Alþýðublaðið - 23.09.1964, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 23.09.1964, Qupperneq 15
drættirnir í kring um munninn. Svo fór hún að skellihlæja. Pétri brá. Svo fór hann að lilæja líka og tók sherrý flösk- una og hellti á ný í öll glösin. — Skál fyrir sameinaðri fjöl skyldu, sagði hann. Sandra hafði nú sezt niður í stólinn, og svo var sem hún sæ; ekki glasið fyrir framan sig, en hún hélt stöðugt áfram að hlæja. Pétur leit snöggt á mig.Ég yppti öxlum og tók mitt glas. Shercý- inu þurfti ég sannarlega á að halda þessa stundina. — Skál fyrir sameinaðri fjöl skyldu, endurtók Pétur. — Ég verð að gera ráðstafanir til sjá móður mína og bróður minn sagði hann. Hún hætti að hlæja og það var eins og henni svelgdist á og hún fór að hósta. Svo settist hún bein í stólinn slétti úr pilsinu yi ir hné og tók glasið sitt. — Afsakið, sagði hún, afsak ið, þetta skal ekki koma fyrir aftur. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. . . Mamma hefur eig inlega aldrei viljað viðurkenna að Tom væri sonur hennar, vegna þess að hún segist vera of ung til að eiga svona gamlan son. Og nú verðið þið tveir. Hún mun sjálfsagt venjast því. Hún mamma getur vanizt öllum sköp- uðum hlutum. Er hún hafði þetta mælt brosti hún til okkar Péturs og drakk síðan megnið af sherrýinu sínu. Eftir því sem ég gat bezt séð hafði Pétur nú jafnað sig, og var farinn að skemmta sér konunglega. Pólkið i Heam fjöl skyldunni virtist geta vanizt öllu. — Hvað gerum við næst? spurði hann. Eigum við ekki að fara og heimsækja Tom og mömmu í kvöld? — Ó, ekki í kvöld, svaraði Sandra snöggt. — Tom er ekki heima og mamma er að vinna. — Að vinna? — Já. Hún tekur á móti gest um í hóteli. Hún er núna á kvöldvakt. — Getum við þá ekki farið til hennar þangað ? Ertu frá þér Ó hún mynd; verða öskuill. Þeir vilja ekki, að ættingjar séu að þvælast þar. En við skulum athuga málið . .. Hún kipraði saman græn aug un og starði á glasið, sem hún hélt á, og hristi sherrýið, sem var eftir í því. _ \ morgun. Seinni partinn á morgun. Þá verður Tom kominn heim. Hann ekur- flutningabíl og fór norður Ú bóginn í morgun, en i,ann verður kominn aftur siðdegis á morgun. —; Á morgun þá, samþykkti Pétur, þó það virðist langt að bíða þangað til. ,— Satt að segja, myndi ég ekki vilja gera neitt, fyrr en Tom kemur aftur, sagði Sandra. — Það siðasta, sem hann sagði, var — skiptu þér ekkert af þessu, Sandra. — Svo að þið skiljið, hvað ég á við — þó að mamma myndi ekki vilja bíða. En það verður betra þannig, ekki satt? — Jú, sagði Pétur. — Allt ' í lagi, ég kem þá síðdegis á morg un. 11 — Við komum síðdegis á morgun, leiðrétti ég hann, —■ og ekki fyrr en klukkan hálf-fimm, því að ég býst ekki við að losna fyrr af skrifstofunni. Pétur leit snöggvast á mig og sagði síðan við stúlkuna. — — Hvar búið þið? Hún gaf honum heimilisfang, sem hún sagði, að væri á íbúð í bakgötunum nálægt Baker Street, og Pétur skrifaði það nið ur. Síðan fór hún að spyrja hann, hvar hann hefði alizt upp og um fólkið, sem hefði ættleitt hann, hvar hann ynni, og hvað hann hefði vérið að gera í gær á bjórstofunni í Lachester. Hann var ekki opinskár í svörum sín- um. Mér fannst meira að segja, að hann revndi að segja henni eins lítið og hægt var, án þess beinlínis að neita að svara, og eftir litla- stund, gafst hún uþp ■við hann og tók til að spyrja mig. Ég var þegar gripin þeirri til finningu, að ég vildi, að þessi stúlka og fjölskylda hennar vissu sem minnst um mig. Ég á ekki við, að það væri neitt sérstakt, sem ég vildi dylja þau. Það var