Alþýðublaðið - 04.12.1964, Page 7

Alþýðublaðið - 04.12.1964, Page 7
Minning önnu Borg höfðu engin not fyrir hana í þeim leikjum, sem lciknir voru á íslenzku. Frásögn Önnu Borg er alveg beiskjulaus þótt von- brigði hennar séu ljós. Hún seg- ir: „Við sjálfa mig sagði ég: Það er víst gott þú átt að vísu að hverfa, — í Danmörku”. Þessi eina litla setning er eftirminni- leg neðanmálsgrein í leiklistar- sögu íslands. Meira en 20 árum síðar lék Anna Borg aftur á íslenzku, í það skiptið á sviði Þjóðleikhúss- ins. Sú heimkoma varð mikill sigur; og þá var komið undir þáttaskil á ferli hennar. Frásögn hennar af sjúkdómsbaráttu sinni og sigri að lokum er jafn-yfir- lætislaus og æskuminningar henn ar og bera þess enn vott að henni hefur enzt ævilangt sama þrek og einbeitni og hún naut í glímu sinni við dönskuna í æskú. Flug- slysið 'í Osló batt endi á allar vonir um endurfundi við Önnu Borg á íslenzku sviði. En við sem sjaldan eða aldrei sáum hana á sviðinu eigum þess nú kost að kynnast við hana í þessari hug- næmu bók. — O. J. ANNA BORG Frá Kúrdum ANNA BORGS ERINDRINGER Samlet og udgivet af Poul Reumert Gyldendal 1964. 124 bls. AUSTIÐ 1961 sagði Anna Borg dönsku blaðakonunni Ingu Mörck fyrir nokkra minningaþætti sína sem síðan munu hafa birzt í dönskum og íslenzkum blöðum. Nú hefur Poul Reumert, í minn- ingu konu sinnar, safnað þess- um þáttum ásamt nokkrum bréf- um Önnu frá æskuárunum og gefið út í snoturri bók. Sjálfur ritar hann eftirmála og fáorðar skýringar. Og það er skammt frá því að segja að bókin ber ræktarsemi Reumerts við minning konu sinnar fagurt vitni. Og hún dregur upp furðu skíra og lifandi mynd Önnu sjálfrar. í öllu látleysi sínu geymir þessi litla bók fegurri minning höfundar síns en margar fyrirferðarmeiri ævisögur. Minningaþættir Önnu Borg segja, eins og vænta mátti, lang- mest af æskuárunum, uppvexti Rögnvaldur Sigurjónsson Níundu tónleikar Tónlistar félagsins á þessu ári voru haldn ir 23. og 24. nóv. sl. Rögnvaldur Sigurjónsson bar veg og vanda af þessum tónleikum. Það leik ur enginn vai'i á því að Rögn- valdur er okkar starfsamasti píanóieikari og máske okkar ein asti konsertpíanisti sem talandi er um. A.m.k. er hann sá ein- asti sem við getum raunverutega reiknað með í sviðsljósinu ár- lega, annaðhvort sem einleikara með hljómsveitinni eða á sjálf- stæðum tónleikum Hvað dvelur hina yngri píanóleikara okkar? Fyrsta verkefni Rögnvaldar á þessum tónleikum var Fantasía í c-moll eftir Mozart. Túlkun listamannsins var einkar hófleg og opinberaði næman skitning hennar í Reykjavík, námi og fyrstu starfsárum í Danmörku. Þetta eru dálítið viðkvæmnisleg- ar frásagnir, en að vísu yljaðar af góðri kímni; þær eru fallegar fyrir það hvað þær eru einfald- ar og fullkomlega yfirlætislaus- ar. Bréf Önnu frá æskuárunum, flest til föður hennar, fylla þessa mynd og skýra hana, en breyta henni ekki. Hún virðist hafa ver- ið frá öndverðu óvenjulega heil- steypt kona; hlédrægni, yfirlæt- isleysi um eigin verk og hag kunna að hafa verið með dýr- mætustu eiginleikum hennar, — samfara afdráttarlausri list- rænni kröfu til sjálfrar sín. Um allt þetta vitna minningabrot hennar og bréf að sínum eigin lágmælta hætti. Ferill Önnu Borg í Danmörku varð sem kunn ugt er mikil sigurganga og liam- ingjubraut — allt fram til hinna sviplegu endaloka á páskum 1963. Um sigrana segir þessi bók fátt berum orðum; en þeim mun meira um forsögu þeirra og forsendum. Anna Borg var komin úr áhuga mannaleikhúsi Reykjavíkur; list- gáfa hennar og afdráttarlaus eínbeitni greiddu lienni leiðina út í heiminn. En hún virðist frá öndverðu hafa hugsað sér að snúa heim aftur, verða íslenzk leikkona, — þótt örlög hennar yrðu að vísu önnur. í fyrra sagði Haraldur Björnsson frá því í minningum sínum hver var að- koma ,,lærðra leikara” í Reykja- vik í £>ann tíð. Anna Borg eykur v;ð lítilli frásögn: Árið 1929 kem ur hún liingað heim til gestaleiks með Poul Reumert. Hún var