Alþýðublaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 3
Perón lagður stað írá Mac inn úr borginni. Ekki var sagt hvert. Talið er, að hann sé far- inn til Portúgal en jafnframt er bollalagt hvort hann hafi ákveð ið að snúa aftur til Argentínu. Fréttirnar frá Madrid vöktu uppnám á ritstjórnarskrifstof- um, kauphöllinni og meðal ráð herra í Buenos Aires. Juan Palmero innanríkisráðherra var vakinn um hánótt til að halda skyndifund með Suares land- varnaráðherra. Seinna var sagt, að gerðar hefðu verið nauðsyn- legar ráðstafanir til að tryggja iög og reglu. Fregnirnar bárust um leið og Jr nu MOSKVU, 22. nóvember (NTB- Reuter). Austur-evrópskir komm unistaleiðtogar voru á heimleið frá Moskvu í dag eftir þátt- töku sína í byltingarafmælinu og stjórnmálaviðræðum í Krcml. Sovézkir og kínverskir leiðtogar héidu hins vegar áfram leynivið- ræðum sínum. Ekki er vitað hve- nær Chou En-lai forsætisráðherra snýr aftur til Peking. i Austur-þýzki kommúnistaleið- toginn Ulbricht sagði við heimkom una til Berlínar, að viðræðurnar v,ið Kínverja sýndu, að alger ein ing ríkti um ráðstafanir til að efla samvinnu í þágu kommúnistahreyf ingarinnar. Fréttastofan Tass sleppti þessum ummælum í frétt um heimkomu Ulbrichts, én birti þau ummæli hans, að alger eining ríkti með Rússum og A.Þjóðverj- um um samvinnu flokkanna og grundvallaratriði samstarfs komm únistaríkja. Blaðamenn vestrænna kommún- istabl. segja engan fót fyrir frétt um um, að Chou En-lao og so vezki flokkslei-ðtoginn Bresjnev lrefðu orðið ásáttir um að hefja nýjar viðræður í Peking á næsta ári. Hins vegar er erfitt að afia fregna um viðræðurnar. Blaðam. minnast þess ekki, að eins mikil leynd hafi ríkt yfir öðrum heim- sóknum til Ijíoskvu. Flestir telja að engar ítarlegar viðræður um hugmyndafræðileg efni eigi sér stað. Talið er, að Chou og sovézku leiðtogarnir ræði heldur form samningaumleit ana í því skyjji að leysa hinar djúpustæðu deilur kommúnista flokka landanna. 1 Moskvu er talið, að samninga umleiðanir Kínverja og Rússa verði mjög langár og næsti áfangi kunni að verða nýr fundur. Slíkt samkomulag mundi sennilega neyða Rússa til að fresta undir- búningsfundi helztu kommúnista- flokka heims, sem fyrirhugaður er 15. des. Austur-evrópskar heim ildir hermdu í dag, að sennilega hefði fundinum þegar verið frest að, en þetta er ekki hægt að fá staðfest. HÆSTIRÉTTUR \ Framh. af 16. síðu. I stjórinn sig fram. Framburður hafði verið farþegi í bílnum. Hann hans var þveröfugur við framburð, bar því við að bílstjórinn væri hjartaveill og hefði hlaupist á brott vegna ótta. Hann þvertók fyrir að bílstjórinn hefði verið drukkinn við stýrið, en hann sjálf- ur hefði hinsvegar neytt víns skömmu áður en liann gaf sig fram við lögregluna. Að loknum vitnisburði var hann settur í fangaklefa. Skömmu eftir miðnættið gaf bíl SEXTUGUR í DAG: Bjami Kristjánsson í dag er. sextugur ungur maður, sem ég kynntist fyrir nokkrum árum síðan, að mér finnst. Reynd ar segif aldur minn að 32 ár séu liðin síðan en það finnst mér jafn- óskiljanlegt og það, að ungi mað- urinn sé sextugur orðinn. Svo mun þó vera, ekki tjóir mót því að mæla, en fyrir mér er hann ajltaf jafn ungur og forðum daga er ég minnist hans fyrst. Enn er hann jafn myndarlegur, glaðvær og góðviljaður og fiann var þá, og hefur verið allan tímann. Það er því ekki að furða þótt mér finn- ist hann ekki hafa elzt að marki. Og víst er hann unglegur enn. Ef til vill meðfram vegna þess að haiin hefur jafnan tekið því með jáfnaðargeði sém að höndum hefur borið þessa tuttugu og eitt þúsund og níu hundruð daga. Skin og skúrir hafa skipzt á, eins og verða vill í lífi flestra manna en ég held að skin hafi aukizt mjög og skúrum fækkað eftir því sem á hefur liðið. í rúmgóðu og myndarlegu húsi sinu hafa þau hjónin nú búið um tveggja áratuga skeið, alið þar upp fjögur góð og mannvænleg börn og njóta þar nú yndisstunda með tug barnabarna. En hvert er hið hamingjusama afmælisbarn? Það skal ekki dreg ið lengur áð skýra frá því. Af- mælisbarnið er sextugur bónda- sonur austan úr Flóa, Bjarni Kristjánsson vörubifreiðastjóri á Þrótti, sem um margra ára skeið rak veitingasölu í Kaffivagninum við Reykjavíkurhöfn og síðar í Verkamannaskýlinu. Honum og hans ágætu konu, Jórunni