Alþýðublaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.12.1964, Blaðsíða 3
LBJ HELDUR FAST í MLF-ÁÆTLUNINA Washington, 3. des. (ntb-reut.) Johnson forseti staSfesti í dag, að Bandaríkin héldu fast við til- lögu sína um stofnun sameigin- legs kjarnorkuherafla NATO. En 'hann hélt jafnframt dyrunum opn 'um fyrir gagntillögum þeim, sem hann býst við frá brezka forsæt- isráöherranum, Harold Wilson, þegar hann kemur til Washing- ton, að Bandaríkin hefðu komið fram með hugmyndina um kjarn- 'orkuflota búinn Polaris-eldflaug- um til að efla NATO og koma til móts við réttmætar óskir evróp- skra bandamanna um að hafa áhrfi á kjarnorkuvamir. Diplómatar telja, að greinilega komi fram í áskorun Johnsons um að hugmyndir og tillögur ann- arra verði virtar, að tUlögur tVil- sons forsætisráðherra verði ræki- lega kannaðar þegar hann ber þær fram í Hvíta húsinu á mánu- daginn. Johnson virtist annars vilja eyða ótta þeim, sem skapast hef- ur í nokkrum NATO-löndum, að stofnun hins sameiginlega kjarn- orkuherafla (MLF) leiði til þess að Vestur-Þjóðverjar fái áhrif á notkun kjarnorkuvopna og grafið verði undan öryggi því sem felst í því að Bandaríkin hafa algera yfirstjóm yfir beitingu kjarnorku vopna með neitunarvaldi sínu. Annað sem athygli vekur er, að Johnson lagði óvenju mikla áherzlu á, að Vestur-Þjóðverjar hefðu lagt ævintýramennsku á hill una, einkum að því-er varðar kjara orkuvopn. Hann lagði einnig á- hentlu á, að Vestur-Þjóðverjar hefðu verið trúið hugsjóninni um ! einingu Evrópu og Atlantshafs- ríkja. Þess vegna ættu þeir skil- ið, að vestrænir bandamenn á- , byrgðust að þeir féllust ekki á I lausn er viðurkenndi skiptingu I Þýzkalands. Kjarni ræðunnar var *MWWWWWWWttWMWWWWtWWWMWWMW Qdnæg/q með tör Chous til Moskvu Moskva, 3. des. (NTB-R). Deila Rússa og Kínverja kom aftur fram í dagsljósið í dag þegav Antonin Novotny, forseti Tékkó- slóvakíu, sagði í ræðu á rússnesk- tékkneskum vináttufundi í Kreml, að verk væru ekki nóg, jafnvel * MMMMttHMtMMMMHMMW Vírus gegn hvítblæði New York, 3. des. (ntb-r). Læknisfræðistofnunin Waldemar Researclis Founda tion í Woodbury, Long Is- lands, skýrði frá því í dag, að vísindamenn hefðu cin- angrað vírus, sem virtist berj ast gegn hvítblæði (blóð- krabba) í músum. Vírusinn virðist geta eytt hvítu blóð- kornunum, sein eru einkcnni þessa banvæna sjúkdóms, segir stofnunin, Mús, sem er Iátin sýkjast af hvítblæði deyr venjulega að tólf dögum liðnum. En dýr, sem hafa fengið spraut- ur með þessuin nýja vírus, hafa lifað í 150 daga og sýna enn engin blóðkrabbaein- kenni. Vírusinn er kallaður eftir vísindalegum forstöðu- manni og forvígismanni stofn unarinnar, dr. Norman Molo- mut og samstarfsmanni lians dr. Morton Padnos. Hann kallast því Molomut-Padnos- vírusinn. WMMHMMHHHMMHMHM þótt þau væru sögð jákvæð, ef ó- réttmætar árásir sigldu í kjölfarið. Novotny nefndi ekki Kínverja, en átti ugglaust við heimsókn Chou En-lai forsætisráðherra til Mosk- va í síðasta mánuði. Tveimur vik- um eftir heimsóknina birti fræði- rit kínverskra kommúnista, „Rauði fáninn,” liatramma árás á Krúst- jov fyrrum forsætisráðherra. — Tímaritið fordæmdi nokkur sjónar mið, sem eftirmenn Krústjovs hafa síðan stutt. Ummæli Novotny er fyrsti dóm- urinn, sem fram hefur