Alþýðublaðið - 13.11.1964, Qupperneq 2
Sitstjórar: Gylft Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl:
Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúl: Eiður Guðnason. — Símar:
14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðseturi Alþýðuhúsið við
Hverfisgötu, Beykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald
kr. 80.00. — X lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðúflokkurinn.
UMFERÐARFRÆÐSLA
EKKI eru nema fá ár síðan umferðarkennsla
<var tekin upp að marki í skólum hérlendis. Nú er
kennsla í þessum málum komin svo vel á
<veg; að á komandi vori munu öll tólf ára böm í
barnaskólum í kaupstöðum látin ganga undir próí
í umferðarreglum um leið og þau ljúka.fullnaðar-
prófi.
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra lýsti
því yfir í umræðum á Alþingi fyrir fáum dögum,
að þessa kennslu bæri að auka og eflá og mundi
hann beita sér fyrir því að svo yrði gert.
Nú á idögum er umferðin svo snar þáttur í lífi
hvers manns, að nauðsynlegt er, að þegar á unga
aldri séu börnum gerðar ‘ljósar þær hættur, sem
umferðin skapar, þeim kennt að gæta sín og virða
þær reglur, sem umferðin lýtur.
Því miður er það svo, að við íslendingar eig-
um enn margt ólært í þessum efnum, og.verðum
við að taka duglega á, ef við ekki viljum dragast
afur úr grönnum okkar á þessu sviði.
Umferðarkennslan í skólunum er fyrsta veru
lega stóra skrefið í þá átt að bæta úr því, sem nú er
aflaga. Ber að fagna því, að skilningur ríkir á, að
efla þennan þátt hinnar almennu umferðarmennt
unar. Það er mikið verk að koma slíku nýmæli á
laggirnar í skólum landsins, sem þessi kennsla er,
og þess því ekki að vænta að því sé hægt að koma
í kring á örskömmum tíma.
Við eigum enn langa leið ófarna að markinu,
en megum samt hvorki spara fé né fyrirhöfn til
að koma fram umbótum. Fyrr eða síðar hlýtur
að koma að því, að hér 1 borginni og í stærstu kaup-
stöðunum, verði komið upp sérstökum svæðum
þar sem umferðarkennsla skólabama fer fram. Á.
þessum svæðum yrðu akbrautir, gangbrautir og
farartæki allt sniðið við hæfi barnanna, þannig að
kennslan yrði í senn verkleg og munnleg og þau
lærðu af eigin raun hvernig bezt má forðast hætt-
ur umferðarinnar og hvernig umferðin skuli vera
svo minnstar hættur skapist.
Eins og er, þá er tollur okkar íslendinga á alt-
ari umferðarinnar of hár. Það er skylda hvers borg
ara, að gera hvað hann má til þess að lækka þenn-
an dauðatoll.
ÍSRAELSFÖR
DR. BJARNI BENEDIKTSSON forsætisráð
herra og kona hans eru nýkomin úr heimsókn tii
ísraels. Síðan hið nýja Ísraelsríki var stofnað hef
ur jafnan verið gott vinfengi milli þess og íslands
Ýmislegt er sameiginlegt með þjóðunum, báðar
byggja harðbýl lönd og báðar eru duglegar og fram
sæknar. íslendingar hafa oftlega stutt málstað
Israels á alþjóðlegum vettvangi og er þess að
vænta, að góð vinátta þjóðanna haldizt um framtíð
báðum til hagsbóta.
Husqvarna
SÝNING
SÝNIKENNSLA
Frk. Gutarp deildarstjóri saumadeildar hjá Husqvarna verk-
smiðjunum, ásamt frú Erlu Ásgeirsdóttur, mun sýna og leiðbeina um
, meðferð og notkun Husqvarna saumavéla.
Fer sýnikennsla þessi fram í húsakynnum vonxm, að Suðurlands-
braut 16, miðhæð, sem hér segir:
★ FÖSTUDAG 13. nóv. kl. 14—9 og 20—22.
★ LAUGARDAG 14. nóv. kl. 14—18.
