Alþýðublaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 13
NEðurstööiitöliír Framh. af 1. síðu. Vatnsveita Reykjavíkur 28,3 millj- 'ónir, Hitaveita Reykjavíkur 77,4 milljónir, Rafmagnsvei-ta Reykja- víkur 175,3 milljónir, Húsatrygg- ingar Reykjavíkur 14,6 milljónir, Bæjarþvottahús Reykjavíkur 2 milljónir, Korpúlfsstaðabúið 2,1 milljón, Strætisvagnar Reykjavík ur 49^7 milljónir og Reykjavíkur höfn 34,9 milijónir króna. Til almannatryggingar, sem heyra undir félagsmál, eru áætl- aðar 78,5 milljónir. Til íramfærslu mála eru áætlaðar 42,2 milljónir. Nokkrar umræður urðu um frumvarpið. Óskar Hallgrímsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins gagnrýndi harðlega útsvarshækk- unina, Sagði hann, að svo langt hefði verið gengið á síðasta ári, að ekki mætti lengur halda áfram á sömu braut. Gat hann þess, að síðan 1959 hefðu lausatekjur verkamanna vaxið um 85%. Á þessu tímabili hefði sá hlutur, sem borgarsjóður hefði tekið til sín, vaxið um 105.2%. Taldi Óskar þessa þróun mjög ískyggilega. —■ Varpaði Óskar fram þeirri spurn- ingu, hvort ekki væri eðlilegra að flytja aukihn hluta af þeim tekj- um, sem borgin þyrfti að afla, frá launaskatti yfir á fasteignaskatt, þar sem kunnugt væri, að margir aðilar, sem greiddu lítil eða eng- in útsvör, ættu miklar eignir. í þessu sambandi benti Óskar á, að ekki væri raunhæft að gera áætl- un um mikla aukningu fram- kvæmda, eins^og gert væri í frum varpinu, einfaldlega vegna þess, að ástanöið á vinnumarkaðnum væri þannig, að ekkert gæti bent til þess, að neitt vinnuafl yrði af- lögu til að vinna að þessum fram- kvæmdum. Sagði Óskar einnig, að undir þeim kringumstæðum, sem nú eru, væri eðlilegra, að borgin liefði nokkuð hóf á framkyæmd- um sínum, í stað þess að standa í harðri samkeppni um hið tak- markaða vinnuafl, sem fyrir hendi væri. Vegna þess, sem kom fram í ræðu borgarstjóra, tók Óskar fram að hann teldi það fráleitt, áð gera ráð fyrir því, að fjárhagsáætlun, sem væri til meðferðar og sam- þykkt nú, yrði tekin upp á næsta ári, og varaði sérstaklega við því, að réttlátum og nauðsynlegum kauphækkunum til verkafólks yrði Fjórði hvermiði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. enn einu sinni mætt með hækkun opinberra gjalda. Sagði Óskar í þessu sambandi, að það ætti að vera öllum ljóst, að ekki yrði hjá því komizt, að auka rauntekjur verkafólks frá því, sem nú væri, og það væri hlutur, sem borgar- yfirvöld og aðrir þyrftu að horfast í augu við. Aukning kaupmáttar launa væri óframkvæmanleg, ef yfirvöld svöruðu hverri kauphækk un til verkafólks, hversu lítil sem hún væri, með hækkun opinberra gjalda. Þessi ieikur hefði of lengi verið leikinn, og það væri öllum fyrir beztu, að menn gerðu sér grein fyrir, að honum yrði að ; linna. Að lokum áskyldi Óskar sér | rétt til að bera fram breytingar- tillögur við fjárliagsáætlunni fyr- ir síðari umræðu. Páfi vígir sex biskupa í Bombay Bombay, 3. des. (NTB-R). Páll páfi vígði í dag sex nýja biskupa úr ölium heimsálfum við hátíðlega athöfn á hinni miklu ráð- stefnu kaþólskra manna í Bom- bay. Páfinn sendi einnig ásjcorun til indversku þjóðarinnar um að snúa bökum saman í baráttunni gegn fátækt, hungri og sjúkdómum. — Hann afhenti Radhakrishnan for- seta 2 milljón króna ávísun, sem nota á til að lijálpa munaðarlaus- um indverskum börnum. Páfanum var innilega fagnað af miklum mannfjölda, þegar liann kom til vígsluathafnarinnar. Fréttir frá Lissabon herma, að portúgölsk blöð fylgist nákvæm- lega með ferð páfa. Portúgalar