komið af liálfu sovótblakkarinnar á Moskva hcimsókn Chou En-lais. Kommún- istískar heimildir herma, að Chou og Bresjnev, aðalritari sovézkra kommúnistaflokksins, hafi ekkert verulega orðið ágengt í tilraunum sínum til að jafna ágreining Rússa og Kínverja þótt gagnkvæmum, opinberum árásum væri hætt eftir fali Krústjovs. Erlendir sérfræðingar segja, að Novotny hefði varla komið fram með ummæli sín, ef sjónarmið hans væru ekki í samræmi við sam eiginlega afstöðu Rússa og Tékka. Novotny, sem er í opinberri heimsókn í Moskva, studdi ein- dregið tillöguna um heimsráð- stefnu kommúnista. Á slíkum fitndi yrði að ræða breytingar sem orðið hefðu síðan síðasta alþjóða- ráðstefna kommúnista var haldin árið 1960. Leonid Bresjnev, aðalritari, var á fundinum og sagði að Rússar mundu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að jafna ágreining kom- múnista, en liann minntist ekki á Kínverja. áætlun í f jórum liðuin, sem John- son hefur lagt fram til að efla samheldnina í NATO. Áætlun sú í fjórum liðum, sem Johnson hefur lagt fram, er á þessa lund: 1. Aðildarríki NATO verða að | leggja sitt af mörkum svo að ev- rópsk eining geti eflzt sem grund- ’völlur máttar vestrænna ríkja og virki gegn nýrri og eyðandi þjóð- ernisstefnu. 2. Aðiidarríki NATO verða að reyna að tengjast nýjum böndum óg vinna að eflingu samskipta Ev- rópu og Norður-Ameríku. 3. Aðildarríki NATO verða að gæta þess, að ætíð verði komið fram við Vestur-Þjóðvcrja sem heiðarlegan bandamann í öllum málum, sem snerta vestræn ríki. V-Þjóðverjar hafa unnið að því að byggja upp traust og frjálst samfélag, ávallt trúir einingu Evr- ópu og Atlantshafsríkja. Vestur- þýzka þjóðin og leiðtogar hennar hafa skuldbimdið sig til að lifa í sátt og samlyndi með grann- þjóðum sínum, einkum Frökkum. Ævintýrastefnu hefur verið hafn- að, einkum i kjarnorkumálum og það er viturlegt. Vinir okkar í öllu Þýzkalandi eiga skilið, að allir bandamenn þess ábyrgist, að ekki verði fallizt á þá sífelldu ógnun við friðinn, sem viður- kenning á nauðungarskiptingu ÞýZkalands væri. Enginn reynir að binda enda á þetta óhugnanlega og hættulega ranglæti með valdi. En enginn haldgóður friður getur ríkt í Ev- rópu þegar hluta Þýzkalands er neitað um þann grundvallarrétt að ákveða eigin framtíð — og Framhald á 13. síðu. Bandaranaike felld í gær Colombo, 3. des. (ntb-r). Samsteypustjórn frú Siri- mavo Bandarnaike á Ceylon var felld í atkvæðagreiðslu um tillögu um vantraust á stjórnina í kvöld. Ástæða vantrauststillög- unnar var krafa stjórnarand stöðunnar um breytingu á hásætisræðunni. Fall stjórn- arinnar kemur í lok margra mánaða árása búddhatrúar- manna og stjórnarandstæð- inga á stjórnina. Stjórnarand staðan hefur mótmælt því sem hún kallar einræðis- hneigð stjórnarinnar. Frú Bandamaike var eina kona jarðarinnar sem skipaði embætti forsætisráðherra. Frú Bandaraaike. IMMiMMMHHMHHMMMWHMMMMMMMHtMMMMMMMM Adenauer vill a5 áhrif USA innan NATO aukist BONN, 3. des. (ntb-reuter). Konrad Adenauer fyrrum kanzl- ari hvatti til þess í dag, að Banda- ríkjamaður yrði skipaður aðalrit- ari NATO. Skyldi þetta verða lið- ur í umbótum á bandalaginu. Adenauer, sem svaraði spurn- ingum blaðamanna í hádegisverð- arboði fyrir erlenda blaðamenn í Bonn, kvaðst hafa skýrt