Alþýðublaðið - 22.10.1964, Síða 3

Alþýðublaðið - 22.10.1964, Síða 3
Nýjum Voshnok skotið bráðum? - Moskva, 21. okt. (NTB-Reuter). j til tunglfarar. Geimfararnir sögðu - Sovézka þriggja manna geim- frá reynslu sinni á fjögurra stunda farið „Sólarupprás” var hið fyrsta | blaðamannafundi að viðstöddum af nýrri gerð geimfara og ekkert '■ 2000 blaðamönnum og vísinda- er því til fyrirstöðu, að nýju geim- fari verði skotið með nokkrum jnönnum, að því er fram kom á blaðamannafundi, sem sovézkir Vsíindamenn héldu í Moskva í dag. Kona yrði kannski í nýja geimfarinu, en ekki var sagt hve- baer þessi geimferð yrði farin. Vladimir Komarov ofursti, fyr- irliðinn um borð í „Sólarupprás” á 16 ferðum þessum umhverfis jörðina, sagði, að ekki yrði unnt að nota hina nýju gerð geimfara Kína vill fund æðstu manna Washington, 21. okt. (NTB-R.). Johnson forseti hefur fengið bréf frá Chou En-lai, forsætisráð- herra Kína, þar sem lagt er til að efnt verði til fundar æðstu inanna heimsins um algera eyð- ingu allra kjarnorkuvopna, að því er bandaríska utanríkisráðuneytið skýrði frá í dag. Formælendur ráðuneytisins kváðu tillöguna samhljóða áskor- unum, sem Kínverjar beindu til annarra landa, þegar Þeir höfðu gert kjarnorkuvopnatilraun sína. Afstaða Bandarikjanna væri ó- breytt síðán Rusk utanríkisráð- herra kalláði tillöguna áróður til að róa heiminn á sunnudaginn. Ekki er vitað hvort forsetinn svar- ar bréfinu. mönnum úr Moskva-háskóla. Geimfararnir sögðu geim- farið væri búið tveim eldflaugum til að stjórna því, og var önnur t.il vara til að tryggja örugga lendingu, ef aðaleldflaugin bilaði. Varaeldflaugin gerði kleift að láta geimfarið fara lengra út í geim- inn en tekizt hefur til þessa. — Lendingin hefði verið þægileg. — Fallhlífarútbúnaður geimfarsins var tekinn í notkun, þegar, geim- farið kom inn í gufuhvolfið og ferðin minnkað. Þá var geimfarið um 5 km. frá jörðu og hraðinn um 220 m. á sek. Hraðinn var eng- inn þegar geimfarið lenti. Géimfararnir neituðu að segja frá eldflauginni, sem notuð var til að senda geimfarið út í geiminn, en hún er sögð öflugri en eld- flaugar þær, sem Rússar hafa not- að til þessa. Þeir sögðu, að geim- ferðin liefði ekki átt að standa lengur en 1 24 stundir. Áhöfnin hefði heldur ekki átt að breyta um stefnu geimfarsins. Áhöfnin sat í hægindastólum í ferðinni. Þeir töluðust við og sváfu til skiptis. Ekkert það væri í geimfarinu sem nota mætti til njósna. Á seinni geimferðum yrði kannski rúm fyrir blaðamenn. Geimfarinn Feoktistov, sem er vísindamaður, taldi að unnt væri að venjast aðstæðum í geimnum og lifa og starfa við slíkar aðstæður. Hann sagði, að sér liði ágætlega eftir ferðina og snæða fjórar mál- tíðir með góðri lyst. Einnig hefði Frh. á 13. síðu. í París var nýlega opnuð sýning á allskyns verðmætum listgripum. Sýningin er í höll fornri, og muu standa í þrjár vikur. Stúlkan hér á myndinni er að skoða manntafl, sem er hin mesta listasmíð og hefur að auki til síns ágætis að hafa eitt sinn verið í eigu Napóleons keisara. DE GAULLE HÓTAR AÐ [ARA ÚR EBE PARÍS, 21. okt. (NrÉB-R). | ekki samkomulagi um sameigin- Frakkar hótuðu í dág að segja lega stefnu í landbúnaðarmálum. sig úr Efnahagsbandalaginu og hætta þátttöku í Kennedy-umferð viðræðnanna um gagnkvæmar tollalækkanir EBE og Bandaríkj- anna, ef Efnahagsbandalagið næði Meiri harka færist nú í kosningabaráttuna i USA Washington, 21. okt. (NTB-R). Jolinson forseti sagði í kosn- ingaræðu í Akron í Ohio í dag, að ef hinir nýju leiðtogar Sovét- ríkjanna væru fúsir til samvinnu um eflingu friðarins, mundu þeir finn'a bandamenn þar sem Banda- ríkjamenn væru. . Hann kvað Bandaríkjamenn fúsa til samstarfs á sviðum, þar sem þeir og Rússar hefðu sameigin- legra hagsmuna að gæta. Við vit- um ekki hvaða stefnu hinir nýju leiðtogar Rússa munu fylgja, en ef þeir vilja vinna að friði, kom- ast þeir að raun um, að við er- um fúsir til hins sama, sagði Johnson. Johnson kvaðst enn fremur vilja vinna að eflingu SÞ, hjálpa yíkjum Asíu að veita Kínverjum viðnám og tryggja öryggi fyrir