bara frumstæður ótti við, að það, sem aðrir vissu um mann, væri vald í þeirra höndum. En forvitni Söndru Hearn, eins og málin stóðu, var eðlilegt, og henni virtist vera alveg sama, þó að hún talaði um sjálfa sig. Hún sagði okkur, að hún ynni í snyrtivörudeild í verzlun við Oxford street, væri rétt að byrja þar, og vissi ekki, hvort hún héldi áfram. En það væri nauðsynlegt að kunna eitt hvað, bví maður vissi aldrei, hvað gæti komið fyrir. Hún vildi henni, en hún afþakkaði það ákveðið. En eins og hún hefði fundið, að líf móður hennar var við- kvæmt mál, þá þagnaði hún, og sagðist þurfa að fara að halda heim. Pétur bauðst til að aka henni, en hún afþakkaði það á- kveðið. Hann fylgdi lienni samt niður stigana, og meðan hann var að því, fékk ég skyndilega hug- mynd. Ég gat ekki séð út á göt- una úr neinum af gluggunum mínum, en ég gat það úr glugga, sem var við stigann. Svo að, þegar ég heyrði skóhljóðið á steinþrepunum deyja út, laumað ist ég út úr íbúðinni og gekk að glugganum. Þaðan sá ég hana rétt strax koma út á gangstétt ina og ganga hratt upp götuna. En hún fór ekki í áttina að neð- anjarðarstöðinni heldur hélt í gagnstæða hátb og hvarf við fyrsta horn. Ég beið, og eftir smástund, sá ég mótorhjól koma fyrir hornið og fara niður brekkuna, í áttina að Chalk Farm. Maðurinn, sem ók, var með hjálm og gæti hafa verið, hver, sem var, en jafnvel við birtuna frá götuijósunum, var það öruggt, að stúlkan, sem sat fyrir aftan hann, var Sandra. Pétur var kominn upp á stiga- palljnn og sá þau lika. Hann liló og við fórum saman inn í búð- ina, lokuðum dyrunum, og hann hellti meira shérrý í glösin. —• Ég héf látið leika á mig, ékki satt? — Og þið aðvöruðuð mig öll, sagði hann. Hann hló áftur og saup á, __ Jæja, skál fyrir glæpnum! — Það er svo sem ekkert glæp samlegt við að segja, að Tom væri að aka flutningabilnum, þegar hann i raun og veru beið hinum megin við hornið, sagði ég. — Það er ekki nema eðlilegt, að vilja fá einhverja nasasjón af þér, áður en hann blandar sér SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738. í málið. Og á vissan hátt, geðj- aíSist mér vel að henni. , — Mér líka. Hefurðu tekið j eftir, hve auðvelt það er, áð láta ; sér geðjast að fólki, sem lýgur vel? — Ha — ? Já, að Tom væri ekki heima — ne}, það var ekki aívarlegt. — Hverju laug liún öðru? — Ég er að velta því fyrir mér, hvað af því, sem hún sagði I okkur, er sannleikur, ef það er j þá nokkuð. — Af hverju heldurðu það, 1 sagði ég og horfði spyrjandi á hann. — O, — mér finnst það bara, sagði hann. Ég trúði ekki, að þar með væri sagan sögð, en þegar ég reyndt að finna út, hvað lægi að bakí þessu, truflaði hann mig með því að segja, að hann ætlaði að hringja til móður sinnar, og vita, hvað hún vissi meira um innbrob ið hjá Loaders hjónunum. Hann fékk strax samband. við dr. Lindsay og þau töluðu saman smástund. Þegar hann hafðJ: kvatt hana, sagði hann mér: Þetta hafði verið mjög „fágað“ innbrot. Það var ekkerb gróft við það, éins og brotnar læsingar eða gluggar. Þjófurinn hafði bersýnilega vitað, að þau yrðu ekki heima allt kvöldið og tekið það rólega. Hann hafði klif ið upp eina húshliðina, komizt inn um baðherbergisglugga, sem þau höfðu ekki lokað, opnað pen ingaskápinn eins auðveldlega og sll§%'Jj | •5í&ty? \ ADANMADIIID „og cg hcf siálf innsiglað skúffuna1, y it ARnAK HIK ,g geymi gömlu bré£in mín.«r WÆ\(LQDtS WgKOCfl nnrn- teiknar** , 7,1 •/ & fmj 1 ^ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. sept. 1964 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.