Kennedy forseta frá þessum skoðunum á fyrsta fundi þeirra 1961. Stjórnmálasérfræðingar furðuðu sig á tillögu Adenauers, sem fær varla góðan hljómgrunn í Frakk- landi þar sem de Gaulle vill styrkja liin evrópsku öfl banda- lagsins. _Adenauer, sem var að því spurð- ur hvort hann teldi að efla beri NATO, sagði, að hleypa yrði nýju blóði í bandalagið. Hann hefði sagt Kennedy forseta, að Banda- ríkin, sem væru öflugasta ríki hins frjálsa heims, ætti ekki aðeins að gera kröfu til aukinna áhrifa í hermálum NATO heldur einnig að hafa Bandaríkjamenn í emb- ætti aðalritara NATO, svo að vit- að væri um pólitískar óskir Banda ríkjanna. Kennedy svaraði því til, að slík skipan mála mundi vekja óánægju minni NATO-ríkja. Stjórnmálasérfræðingar telja, að athugasemdir Adenauera sýni að sterk öfl í Kristilega demókrata flokknum vilji frest í umræðunum um kjarnorkuflotann. , í Bonn er talið, að skaðlegt væri fyrir Vestur-Þýzkaland að Xáta Framhald á 4. síðu PERÓN í SEVILLA EFTIR FÝLUFERÐ SEVILLA, Spáni, 3. des. JUAN PERON, fyrrum for- seti Argentínu er kominn aftur til Spánar og dvelst í kvöld á hóteli í Sevilla. Orðrómur er á kreiki um, að spánska stjórn in muni neita lionum um land- vistarleyfi. Óeinkennisklæddir lögreglumenn halda strangan vörð um hótelið. Perón var skipað að fara frá Brazilíu eftir árangurslausa til- raun til að snúa aftur til Ar- gentínu, þar sem hann var for- seti frá 1945-1955. Góðar heim- ildir herma, að spönsk yfirvöld íhugi hvað gera eigi við Per- on, en hann hefur verið í út- iegð á Spáni í nokkur ár. Spánska stjórnin mun hafa gert Peron grein fyrir því áður en hann hélt til Spánar, að hún væri reiðubúin að endurskoða landvistarleyfi hans á Spáni, ef tilraun hans til að snúa aftur til Argentínu mistækist. Yfirvöld í Brazilíu lýstu því yfir, að Perón væri persóna non grata. Formælandi utanrík isráðuneytisins sagði, að ferða lag Perons gæti valdið vin- veittu ríki erfiðleikum. Hin unga eiginkona Perons, Isa- bel, dvelst í húsi því, sem hann liefur reist í útjaðri Madrid. Spánska stjórnin virðist gera allt sem í hennar valdi stend- ur til að firra deilum við Ar- gentínu um Peron. Það kom mjög á óvart, að Peron snéri aftur til Spánar tæpum 36 kist. eftir að hann fór þaðan. Flugvél hans átti að lenda í Madrid, en varð að lenda í Sevilla vegna bilunar. Blaðamenn fengu ekki.að hafa tai af honum við komuna. Peron fór strax til hótels- ins og sá hluti hótelsins, þar sem Peron snæðir, er lokaður. Lögreglumenn eru á verði fyrir utan hótelið og á annarri hæð þess, þar sem herbergi hans er. Peron dvaldist á þessu hóteli skömmu eftir að hann kom til Spánar 1960. Fréttaritari Reuters í Buen- os Aires segir, að Alianza Pe- ronista, sem er vinstri sinnuð hreyfing innan flokks perón- ista, liafi lýst yfir því í dag, að tilraun Perons til að snúa aftur væri nýfasistískt ævin- týri. Einn leiðtogi hreyfing- arinnar, Guillermo Patrice Kelly, sem áður var handgeng- inn Peron, sakaði fyrrverandi verkalýðsleiðtoga peronista, Auguste Vander og fylgismenn hans um að nota Peron til að undirbúa jarðveginn fyrir bylt- ingu. IMMMMMMMMMMMlMMMMMMMMMMMWMMMMMMMtMMMVMMHMMMMHMMMMW ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. des. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.