Krist- insdóttur, samfagna í dag allir þeir mörgu, sem þeim hafa kynnzt að góðu einu um dagana. Því miður verður nokkur biðlund að vera á því að við þrýstum hend ur þeirra tij árnaðar og samfagn- aðar, þvi Jórunn liggur á sjúkra- húsi, þó á batavegi sem betur fer. En við, vinir Bjarna, sendum lionum í handtaks stað þá af- mælisgjöf sem hann kýs sér helzt en það er ósk um góða og varan- lega heilsu til handa konu hans. Og þá afmælisósk til hins sextuga valmennis munum við síðar stað- festa með hlýju handtaki. Sig. Guðmundsson. Madrid og Buenos Aires, 12. okt. (NTB-Reuter) MIKILL uggur greip um sig í höfuðborg Argentínu þegar staðfest var í Madrid í dag að Juan Peron fv, forseti væri far rrd nefnd sú, sem berst fyrir heim- komu Peróns, fór einnig frá Madrid. Vitað er að einkaritari Peróns sagði, að maður henn- ar hefði farið út að borða með nokkrum vinum. farþegans og bar hann að þeir hefðu báðir drukkið úr brennivíns flösku í kyrrstæðum bílnum, áður en slysið varð og hann hefði þá fundið til áfengisáhrifa og hlaup- ist á brott af ótta við afleiðingar áfengisneyzlunnar. Bílstjórinn var síðan færður til læknis, þar sem blóðsýnishorn var tekið af hon- um. Nú virtist málið liggja nokkuð ljóst fyrir, en við vitnaleiðslur kom í ljós, að ekki vár allt á hreinu með stöðvunarskyldu á um- ræddum gatnamótum og að banda ríska konan sem fyrir óhappinu varð, fann til eymsla í öxl og hand legg sem við skoðun nokkru síðar reyndist stafa af viðbeinsbroti, er hún hafi fengið við áreksturinn. Hún krafðist því skaðabóta úr hendi bílstjórans fyrir meiðsli sín og ennfremur gerðu hjónin kröfur vegna bílmissisins og skemmda á honum. Við frekari vitnaleiðslur tók far- þeginn í tankbílnum fyrri fram- burð sinn aftur og færði hann til samræmis við framburð bílstjór- ans. Bíll hjónanna var tryggður hjá Vátryggingafélaginu hf. og var það því líka aðili að málinu. í héraði var bílstjórinn og trygg ingafélagið dæmd til að greiða hjónunum 32.000 krónur í skaða- bætur fyrir meiðsli frúarinnar og ýmislegt óhagræði sem af bíl- missinum hlaust, auk bóta fyrir muni sem stolið hafði verið úr læstum bílnum á verkstæði, þar sem hann var í umsjá tryggingar- félagsins. Þá voru stefndu dæmd- ir til að greiða allan málskostnað 15.000 krónur. Upphaflegar kröfur stefnanda hljóðuðu hinsvegar upp á 71.700 krónur. Stefndu áfrýjuðu málinu til hæstaréttar og þótti ekki tekið til lit. til þess, að stöðvunarskylda var óviss á gatnamótunum og að blóð- sýnishorn af bílstjóranum hafði ekki verið tekið fyiT en nokkrum klukkustundum eftir að árekstur- inn átti sér stað. Hvorki héraðsdómur eða liæsti- réttur tóku þessa vörn til greina og liæstiréttur hækkaði skaðabæt- urnar upp í 45.600 krónur og máls- kostnað fyrir báðum dómum upp í 22.000 krónur. Novotny völdum PRAG, 12. október (NTB-Raut- er). — Antonin Novotny, hinn 59 ára gamli leiðtogi tékkósklóvak- íska kommúnistaflokksins, var í dag endurkjörinn forseti Tékkósló vakíu til næstu fimm ára. Novotny hefur veriff aðalritari kommúnista flokksins síffau 1953 og forseti síð an 1957. Báffum þessum embætt um gegnir hann áfram. Novotny hefur verið kunnur sem dyggur' fylgismaður Nikita Krústjovs, fv. forsætisráðherra Sovétríkjanna, og orðrómur var á kreiki um að ef til vill yrði hann ekki endurkjörinn forseti. Blöð í Tékkóslóvakíu minntust ekki á það í fregnum sínum um væntan legar forsetakosningar hverjir kæmu til greina. Ýmsir töldu þetta heldur í Prag benda til þess, að pólitísk framtíð Novotnys væri óviss. Bollalegglngarnar náðu há- marki þegar tilkynnt var, að hann tæki ekki þátt í byltingarhátíða- höldunum í Moskvu í síðustu viku og viðræðum austantjaldsleiðtoga í því sambandi. Tékkóslóvakía var eina kommúnistalandið utan Albaníu sem sendi ekki þjóðhöfð ingja eða flokksleiðtoga sem full trúa sinn við hátíðahöldin. í forsetatíð Novotnys hafi stjórnarhættir í Tékkóslóvakíu smám saman færzt í frjálslyndara horf á síðustu árum. Nokkrum fyrrverandi samstarfsmörnum hans, m.a. Viliam Siroky fv. for- sætisráðherra, hefur verið vikið Framhald 6 13 síðu OSTA-OG SMJORSALAN s.f. SN0RRABR&UT 54. ostur A ER DCflOLM ' OG fLJÚFFENGUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. nóv. 1964 3,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.