Alþýðublaðið - 04.12.1964, Síða 2

Alþýðublaðið - 04.12.1964, Síða 2
Rltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt GröndaL — Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiöur Guönason. — Simar: 14900-14903. — Augiýsingasími: 14906. — Aösetur: AlþýðuhúsiÖ viB Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýöubiaösins. — Áskrixtargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakiö. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Bííaferja\ á Hvalfjörö HVALFJÖRÐUR er einn mesti farartálmi í ' vegakerfi íslendinga. Hann skiptir kerfinu að heita ; má í tvennt, og er annars vegar allt Suður- og Suðvesturland, en hins vegar Vesturland, Vest- firðir, Norðurland og Austurland. Mestan hluta . árs verður öll bifreiðaumferð milli þessara tveggja hluta vegakerfisins að fara fyrir Hvalfjörð. Má segja í stórum dráttum, að Hvalfjörður taki klukku stundar skatt af hverjum manni, sem fyrir hann þarf að fara, og er það mikill og dýr vinnutími. Rætt hefur verið um margar leiðir til að stytta leiðina um Hvalfjörð. Kemur til greina malbik- aður vegur fyrir fjörðinn, brú yfir hann, göng undir hann — eða bílaferja. í lok síðasta ófriðar, þegar Emil Jónsson var samgöngumálaráðherra, ■ var undirbúin bílaferja, skip keypt og byrjað á löridunarmannvirkjum, en verkið var stöðvað. Nú hefur málið verið tekið upp á nýjan leik. Benedikt Gröndal flutti um það tillögu, sem Alþingi sam- þykkti fyrir hálfu öðru ári. Hefur hann nú spurzt fyrir um málið, en Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, gefið ítarlega skýrslu um athuganir og undirbúning þess. Af skýrslu ráðherrans má marka, að hér sé um að ræða framkvæmd, sem mundi koma að mildu gagni og tímabært sé að ráðast í. Bílferja mundi kosta 10 milljónir króna og standa undir sér, en hafnarmannvirki 15 milljónir og vegir 2 milljónir. Mun erfitt að finna aðra samgöngubót á landinu, er svo mikið gagn mundi gera og svo margir njóta góð$ af, sem þó kostaði minna en tveir mótorbátar. Bílferja yfir Hvalfjörð mundi hafa mesta þýð- ingu fyrir Akranes, Borgarnes og nærsveitir, auk þess sem öll mjólk frá Borgarnesi er nú flutt land- leiðina. Sami tímasparnaður verður þó fyrir alla bílaumferð milli Reykjavíkur og Vesturlands, Vest fjarða-, Norðurlands og Austurlands. Ætti ekki að þurfa meira en sterkt, samstillt átak margra aðila til þess, að ferjumálið komist í höfn á næstu árum. Hinn steinsteypti vegur frá Reykjavík til Keflavíkur er mesta mannvirki sinnar tegundar hér á landi og mun víkka sjóndeildarhring þjóð- arinnar í vegamálum. Verður nú að gera fleiri stórátök til að bæta slagæðar vegakerfisins, þær sem svo til allir fara um. Þar eru Austurvegur og Hvalfjörður næstu skrefin, og er ferjumálið á Hvalfirði þó smámál að kostnaði í samanburði við þær brautir, sem hér hafa verið nefndar. Þess vpgna er það framkvæmanlegt. ■ I ■! 