfargjöld eru yfirleitt Iægri í voru landi en annars- staðar. Innanlandsflugferð kost ar hér ekki nema svo sem tvo þriðju eða helming þess, sem ■greiða þarf fyrir sams konar ferð í Bahdaríkjunum. Eigi að síður er Aeroflot arðbært fyrir- tæki, en það verður ekki sagt um öll erlend flugfélög. Mikið er gert til þess að bæta þjónustuna við farþega Við flugvellina eru reist ýmis stöðvarhús og gistihús. Við Iok þessa árs munum vér til dæmis eiga 106 vel búin gisti- hús, þar sem farþegar geta dvalizt milli flugleiða. í Róðstjómarríkjunum gera menn sér fulla grein fyrir kostum flugsins og taka flug- vélarnar fram yfir önnur far- artæki. Á næsta ári er til þess ætl- azt, að flugflotinn veiti 45 mill- jónum manna þjónustu, en síðar mun sú tala hækka í 200 milljónir. - Hvað er að segja um Aeroflot að þvi er varðar sambönd fyrirtækisins út á við? - Flugvélar vorar fljúga nú til 35 landa, og eru meðal þeirra Kúba, Búlgaría, Ungv- verjaland. X.iékkÓBlóvakía, Pól- land, Frakkland, Bretland, Indó nesía og Burma. Á þessu ári hefur verið tekið upp flug til Alsír, Ceylon og Túnis. Tutt- ugu erlend flugfélög halda uppi reglubundnu flugi til Ráðstjórn arríkjanna. - Við höfum nú rætt um þró- un farþega- og vöruflutninga- flugsins. Hvernig eru flugvélar hagnýttar að öðru leyti í þágu þjóðarbúskapariris? - Það verður nú æ algengara, að flugvélar seu notáðar í land- búnaðinum til efnadreifingar Þessir vinsælu flugmenn, sem þorpsbúar kalla „vélstjóra loft- sins“, gegna störfum fyrir meira en 30.000 samyrkjubú og ríkisbú. Á þessu ári mun áburði og öðrum efnum verða dreift úr lofti ýfir hér um bil 40 milljónir hektara ræktaðs Iands. Flugvélar eru notaðar til þess að leita verðmætra jarð- efna, finna fiskitorfur á höfum úti og taka ljósmyndir úr Iofti Flugmenn vinna mikilvægt starf bæði í Norðurskauts- og Suðurskautslöndum. í sérhverri byggðarmiðstöð Rússneska sam bandslýðveldisins og í höfuð- borgum sjálfstjórnarlýðveld- anna eru sérstakar sjúkraflug- stöðvar. Á síðastliðnu ári gerðu læknar þessara stöðva 12.000 uppskurðj og tókji á móti 500.000 sjúklingum. - Hverjar eru framtíðarhorf- Ur flugsins að yðar dómi? - í fyrsta lagi er það, að flug- vélar komandi tíma geta verið á lofti í hvaða veðri sem vera skal. Flugvélar búnar hinum fullkomnustu sjálfvirku flug- stjómar- og lendingartækjum munu verða óháðar veðurskil- yrðum. í öðru lagi munu á föstum flugleiðum verða not- aðar flugvélar, sem fljúga munu með 2500-3000 km. Iiraða á klukkustund. . .* ( Aðalmarkmið samgöngufiugs- . ins íTándi voru er affsgera |Iug- . !rélina. að .almennasta,^ fjSÍs- flutningatækinu. Þetta mu’n því aðeins takast, að reynt sé að samhæfa á réttan og skynsam- legan hátt flugtækni nútímans og komandi tíma. VÍETNAM Framhald af 5. síðu. ir íbúar landsins missa áhugann á hinni óendanlegu styrjöld og telja frið í landinu mikilvæg ari en stjórnarform það, sem þeir búa við? Margt bendir til þess, að almenningsálitið í landinu sé á þennan veg. Því að styrjöld hefur verið daglegt brauð mikils hluta um 14 millj- ón íbúa Suður - Víetnam nær sleitulaust í tæp 20 ár, lengur en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Og stjómir þær, sem ríkt I hafa í landinu síðan það hlaut 1 sjálfstæði þegar Víetnaín var skipt í tvo hluta 1954 (einræðis- stjóm Diems), sem sat að vöd- um þar til í nóvember í fyrra og hinar ýmsu stjómir her- foringja, sem fárið hafa með völd síðan, hafa staðið í mjög litlu sambandi við þjóðina og fremur verið áframhald á gömlu