vel- komin til að leika á móti Reu- mert í Galgemanden — á dönsku. En forráðamenn Leikfélagsins á auka- og aðalatriðum verksins. Sónatan op. 109 eftir Beethov- en var næsta verkefni. Sónata þessi varð ekki að sannfærandi heild í meðferð Rögnvaldar; seinasti þátturinn var reyndar dáfallega leikinn, en hinip tveir fyrri liðu nokkuð fyrir of mik- inn hraðá. Páll isólfsson er nú kominn á áttræðisaldur en ég er ekki frá því að hin nýja tónsmíð hans sem hér var flutt, Tilbrigði um stef eftir föður hans, eigi eftir Erlendur Ilaraldsson: MEÐ UPPREISNARMÖNNUM í KÚRDISTAN Skugggrá (Hafnarfirði 1964) 183 bls. Bók Erlends Haraldssonar um uppreisnarmenn í Kúrdistan er tvíþætt. Anna.rs_ vegar er þar sagt af ævintýralegu ferðalagi höfundar sjálfs á fund Kúrdista, hins vegar er lýst af sarúúð sögu þeirra, högum og vonlítilli bar- áttu gegn yfirboðurum sínum. Bókin er í senn ferðasaga höf- undar og varnar- og upplýsinga rit um Kúrda. Höfundi lánast að skipa háan sess meðal ís- lenzkra píanóverka. Píanótil þrigði þessi sem höfundur hefur tileinkað Rögnvaldi eru máske það bezta sem Páll hefur skrif að. Flutningur var sérlega sann- færandi og mátti hann hafa sig allan við varðandi tekniskar hlið ar verksins, þó kallar Rögnvald ur ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Á síðari hluta efnisskrár innar voru þrjár preludíur eftir Debussy og tvö verk eftir Chopin. Þótt deila megi um smáatriði í túlkun listamannsins á Debussy þá voru heildarmyndir verkanna góðar. Rögnvaldi var að vonum ákaft fagnað að leik loknum og lék hann tvö aukalög. furðuvel að flétta saman þessa þætti sögu sinnar. Þótt ferðalag hans væri í mesta máta óvanalegt virðist það ekki hafa orðið mjög atburðaríkt eða sögulegt og væri líklega fátæklegt bókarefni útaf fyrir sig. En hinn þáttur sögu hans veitir ferðasögunni f.iar- vídd, er henni baksvið og fylling. Ilöfundur sannfæiár lesandann um einlæga samúð sína með Kúrdum og um réttmæti þessar ar sámúðar. Og bók hans virð ist eiga erindi víöar en hingað ef rétt er það sem segir af full kominni einangrun Kúrda og fylgisleysi annarra við málsstað þeirra: „Enginn hefur áhuga á málum þeirra vegna þess að þeir eiga ekki því láni að fagna að geta' talizt annaðhvort kommún istar eða andkommúnistar. Þeir eru algerlega ulan við hagsmuni stórveldanna, nema hvað bóðum er lítið um uppreisn þeirra gefið og állir nágrannar þeirra vilja hana feiga.“ Erlendur Haraldsson er fáorð ur mjög um sjálfan sig og sinn hag í bókinni; og það er ckki ein tómur kostur. Örfáar persónu- legar upplýsingar slæðast fram eins og fyrir tilviljun: hann hætti að borða kjöt 15 ára gam ail, hann er áhugamaður um trú arbrögð, hann er óvanur hestúm. En ekkert er sagt um það hvern ig standi á ferðalagi hans í Aust urlöndum. Og för hans til Kúrda virðist ráðast af tómrí tilviljun. Lausleg kynni við kúrdíska stúdenta í Berlín verða til að koma honum á sporið. Og fyrir einskæra tilviljun kemst hann síðar í kynni við áhrifamikinn Kúrda í Bagdad sem kemur hon um svo á framfæri við uppreisn armenn. Slík hófsemi í frásögn er að sumu leyti mjög lofleg. En óneitanlega verður hún til að gera sögu Erlends ópersónu legri, dauflegri en ella mundi; bók hans hefði einmitt haft gott af fjörlegri, þróttugri, persónu legri frásögn með köflum. Þar fyrir tekst Erlendi að gera mjög sannfærandi grein fyrir viðkynn ingu sinni við-Kúrda; sumstaðar þar sem segir af landsháttum og fólki í hinu fjarlæga landi hitn ar frásögnin af alveg uppgerðar lausri tiifinningu; lesandi hans fær Ijósa hugmynd um þrótt og þrautseigju þessarar þjóðar, ó- bilandi frelsisvon hennar í von lausri aðstöðu. Og að sama skapi verður skiljanleg andúð höfund ar á ráðamönnum Tyrkja og Ar- aba sem sitja yfir rétti Kúrda, Framhald á 10. síðu Jón S. Jónsson. Erlendur llaraldsson. Píanótónleikar Rögnvaldar ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. des. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.