hafa gagnrýnt heimsóknina, — enda lögðu Indverjar portúgölsku nýlenduna Goa undir sig 1961. TRÉSMIÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR 65 ÁRA10. DES. Reykjavík, 3. des. — ÁG. Trésmiðafélag Reykjavíkur verð ur 65 ára þaun 10. desember nk. Þá kemur út saga félagsins „Tré- smiðafélag Reykjavíkur 1899- 1964.” Laugardaginn 12. desem- bér heldur félagið sérstakan há- tíðarfund í Gamla Bíói af tilefni! afmælisins. JOHNSON Framhald af 3. síðu réttinn til að velja — án hótana úr nokkurri átt — sameiningu við Þjóðverja í vesturhluta lands- ins. Gera verður nýtt sameiginlegt átak með tilhlýðilegri virðingu fyrir hagsmunum annarra jafn- framt því sem dyrunum er haldiö opnum fyrir öðrum, sem vilja taka þátt síðar. Johnson lagði til, að Evrópa og N.-Ameríka skiptust á öllum skoðunum, ella gæti niður- staðan orðið niðurrif og upplausn. Hann sagði, að Evrópa, sem ris- ið hefði úr rústum styrjaldarinn- ar og byggi nú við velmegun, — mætti ekki láta velgengni villa sér sýn, þegar brýn þörf væri á að hefjast handa. Johnson taldi að gott yrði að ráðherrar NATO- landa eða staðgenglar þeirra héldu oftar með sér fundi, þar eð vest- rænir bandamenn þyrftu að ráð- færast. SENDISVEINN óskast. — Viiuiutími fyrir hádegi. AlþýðublaSið Sími 14 900. vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í þessum hverfum: Hverfisgötu Bergþórugötu Högunum Afgreiðsla Aiþýðublaðslns Sfml 14 900. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Jenny Dagbjört Jensdóttir Þorvaldseyri, Eyrarbakka lézt í sjúkrahúsinu á Selfossi 2. desember. Ólafur Bjarnason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. IBN SAUD ÆYI5A6A eyðimerkurkonungsins er kærkomin jóiagjöf Árið 1901 hélt Ibn Saud við fertugasta mann frá Kuwait til þess að heimta aftur konung- dæmi föður síns. llann var þá tuttugu og eins árs og félaus. Þegar hann dó fimmtíu árunt síðar réð hann óumdeilanlega yfir nærri allri Arabíu og var sennilega annar ríkasti maður í heimi. Markmið hins ævintýralega lífs hans var tvíþætt: að sameina Arabíu og lireinsa trúna; f nafni trúarinnar færði hann út vfildi sitt frá hafi til hafs og hertók hina helgu borg Mekka. Hann var hraustur hermaður, vígfimur í návígi með sverð og byssu og meistari í hinni æva- fornu hernaðarlist eyðimerkur búanna; en mildi hans og per- sónntöfrar færðu honum einnig sigur yfir þrjózkufullum sheik- um. Oft vann liann uppreisnar- menn á sitt band með því að setja þá aftur í stöður sínar og kvænast systrum þeirra og dætrum (sagt er að- hann hafi kvænzt 300 sinnum). Með þvi að beita þolinmæði og arabískrí stjórnkænsku hafði hann í fullu tré við erlend ríki: Tyrkland, sem sendi her gegn honum til þess eins að deyja í eyðimörk- inni, og Bretland með hóp sér- vitra en hugdjarfra sendi- manna á borð við Wiljiam Shakespeare, Pliilby og Law- rence. En fyrir kaldhæðni ör- laganna voru það Bandaríkin, sem um síðir náðu tangarhaldl á hinum auðugu olíulindum i eyðimörkinni og færðu Ibn Saud óhemju auð upp í 'hend- urnar, auð sem magnaði spill- ingu í riki hans og lagði að lok- um lífshugsjón hans í rúst. Eyðimerkurkóngurinn dregur ekki einungis upp skýra mynd af nafnkunnum stríðsmanni og þjóðlífi sem hvergi á sér hlið- stæðu á tuttugustu öldinni, hún er jafnframt viðburðarík og hug tæk saga, sem kemur lesandan um hvað eftir annað til að minn ast hins forna arabíska ævin- týralieims í Þúsund og einnl nótt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. des. 1964 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.