keisárastjóminni, sem áfram sat við völd á dögum frönsku nýlendustjómarinnar. Það er þessi litli stuðningur valdhafanna meðal þjóðarinnar og ekki birgðasendingar Víet- eong úr norðri og hryðjuverk þeirra gegn bændum landsins sem er eftir öllu að dæma aðal- ástæðan til þess að Víetcong liefur náð æ stærri iilutum Suður - Víetnam á sitt vald þrátt fyrir þann mikla fjölda vopna og hermanna, sem beitt er gegn hrej’fingunni. Baráttu- hugur stjómar-hermanna hefur yfirleitt verið lítill og sést það m. a. á því að mikið magn banda rískra. vopna hefur fallið í hend- ur kommúnista. <5k B 'ANDARÍSKA stjómin hef- ur gert sér betur grein fyrir þessu en hún hefur iátið í skína á síðustu sex mánuðum. Margt bendir til þess, að langt sé síðan sú von var gefin upp á bátinn, að hægt væri að ,sigra‘ í styrj- öld í ,Suður-Víetnam og brjóta skæruliða Víeteong á bak aftur og að einhvers konar alþjóð- legar samningaumleitanir séu taldar eina lausnin á deilunni. Þetta er sjaldan sagt opin- berlega í Bandaríkjunum vegna kosningabaráttunnar. Stjórnin telur sig ekki geta breytt stefn- unni í Víetnam-málinu fyrr en að forsetakosningunum loknum og virðist vilja kyrrstöðu þang- að til, hvað sem það kostar. Takist þetta ekki og upplausnin á ,,heimavígstöðvunum“ í Suður Víetnam heldur áfram kann SKIPATRYGGINGAR Tryggingar á vörum í fflutningi á eigum sRipverja Heimistrygging hentar yöur Ábyrgðar Aflatryggingar TRYGGIN6AFELAGIÐ HEIMIRS IINDARGATA 9 R E Y K J A V I K.SJM I 2 1 2 iQ. S IA1 N EFN.I.l S U RE T Y Jj^ > ísána samt svo að, fara, að Johrison verði að taka örlagaríkar á- kvarðanir í miðri kosningabar- áttunni. Þetta getur haft mikil og óútreiknanleg áhrif á gang kosningabaráttunnar og úrslit kosninganna. Erik Loe. DOMAR Framhald af 16. síðu. verið að ræða hjá þeim, og hafi þeir verið með búlkuð veiðarfæri, meðan gert var við vélina í land- helgi, en síðan hafi þeir fært sig út fyrir landhelgislínuna og ekki kastað vörpunni, fyrr en þeir voru komnir út fyrir hana. Varðskips- menn telja á hinn bóginn ótvírætt, að. togararnir hafj báðir verið að veiðum, þegar Óðinn gerði fyrstu staðarákvarðanir sínar. Þegar þeir voru teknh-, var orðið dimmt, og sáust því ekki togvírarnir, fynr en búið var að söðva togarana og Óð- inn kom að þeim, fyrir utan en þeg ar þeir færðu sig út fyrir, voru þeir á toghraða, svo að allt bendir til, að þeir hafi þá verið með vörp- una úti. Verjandi skipstjóranna er Gísli ísleifs on, hrl., en lögfræðing ur frá Landhelgisgæzlunni, Gísli Einarsson, hefur einnig verið við- staddur réttarhöldin. Dóminn skipa auk bæjarfógetans tveir fyrrverandi skipstjórar frá ísafirði Rögnvaldur Jónsson og Kristján H. Jónsson, en eins og fyrr segir má búast við, að dóma,r verði upp kveðnir síðdegis á morgun. Mikill áhugi Framh. af bls. 3. Sovézku flugvélarnar höfðu komið úr norðaustri og flugu til baka í sömu átt. — Við munum ekki reyna að forðást sovézk herskip og flug- vélar. Við munum þvert á móti noía þau sem lið í æfingun- um, sagði Masterson aðmíráll. AIls taka 60 skip, 170 flug- vélar og 30 þús. manns frá sjö N a t o-löndum þátt í hinunt sameiginlegu flotaæfingum, sem lýkur 2. október. Þetta eru mestu flotaæfingarnar, sem haldnar hafa verið í tíu ár. - Félagslíf - Farfuglar — Ferðafólk Haustferð í Þórsmörk. Haustferð í Þórsmörk um næstu helgi. — Upplýsingar á skrifstofunni, Laufásvegi 41. í kvöldin kl. 8,30—10. — Sími 24S50. Nefndin. JO 23- sept. 1964 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.