Öllum er heimilt að notfæra sér þetta einstæða tækifæri til að
kynnast Husqvama saumavélum, auk þess sem ýmsar
af öðrum framleiðsluvörum HUSQVARNA yerksmiðjanna verða
sýndar.
GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F.
Suðurlandsbraut 16
Piltar og stúlkur í löggæzlu!
LÖGREGLUSTJÓRI hefur eef-
ið út tilkynningu um það, að hann
ætli sér meðal annars að ráða
nokkra unga menn á aldrinum 19
—21 árs í lögregluna, að þeir eigi
að starfa að ýmsum léttari og
vandaminni lögreglustörfum undir
stjórn eldri lögreglumanna, sem
notið hafa þjálfunar. Þetta lizt
mér vel á. j'afnframt liefur hann
tilkynnt, að hann ætli sér að ráða
ungar stúlkur til starfa að lög-
gæzlumálum, aðallega á götum úti
og þar á meðal við gæzlu stöðu-
mæla.
OG ÞETTA LÍZT MÉR enn
betur á. Ég hef fyrir löngu ætlað
að minnast á það, að gæzla stöðu-
mæla hefur til þessa ekki verið
góð, enda alls ekki hægt að ætlast
til þess, að lögreglumenn, önnum
kafnir við önnur störf, geti gælt
mælanna og bifreiðanna eins vel
og skyldi. Það gerist þúsund sinn-
um á dag, að lögbrot eru framin í
sambandi við stöðumælana. Menn
leggja 'bifreiðum sínum vitlaust,
leggja þeim til dæmis utan á aðrar
bifreiðar svo að þær komast ekki
út, hugsa ekkert um það hvort
gjald hrekkur fyrir tímanum o. s.
frv.
STÖÐUMÆLARNIR HAFA
reynzt mjög tii bóta í liinni erfiðu
og viðsjálu umferð og hefðu orð
ið til enn meiri* bóta ef þeirra
hefði verið betur gætt. Það er erf-
itt að fá menn til þess að starfa í
lögreglunni. Vel æfðir og vel hæf-
ir lögreglumenn eru ekki ýkja
margir. Þess vegna er það rangt
að hafa þessa fáu menn við eins
auðveld störf og gæzlu stöðumæla.
Mér hcfur oft blöskrað bað. Ég
held að ungar stúlkur í sínum ein-
kcnnisbúningi geti gætt mælanna
og einnig stjórnað umferð miklu
betur en risavaxnir lögregluþjón-
ar. Eins er með piltana. Þeir geta
uppfyllt margar þarfir í löggæzlu
starfi og lögreglustjórninni þá um
leið gefast tækifæri til að skipu-
leggja starf æfðra og fullgildra
lögregluþjóna miklu betur.
SANNLEIKURINN ER SÁ að
löggæzla hefur ekki verið góð í
Reykjavík. Borgin hefur stækk-
að gýfurlega á tiltölulega fáum ár-
um og íbúum fjölgað að sama
skapi. Jafnframt hefur reynzt S9
erfiðara að fá nógu marga lög-
reglumenn og þá er ekki von &
góðu. Það er vandasamt starf a®
vera lögreglumaður — og það eí
vandasamt að fá nógu marga unga
menn með hæfa skapgerð. En ef
til vill er hægt að efla álitlegaa
hóp ungra manna til lögreglustarfa
með því að taka þá svona unga og
láta þá njóta þjálfimar sér eldri
manna og vanart.
ÉG ER SANNFÆRÐUR UM, aH
lögreglustjórnin er á réttri leið.
Ég býst víð, að Reykvíkingar sóa
sama sinnis og ég, að þeir munl
fagna ungu stúlkunum og ungtt
piltunum þegar þau fara að hjálpa
til þess að greiða úr umferðinnL
Við eigum oft í erfiðleikum I
flækjunni svo að það er tími tö
kominn að greitt sé úr.
Hannes á liorninu.
Eyjólfur K. Sigurjónssori
Ragnar A. Magnússon
LöggiRir endurskoðendur
Flókagötu 65, 1. hæð, sími 17903
2 13. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