sjálfstæð ríki í Austurlöndum. Bandaríkin vildu ekki leppríki — heldur tryggja það, að þróunar- löndin í Afríku og Rómönsku Ameríku héldu sjálfstæði sínu. Um stefnu þá í kjarnorkumál- um, sem Barry Goldwater, forseta- efni republikana hefur gert sig að formælanda fyrir, sagði John- son án þess að nefna nokkur nöfn, að almætti það, sem Banda- ríkin hefðu, mætti ekki fela í hend ur mönnum, sem kynnu að beita því af hvatvísi og ábyrgðarleysi. Ekki mætti fela varðveizlu heims- friðar í hendur mönnum, sem tryðu ekki á möguleika þess, að komizt yrði að langvarandi sam- komulagi. Mynd af stúlku í „topplausmn” baðfötum, maður klæddur aðeins einu fíkjublaði og titilsíða bókar, sem kallast „Jazz Me, Baby,” hafa verið klippt úr kvikmynd þeirri, sem yfirmenn kosningabaráttu forsetaefnis repúblikana, Barry Goldwaters, ætla að sýna í sjón- varpi á morgun. Mynd þessi á að sýna þjóðinni ástandið í siðferðis- málunum undir stjórn Jolinsons, Framh. á bls. 4 Gagnrým sænskra komma linnir ekki Stokkhólmi, 21. október. (NTB). Sænski flokkurinn beinir æ harðari gagnrýni á þær aðferðir, sem beitt var til að víkja Krústjov frá völdum. Leiötogi flokksins, Hermansson, Iiefur kallaff þessar aðferðir ruddalegar og skelfilegar og í dag birti kommúnistablaffið „Ny Dag” grein, þar sem því er haldiö fram, aff brottvikningin gangi í berliögg við lög sovézka kommúnistaflokksins og landsins og valdaskiptingin skilji eftir ó- bragð í munninum. Greinarhöfundur er einn nán- Framh. á 13. siðu. Alain Peyrefitte upplýsinga- málaráðherra sagði, að de Gaulle forseti hefði gert grein fyrir þessu á ráðuneytisfundi í dag, en þar var rætt um hinar misheppnuöu samningaviðræður landbúnaðar- ráðherra EBE-landanna um sam- eiginlegt komverð. Þessi afstaða Frakka hefur ekki komið á óvart. Frakkar hafa áður sagt, að þeir kynnu að taka aðild sína að EBE til endurskoðunar, en hefur aldrei verið sagt eins ótvírætt og að þessu sinni. — De Gaulle sagði í fyrrahaust, að Frakkar mundu missa allan áhuga á EBE, ef fyrirhugað skipulag mjólkurafurða og kjötmarkaða yrði ekki framkvæmt. Þessi skoð- un Frakka varð til þess, að sam- komulag náðist um jólin. Síðan hefur ósamkomulag ríkt um kornverðið, sem er mjög mis- munandi í hinum ýmsu löndum EBE, hæst í Vestur-Þýzkalandi og Frakklandi. Nefnd EBE hefur á- kveðið, að verð á korni verði jafn hátt í öllum löndum frá 1. júlí 1966. Samningaviðræðurnar í ráð- herranefndinni hafa staðið í eitt ár. Harðasti andstæðingurinn er V- Þýzkaland. Vestur-þýzka stjórnin hefur lagzt gegn sameiginlegu kornverði aðallega af innanríkis- ástæðum, enda vill hún helzt ekki skerða liagsmuni vestur-þýzkra bænda fyrir þingkosningarnar á næsta ári. í sumar varð ráðherranefndin ásátt um, að síðasti frestur til að ná samkomulagi skyldi vera til 19. desember. Þetta táknar þó ekki, að Vestur-Þjóðverjar liafi skuM- bundið sig til að fallast á ein- hverja málamiðlunarlausn. í yfirlýsingu frönsku stjórnar- innar er ekki minnzt á 15. desem- ber, en almennt er álitið í Briiss- el, að náist ekki samkomulag fyr- ir þann tíma, náist heldur ekki samkomulag í janúar eða febrúar, enda verður enn styttra til vestur- þýzku kosninganna þá. Formæl- andi hollenzku sendinefndarinnar í Briissel sagði í dag, að hótun de Gaulle væri mjög alvarleg. Bjartsýni á lausn Kýpur- vandamálsins London, 21. okt. (NTB-R.). Sáttasemjari SÞ á Kýpur, Galo Plaza, sagði í London í dag, að hann gerði ráð fyrir að finna mætti lausn á Kýpur-málinu áður en mjög langt um liði. Glao Plaza ræddi í dag við hina nýju utanríkis- og samveldis málaráðherra Breta, Patrick Gor- don-Walker og Arthur Bottom- ley. Hann sagði blaðamönnum áð- ur en hann hélt til New York til viðræðna við U Thant aðalfram- kvæmdastjóra, að hann mundi leggja fram skýrslu um viðræður sínar við stjórnir Kýpur, Grikk- lands og Tyrklands. Hann sagði, að sjónarmið land- anna þriggja væru ekki lengur óhagganleg og það væri góðs viti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. október 1964 3 I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.