Alþýðublaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.10.1964, Blaðsíða 2
Bltstjórar: Gylfi Gröndal (Sb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Árni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjaid kr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Svörtu gleraugun FYRSTU VERKEFNI Alþingis eru að þessu ' sinni staðfesting á nokkrum bráðabirgðalögum, . sem ríkisstjórnin gaf út eftir samkomulagið við verkalýðshreyfinguna á síðasta vori. Eitt þessara . frumvarpa fjallar um vísitölugreiðslur á kaup- gjald, og urðu um það allmiklar umræður í neðri ideild í fyrradag. í þessum umræðum kom greinilega í ljós, að framsóknarmenn eru undir niðri ekki ánægðir með samkomulagið milli stjórnarinnar og verka lýðssamtakanna. Þeir hefðu án efa heldur viljað vinnudeilur, verkföll og ófrið í þeirri von að kom ast sjálfir á einhvern hátt í ráðherrastóla. En þeir fengu ekki vilja sínum framgengt. Framsóknar- flokkurinn stóð utan gátta í þessu mikla máli, áhrifalaus og óþarfur.. Það er dapurlegt að hlusta á málflutning fram- sóknarmanna. Þeir tala um, að fólkið sé fátækt og atvinnurekendur hafi ekki fé til neins. Þeir rausa sí og æ um þá miklu örbirgð, sem ríkisstjórnin hafi ætlað að leiða yfir þjóðina, en góð aflabrögð hafi hindrað. Ekki er annað hægt að kenna í brjósti um menn, sem eru svo gersamlega slitnir úr samhengi ,við samtíð sína. Þeir eru farnir að trúa sínum eig- in áróðri og sjá lífið umhverfis sig í svörtum gler ■augum. Þrep fyrir þrep HANNIBAL VALDIMARSSON flutti athyglis verða ræðu í umræðunum um vísitölubindingu kaupgjalds. Sagði hann, að verkalýðshreyfingin hefði að vísu slakað ákröfum sínum um beina kaup hækkun, en gert það af því að svo margt annað hefði fengizt í samningunum í vor til stöðvunar verðbólgunni. Það er skoðun Hannibals, að tímakaup verka manna þurfi að hækka um 12 krónur á tíma til.að unnt sé að lifa sæmilegu lífi á 8 stunda vinnudegi. , Hins vegar sagði Hannibal, að engin ríkisstjórn, hvaða flokkar sem að henni stæðu, mundi treysta sér til þess að veita þá hækkun í einu lagi. Það mundi valda of mikilli röskun í efnahagslífi þjóð- arinnar. Þess vegna yrði að vinna þetta mál með samningum og í áföngum. Önnur leið vséri ekki fær. Þessi ummæli Hannibals sýna ábyrgðartilfinn ingu, sem mótað hefur stefnu Alþýðuflokksins í launamálum undanfarin ár, en kommúnistar hafa oftast fordæmt og fyrirlitið. Þess vegna er gott að heyra nú þessa skoðun forseta Alþýðusambands ins. Það er vafalaust rétt hjá honum, að stórstökk í kaupgreiðslum mundi ekki verða varanlegur ávinningur. Það verður að stíga þrep fyrir þrep, samfara jafnvægi og festu í efnahagslífinu. Þá mun árangur nást. Kaupmenn! - Kaupfélög! Kjóla - blússu og pils-efni fyrirliggjandi í fjölbreyttu úrvali. KR. ÞORVALDSSON & CO. HEILDVER ZLUN Grettisgötu 6. — Símar 24730 og 24478. I ic Hvers vegna vantar hjúkrunarkonur? ★ Einkennileg skilyrði skólans. ★ Stúlkur hætta við að fara í þetta nám. ic Bréf frá hjúkrunarkonu. “ s umiiftujiiiiiMiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiuiiitiiiiniiiiiiiiMiiiiuKiiiiiiiuiiiiiia HJÚKRUNARKONA SKRIFAR: „Dagblööin, aö minnsta kosti sum, hafa haft þaö eftir einhverj- um forráðamönnum I sjúkrahús- málum, að mikill skortur sé á hjúkrunarkonum og að ástæðan fyrir því sé sú, að húsnæði skorti fyrir nemendur Hjúkrunarkvenna skólans. Þetta kemur þeim spanskt fyrir sjónir, sem dálítið hafa kynnzt þessum málum, SÚ REGLA liefur verið í gildi til skamms tíma, að nemendum í .skólanum hefur verið gert að skyldu að búa í skólanum. Stúlk ur utan af landi hafa að sjálfsögðu viljað þetta, en stúlkur, sem eiga heima í Reykjavík haf>a ekki viljað þetta nema ef til nokkrar, og dæmi veit ég til þess að stúlkur hafa bókstaflega hætt við að fara í þetta nám vegna þessarar kvaðar. Það gæti orðið til þess að bæta úr. OG ÞAÐ VÆRI AD minnsta kosti engin vanþörf á því. Innan skamms þarf mikinn fjölda nýrra hjúkrunarkvenna. Landspítalanum miðar að vísu seint og Borgarspit alanum ekki betur, en við skulum vona að innan skamms komi skrið ur á framkvæmdirnar svo að við förum að minnsta kosti >að eiga von á því að margir tugir nýrra sjúkra rúma bætist við. Og þegar þar að kemur vantar margar hjúkrunar konur. blaða um húsnæðisskort sem valdt því að stúlkur sem vilja geti ekkl fengið að læra hjúkrun. ÞÓRSHÖFN Afgxeiðsluinaöur AlþýÖublaðsins á á Þórshöfn j JÓHANN JÓNSSON ] NÚ HLJÓTA ALLIR að sjá það, hversu fráleitt það er, þegar vitað er að mikill skortur er á lærðum hjúkrunarkonum, að þetta skilyrði skuli vera þrándur í götu þess j að stúlkur, sem vilja læra skuli verða að hætta við það vegna þessa. Enn hefur engin skýring verið gefin á því hvers vegna þetta ákvæði er sett af hálfu þeirra sem stjórnað hafa skólanum. En j ég geri ráð fyrir, að með því þykist skólinn geta liaft ákveðnari stjórn á stúlkunum. ÞETTA TEL ÉG ekki hafa neina ástæðu, því að ég er viss um það, að ef stúlkan lætur ekki að stjórn, þá gerir hún það alls ekki þó að hún væri í heimavist í sjálfum skólanum. En enda finnst mér að svo mikið sé í húfi að nægilegar margar stúlk ur fáist í þetta nám, að sjálfsagt sé að afnema þetta skilyrði, enda er mér það sagt, að það sé nú ekki lengur fyrir hendi. ÞAÐ VANTAR ALLS EKKI hús rúm til þess að Hjúkrunarkvenna skólinn geti tekið fleiri stúlkur í nám en raun er á. Hitt vil ég álíta, að það vanti átak og það' vanti vilja og framtak hjá þeim, sem þessum málum eig að sinna. Mér finnst að búið sé að segja svo mikla vitleysu í sambandi við hjúkrunarkvennaskortinn að tími sé kominn til þess >að andmæla. ÉG SKRIFA ÞÉR þessar línur eiginlega í þeim tilgangi iað skora á heilbrigðisyfirvöldin að láta fara fram rannsókn í þessu máli, en trúa ekki fullyrðingum einhverra SKIPATRYGGINGAR Tryggingai* á vörum í á eigum skipverfa Heimistrygging heníar yöur Áhafnaslysa Ábyrgðar Aflatryggingar TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR" tlNDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 2 1 260 SI M.N EFNI iSURETY 2 22. október 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.