Alþýðublaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 16
KENNSLUKVIKMYND UM NOTKUN BJORGUNARBATA Keykjavík, 3. des. — OO. SKIPASKOÐUN ríkisins hefur látið gera kennslukvikmynd um notkun gúmbjörgunarbáta. Kvik- inyndaféiagið Geysis-myndir lief- ur séð um töku og gerð myndar- innar, sem reiknað er með að , verði tilbúin til sýninga fyrir vetrarvertíð. Myndin er tekin á breiðfilmu og áætlaður sýningar- tími er 10-12 mínútur. Myndin veröur sýnd -í kvik- myndahúsum í flestum ver- stöðvum landsins á undan venju- Iegum kvikmyndasýningum. Fá kvikmyndahúsin þessa mynd end- urgjaldslaust og er ætlunin að hún verði sýnd oft og lengi í sem flestum þeirra. í myndinni eru sýnd öll helztu atriði við notkun gúmbjörgunar- báta og er ætlast til að sjómenn geri sér Ijós öll handtök við sjó- setningu þeirra, en komið hefur fyrir að dýrmætur tími hefur far- ið til spillis, þegar mest reið á að gera bátana sjóklára. Afmælisterta Churchills Alþýðublaðið kost* ar aðsins kr. 80.00 á mánuði. Gerizt á skrifendur. 'W\ Föstudagur 4. desember 1964 Þegar Winston Churchill varð níræður síðastliðinn mánudag bárust honum heillaóskabréf og skeyti svo tugurn þúsunda skipti. Hér á myndinni sjáum við afmæliskökuna hans, sem sannarlega er engin smá- smíði. Kakan var 60 kíló að þyngd og skyldi hún snædd að kveldi afmælisdagsins, en þá heimsóttu Chmrchill 16 nánir ættingjar og vinir, hafa því komið tæplega fjögur kíló á mann, svo enginn hefur þurft þaðan svangur að fara. ENN EKKERT VERKEFHI EYRIR HAMRAFELLID LANDSVEITA TIMA BÆR EFTIR10 ÁR — Næstu 30 ár þarf raforkuvinnstan að sexfaidasf miðað við í dag, segir raíorkumálastjóri Reykjavík, 3. des. — GO. í GREIN í nýútkomnu hefti af iímaritinu Iðnaðarmál, segir Jak- ob Gíslason, raforkumálastjóri, að árið 1994, eða eftir 30 ár, þurfi raforkuvinnsla á íslandi að vera komin upp í 4000 milljónir kw. eða jafnvel 5000 milljónir kw;, en |>að er sexföld vinnsla miðað við í dag og það þótt engin stóriðja komi til. Þó er sennilegra að raf- orkuvinnslan áttfaldist eða verði jafnvel enn meiri. Ennfremur segir raforkumála- etjóri í grein sinni, að landsveita um Suðvestur, Norður og Austur- land verði tímabær innan 10 ára. U.e.a.s. öll rök virðast hníga að því, að tengja beri rafveitur Suð- vesturlands, Snæfellsness, vestan- verðs Norðurlands og Austurlands í eina iandsveitu innan fyrr- greinds tímabils. Síðan árið 1937 liafa verið gerð- ar 11 samvirkjanir á landinu, en síðar hafa orkuveitusvæði Sogs- virkjunar og Andakílsárvirkjunar' verið tengd við Akraneslínuna svo nefndu og Gönguskarðsárvirkjun og Laxárvatnsvirkjun verið tengd ar við háspennulínu yfir Kolunga fjall. Því eru nú 8 aðskilin sam- veitusvæði á landinu: 1. Suðvesturland frá Vik og Vest- mannaeyjum til Borgarness. 2. Utanvert Snæfellsnes. Vestfirðir. Steingrímsfjarðar — Reykhóla- svæðið. Vestanvert Norðurland frá Hrútafirði til Hofsóss. Skeiðfosssvæðið með Siglufirði Ólafsfirði; og sveitum. Laxárvirkjunarsvæðið frá Dal- vík til Húsavíkur og Mývatns- sveitar. Austfirðir frá Seyðisíirði um Egilsstaði til Fáskrúðsfjarðar. 1904 1934 1994 Kaupmanniiiiöfn, 3. des. (ntb-r). Frá og með 1. janúar hækka bílar, sígarettur og áfengi í verði í Danmörku. Þingmenn, sem hafa fjallað um frumvarp Poul Hansens fjármála- ráðherra um 424 millj. kr. (dansk- ar) tollahækkanir komust í dag að samkomulagi um hækkanirnar. Samkomulagið er í liöfuðatriðum í samræmi við frumvarp ráðherr- ans en samkvæmt því nema hækk- anirnar aðeins 275 milljónum kr„ aðallega þar eð ágreiningur ríkti um 10 aura hækkun á benzín- lítranum. Reykjavík, 3. des, — GO. SAMKVÆMT upplýsingum Hjartar Hjartar, forstjóra skipa- deildar SÍS, hefur enn ekkert verk éfni fengizt fyrir olíuflutninga- skipið Hamrafell, þrátt fyrir lát- lausar tilraunir síðan 14. nóvem- ber síðastliðinn. Erfitt mun að selja skipið, — vegna þess að það er orðið 12 ára gamalt og á eftir að fara í flokkunarviðgerð, sem er dýrt fyrirtækl. Hamrafellið kom til Reykjavík- ur í nótt og samkvæmt upplýsing- um, sem blaðið aflaði sér. á það að fara til Uruba í næsta túr. En hvort það verður síðasta ferð skipsins, eða ekki, veit enginn. Reykjavík, 3. des. >— ÓTJ. Á T T A ára drengur, Hafsteinn Gunnarsson, til lieimilis að Blika- lóni við Hafnarfjörð, slasaðist nokkuð, er hanu varð fyrir bifreið um 3-leytið í dag. Var Hafsteinn á reiðhjóli, er slysið varð. Hann var fyrst fluttur til læknis, en síðar á Slysavarðstofuna, þar sem hann er enn. Ókunnugt er um meiðsli hans. iMWMMMMtWIMMMMMHM Reykjavík, 3. des. — ÓTJ. ELDUR kom upp í vélbátnum Emma RE-37, þar sem hann lá við nýju bryggjuna í Hafnarfirði. Um kl. hálf tólf hringdi drukkinn mað ur í lögregluna og tilkynnti um brunann. Síðarkom í ljós, að hann hafði setið aö sumbli í bátnum á- samt öðrum félaga sínum. Var fé- laginn tekinn, en hinn hafði horf- ið eftir að hafa gert lögreglunni viðvart. — Auk þess varð svo lög- reglan að taka úr umfcrð nokkra; menn fyrir drykkjulæti og óspekt- ; ir. Var þetta því all annasamt > kvöld fyrir hana. Jóla- bazar JÖLABAZAR Kvenfélags Al- þýðuflokksins verður sunnu- daginn 6. desember í Iðnó, uppi. Húsið verður opnað kl. 2. Á þessum jólabazar verður mikill fjöldi muna á börn, ungl inga og fullorðna, scm heppi- legir eru til jólagjafa. MtMWUIHMMIMMMMIWMI Spilakvöld Alþýðuflokksfélags Kópavogs. SPILAKVÖLD heldur Alþýðuflokksfélag Kópavogs í félagsheimilinu Auflbrekku 50 klukkan 8,30 í kvöld. SpiluS verSur félagsvist, Björn Pálsson, sjúkra- flugmaSur, sýnir litmyndir frá Surtsey og Vestmannaeyjum og að lokum verður kaffidrykkja. Öllum er heimill aðgangur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.