Alþýðublaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.11.1964, Blaðsíða 10
SVEFNHERBERGISHUSGOGN - ALMUR - TEAK VERÐ OG GREIÐSLUSKIL MÁLAR VIÐ ALLRA HÆFI. Viðskiptavinir gerið svo vel og athugið: Opið tíl kfllkkan 10 í kvÖÍd. HÚSGAGNAVERZLUN AUSTURBÆJAR H.F. Skólavörðustíg 16. — Sími 24620. * Kaupa sér... Frh. af 6. síðu. farangurs", sett upp á Broadway. Það kostaði 150.000 dollara, sem allir töpuðust. „Allmargir „venjulegir menn“ og nokkrir öllu ríkari mynduðu um daginn félag í London til þess að setja upp leikrit á Broadway, í fyrsa sinn fyrir alenska pen- inga. Leikritið er ,,Ó, en dásam- legt stríð“ hennar Joan Little- wood, og það virðist ætla að verða eitt af þessum stykkjum, sem gefn fjórfalt af sér. En það eru enn allmargir fjár- sterkir menn, sem styðja leiksýn- ingar á Broadway, og kallast af þeim sökum „englar" götunnar. Til dæmis má taka Louis Lurie, 76 éra gamlan fasteignabraskara frá San Francisco. Hann lagði fram 700.000 dollara til 11 stykkja á Broadway á síðasta leikári. Henry Ford III. leggur líka pen- inga í „show business“, en ekki eins mikið. Hann hefur lagt um 60.000 krónur í söngleik Duke Ell- ingtons, „Sugar City“, sem bráð- lega verður byrjað að sýna á Broadway. Reiknað er með, að það kosti frá 3,6 upp í 6 milljónir króna að setja upp venjulegt leikrit á einu af stóru leikhúsunum í New York. En hins vegar mun kosta frá 12 og upp í 30 milljónir að setja þar upp söngleik. BRÝNNA ÚRBÖTA Framhald úr opnu. entagarðar, þar sem bæði eru ibúð- ir fyrir hjón og herbergi fyrir ein hleypa stúdenta. Þeir stúdentagarðar, sem hér er um að ræða, hafa sumir verið byggðir fyrir bein eða afturkræf Starf hafnarstjóra í Reykjavík er laust til umsóknar. Laun sam- •kvæmt launasamþykkt Reykjavíkurborgar. Umsóknir berist skrifstofu minni fyrir 5. desember 1964. 12. nóvember 1964 Borgarstjórinn í Reykjavík. framlög ríkisins, aðrir fyrir frjáls framlög ýmissa aðila og stofnana. í þriðja lagi hafa einkaaðilar sums staðar komið upp húsnæði, sem þeir hafa eingöngu leigt stúdentum, og loks hafa verið reistir stúdentagarðar á Norður- löndunum með hagkvæmum lán- um stofnana eins og t. d. húsnæð- ismálastjórnar viðkomandi ríkis. Bygging félagsheimilis fyrir stúdenta við Háskólann hefur ver- ið í undirbúningi mörg undanfarin ár, en verulegur skriður komst á það mál í fyrra. Á fjárlögum fyrir 1964 voru veittar 500 þús. kr. til byggingar félagsheimilis og ein milljón króna á fjárlagafrumvarp- I inu fyrir 1965. Snemma á þessu ári var kosin sérstök félagsheimil- ! isnefnd til að. vinna að fram- ! gangi málsins. í henni eiga sæti: Þórir Kr. Þórðarson prófessor og Loftur Þorsteinsson prófessor, kosnir af Háskólaráði. Ellert B. Schram stud. júr. og Auðólfur Gunnarsson stud. med., kosnir af Stúdentaráði, en menntamálaráð- herra skipaði Stefán Hilmarsson bankastjóra formann nefndarinn- ar. Hefur nefndin starfað siðan í vor. Á fyrsta fundi hennar, 16. júní var henni afhent 100 þús. kr. gjöf; sem vinir og vandamenn Guðmundar Jónassonar, B. A., frá Flatey, færðu Háskólanum til minningar um hann. Verður því fé sérstaklega varið til að útbúa húsnæði Stúdentaráðs í félags- heimilinu, en liann tók virkan þátt í störfum þess á námsárum sínum. Jóni Haraldssyni arkitekt hefur verið falið að teikna húsið. Liggja tillöguteikningar hans fyrir og eru nú til athugunar hjá nefnd- inni. Gert er ráð fyrir, að félags- heimilið verði byggt við Gamla Garð, ekki sizt með tilliti til bættr ar aðstöðu fyrir mötuneyti stúd- enta á vetrum og Hótel Garð á sumrin. En meginhlutverk félags- heimilisins verður vitanlega að bæta aðstöðu stúdenta og deildar- félaga þeirra til félagsmálastarf- semi, eins og nafnið bendir til, Hefur Stúdentaráð nú kosið sér- staka nefnd til að afla fjár til byggingarinnar af hálfu stúdenta. Þess má að lokum geta, að í sumar var kaffistofan í kjallara Háskólans stækkuð um helming fyrir framlag frá skólanum, og var sízt vanþörf á því. / dýragorði Framhald úr opnu. hvort honum sé alltaí ljóst hvað í leiknum sé raunverulegt, skilvitlegt, hvað yfirskilvitlegt. Skylt er þó að geta þess að lok- um að með köflum tekst að móta sýningunni eigin hugblæ, nýta þau skáldlegu tilþrif, sem bregð- ur fyrir í seinni hluta leiksins. Þar nýtur sýningin góðra verka leiktjaidamálara og ljósameist- ara og, síðast en ekki sízt, fal- légrar tónlistar Páls ísólfssonar, föður höfundarins. Þessi stop- ulu tilþrif, þessi staðfestulausi hugblær kynnu að heimila þá von að í kolskógaröskunni leyn- ist lífvænleg frjó. — Ó. J. Miskliður Framhald úr opnu. ið mundu vinsældir þess rýrna svo mjög, að það sem hugsanlegt væri að áorkað yrði aðeins með tækni- legu móti, mundi glatast. í Mið- flokknum er afstaða Hægri flokks- ins í dreifbýlismálinu mikilvæg röksemd gegn algerri samvinnu borgaraflokkanna. í báðum flokk- um ríkir auk þess almennur ótti, ef Hægri flokkurinn, sem hefur mjög vel skipulagða „flokksvél,” , yrði tekinn með í borgaralega sam vinnu mundi mest á honum bera í sam'starfinu. Nýr borgaralegur einingarflokkur yrði þannig hægri flokkur. Fundur HSH Framhald af 5. síðu Hermann Guðmundsson, Stykkis- hólmi, gjaldkeri og meðstjórnend- ur: Stefán Ásgrímsson, Stóru- Þúfu, Miklaholtshreppi og Þórður Gíslason, Ölkeldu, Staðarsveit. Þá var kosinn sérstakur blaða- fulltrúi, Sigurður Helgason, skóla- stjóri, Stykkishólmi, sem á að hafa það hlutverk, að koma fréttum af starfsemi sambandsins til útvarps og blaða, en það kom fram á fund- inurh að blöðin væru ekki fús til að birta fréttir frá sambandinu. Alþýðublaðið var þó undanskil- ið í þessu efni. 10 13. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.