'HI-TI1IHHM I—— | | | iimi ||, m MINNING SKÁLDS Á MARKAÐSTORGI ALLT FRÁ ÞVI er Davið Stef ánsson kvaddi sér hlijóðs með Svörtum fjöðrum átti þjóðin skáldið og skáldið þjóðina. Þetta byggðist ekki á neinni opinberri viðurkenningu, skáldalaunum eða háttstemdum skrifum, heldur á því að hann fann streng í hvers manns brjósti, hug sVeins og meyj ar, sjómanns og verkakdnu, em- bættismanns og eyrarverkamanns. Þetta gerði hann að þjóðskáldi mjög snemma. Sá titill var ekki gefinn skáldinu af akademíu eða háskólabörgarafundi heldur fóllii í önn við störf sín og á hvíldar stundum. ALLT FRÁ ÞVÍ ER ég var á fimmtánda ári ,,átti“ ég Davíð Stefánsson, og hann mig. Hver bók hans var mér dýrmæt gjöf, sem ég unni og naut áratugum saman og það var eins og þær mynduðu í hug mér dýrgrip, band dýrindisperla. Mýkt skáldsins heiliaði mig og bersögli hans hleypti mér kapp í kinn. Ljóð hans urðu mér næring og' iífs- uppfylling. Ég geri þessa játn- ingu vegna Þess, að ég veit að hún er eins og töluð úr brjósti þúsunda íslendinga. VIÐ VORUM LÍKA svipt miklu er andlátsfregn skáldsins barst okkur. Listamaðurinn og lífsspek ingurinn, einmaninn, var okkur horfinn, aldrei framar áttum við von á nýrri bók frá honurn. Þetta voru hörmuleg tíðindi fyrir okkur öll. Persónuleg kynni mín af hon um, að vísu slitrótt, en nokkur samt, dýpkuðu og þroskuðu á- hrif lians á minn hug. Þrátt fyrir kjör þjóðarinnar síálfrar, fólksins, tókst opinberum aðilum ekki að leiða skáldið til sætis þar sem því bar, í öndvegi ásamt tveimur öðrum. Þessa vegna fannst mér alltaf hlaup fyrirmanna til Akur eyrar á jarðarfarardaginn nokkuð ömurlegt. OG NÚ ER MINNING skálds- ins á markaðstorgf. Erfingjar virð ast ger.a tilboð, láta falt, bæjar- stjórn velur úr og hafnar, deilt ér og flokkadrættir myndast, und irskriftasmölun á sér stað. Ömur legt er þetta, smánarlegt er þetta. Skáldið burtkallaðist með skynd ingu. Skiftendur komu að ein- . mana húsi. Bókasafn beið og mun ir biðu og húsið beið. Sá, sejn allt hafði skapað, var ekki við- staddur. Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN vió EUiðavog s.f. Sími 41920. I ALLAR ÞJÓÐIR vernda minn | ingu stórskálda sinna. Hús þeirrá I jafnvel fjallakofar eða skógar- ! hreysi anda að gestum minning ! um, sem að vísu lifa en verða áþreifarilegri við sjón og þreif j ingu augá og handar. Hús Davíðs átti að standa með munum hans öllum. Það er vilji þeirrar þjótt ar, sem kjörði hann þjóðskáld og unni honum alla tíð. Sál skálds ins er í bókum þess, en hún er einnig í húsi þess. Hannes á horninu IVÝJAB BÆKUB tmjibjöfji rlónntlóUir: S Y S T I n X A K Sagan um systurnar er ástarsaga og gerist í Reykjavík — í næsta húsi við þig og mig — hún gerðist í gær og hún ger- ist í dag. Sagan er um ör- lög tveggja systra. Leik- urinn er ójafn. Eldri syst- irin, Júlía, er trygglynd, 1'nn 1». Árnntlóitir: b ó \ si r \ x i 1» V E II Á fií £» A 8. Una er ung kona, Skag- firðingur í báðar ættir og af skáldum komin. Bónd- inn í Þverárdal er fyrsta bók hennar, saga um líf og starf fólksins í landinu. Þeir sem fæddir eru í sveit og enn muha æsku sína, munu þarna rifja upp mörg skemmtiieg ævintýri frá liðnum dögum. en ekki fríð. Sú yngri er fögur og léttlynd. En lesið söguna. Hún er bezta bók Ingibjargar til þessa, og Ingibjörg vex með hverri nýrri bók. ♦ Tvær nýjar ZORRO-bækur: ZOBi Bt O otj thiSttrfullit svertjiií °g XO Bí it O btirzl tí btíifar hentlur LEIFTUR tiujiinnr OHlitirttnon: IJI III t KllIXCUM OKKIJIt Bókin er að nokkru leyti byggð á greinarflokki, sem höf. birti í einu af dag- blöðum Reykjavíkur. En annars þekkja allir lands- menn, að Ingimar er rnanna fróðastur og frá- sögn hans er snilidarleg. Þetta er bók, sem allir — ungir og gamlir — hafa gaman af að eiga og lesa. 2 4. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ v,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.