Alþýðublaðið - 13.11.1964, Page 6

Alþýðublaðið - 13.11.1964, Page 6
j Götusóparar uútiuiaus 1 =3 ■ M Éj Það er orðið sældarlíf að vera götusópari í bænura Selford í Lancashire í Bretlandi. Sex af götu- 1 g sópurum bæjarins hafa fengið þessar tröllslegu ryksugur íil afnota „og verða ekki einu sinni j| [ skítugir á höndunum lengur“, eins og einn þeirra orðaði það. Vélarnar eru knúnar litlum ben ■ ■ zínmótorum og eru amerískar. m sér hiijfa- leikritum HIN töfrandi, gríska leikkona Mel ina Mercouri er saltvond út í bandaríska kjaftablaðið Confiden- tial og hyggst fara í mál við það. Blað þetta er eitt illræmdasta kjaftablað í heimi og hefur nýlega sent fréttasnápa sína til Evrópu til að snapa uppi góðar kjaftasög- ur um frægt fólk þar. Þeir sendu síðan frá sér lýsingatr á því hvern ig Melina ferðaðist á milli veitinga húsa og náttklúbba I París og Aþenu í fylgd með sínum góða vini og stjórnanda Jules Dassin og hinum lögformlega eiginmanni sínum Pan Charokopos. Á grund- velli þessa smíðar blaðið svo sögu um „þríhyrning", sem Melinu lík- ar ekki vel. Hún er um þessar mundir suð- ur á Costa Brava að gera kvikmynd og þar kallaði hún blaðamenn á sinn fund og lýsti yfir: — Jules Dassin og ég höfum í sex ár búið saman eins og hjón fyrir opnum tjöldum. En ég get ekki og vil ekki skilja við eigin- mann minn, sem síðastliðin tíu ár hefur gengið á milli sjúkrahúsa fyrir taugaveiklað fólk. Þegar við Dassin tökum hann með okkur á ferðum okkar, gerist það sam- kvæmt útþrykkilegum tilmælum lækna hans, sem segja, að honum líði miklu betur á eftir — og auk þess veit hann allt um Dassin og mig og skilur okkur. Hvaðan kem- ur Confidential réttur til að blanda sér í svona algjör einkamál? ★ Tímaritið Rose el Youssef skýrir frá því, að rússneska sendi ráðið í Kairó hafi krafizt þess aó fá aftur allar þær ræður Nikita Krústjofs, sem sendiráðið hafði áður gefið landsbókasafni Egypta. ★ Japanir framleiða gerviperl- ur fyrir um 2,3- milljarða króna á ári. Mest af perlunum — um 90% er flutt úr. í fyrra nam útflutning urinn tæþum 2 milljörðum króna og var það tvöfalt hærri upphæð en árið 1959. Kaupa bréf í BLAÐIÐ The Sunday Times í London skýrir frá þ.ví, að nú sé „sá venjulegi borgari" kominn inn á Broadway sem ,,bakhjarl“ hinna nýju stykkja á þeirri miklu leik- húsgötu. Skýrir blaðið svo frá, að nú geti menn keypt sér hlut í stykki, leikriti eða „showi“, jafn auðveldlega og menn kaupa sér hlutabréf eða skuldabréf. Og marg ir virðast gera þetta. Það er orð- inn mikill siður í Bandaríkjunum, að hinn almenni borgari leggi fé í fyrirtæki, og hlutabréfa- og skuldabréfakaup eru gerð auðveld ari með þv.í að sélja slík bréf með afborgunum eða með því að hafa hlutina svo smáa, að auðvelt sé að kaupa bréf af tekjum sínum. Og nú geta menn, sem sagt, keypt sér hlutabréf, ekki aðeins í stáli, held ur líka í leikritum. Þeir, sem fyrir sýningunum standa, skulu leggja fram reikn- ing um tekjur og gjöld, þegar leik ritið er hætt að ganga. Áður en sýningar hefjast skulu þeir upp- lýsa hve mikilla peninga þeir þurfi með og hvenær reikn'að sé með að búið sé að ná því fé inn. Oftast nær þarf leikrit að ganga 8—9 vikur á Broadway til að hafa upp í kostnað. Síðan bætist við gróði, ef nokkur verður. „Stöðvið hnöttinn, ég 'ætla að fara af“ gaf til dæmis af sér 3,75 dollara fyrir hvern einn, sem í það var lagður. En það stykki gekk líka í 17 mánuði fyrir fullu húsi. Þre- eða fjórföldun á því, sem upphaflega er lagt fram; er talin um það bil hámark þess, sem gróð inn getur orðið. Þegar verst gengur, geta menn tapað hverjum einasta eyri (centi), sem þeir hafa lagt fram. í mörg- um tilfellum segja sýningarstjór- arnir hreinlega, að menn skuli ekki leggja fram fé, nema þeir hafi ráð á að tapa því. Nýlega var leikrit Anouihls, „Ferðamaður án Framhald á síðu 1(V- PILLÖR VIÐ ÁST Terry Smith, læknir í Los Ang eles, heldur því statt og stöðugt fram, að hann hafi fundið upp óskeikult lyf gegn „ást við fyrstu sýn“, en slika ást telur hann mjög hættulega. Þetta er pilla, sém gerir þann, er tekur hana, ómót- tækilegan fyrir slíkri ást. Hafi hann tekið slíka pillu, getur hann sallarólegur mætt hvaða fegurðar | mær sem er, án þess að hjartað slái vitund hraðar. Hins vegar hefur ekki verið frá því skýrt, hvort piiian hjáipi konum líka til að standast karlmannlega feg- urð. Þó að slíkrar pillu kunni að vera þörf í Los Angeles og Iíolly wood, hefur Smith lækni enn ekki tekizt að fá neinn til að fram- leiða hana. Það slcyldi þó ekki vera, að framleiðendur telji, að eftirspurn eftir slíkum pillum ýrði ef til vill ekki sérlega mikil? á'HiiiiiímtflipiBmniuiiiiiiiiHiiiiiiiiiniiiiiniiiíiiiiniiiiiiiiinHiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiuiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliniiiinuiiaiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilllilliiiliiliiiiuiiiin! <] Á FRUMSÝNINGU | Þcssi kona heitir Carroll Baker og er kvikmyndaleikkona. Um jj daginn var frumsýnd á Plaza bíóinu á PiccadiIIy Circus í Lond- on ný mynd með henni, mynd, sem gerð er eftir skáldsögunni g The Carpetbaggers. Carroll kom til frumsýningarinnar klædd p (eða óklædd) þessum kjól og áhórfendur urðu snarvitlausir og g réðust yfir allar hindranir til að koma við hana. Það má ann- jj ars taka það fram, að föt (eða kannski öllu heldur skortur á jj þeim) hafa átt mikinn þátt í að skjóta Carroll þessari með Sj forganshraði upp á stjörnuhimininn. iiiiiiimðiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim 6 13. nóv. 2964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.