Alþýðublaðið - 04.12.1964, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 04.12.1964, Qupperneq 8
VESTUR-ÞÝZKIR jafnaðarmenn hafa komið á fót skuggai’áðuneyti að enskri fyrirmynd, enda er tveggja flokka kerfi því sem næst orðið að veruleika í Vestur- Þýzkalandi. Flestir kjósendur munu annað hvort kjósa Kristilega demókrataflokkinn (CDU) eða jafn aðarmannaflokkinn (SPD) og vilja ekki aðeins fá vitneskju um stefnu þá, sem þeir kjósa, heldur einnig um mennina, sem móta hana. Skuggaráðuneytið er skipað þeim mönnum, sem taka við ráð- herraembættum ef flokkurinn sigr ar í þingkosningunum 1965. Önnur ástæða til þess, að því er komið á fót er sú, að aðstaða leiðtoga vest- ur-þýzkra jafnaðarmanna, Willy Brandts. borgarstjóra Vestur-Ber- lí'nar, er með nokkrum öðrum hætti en við síðustu þingkosningar fyrir þrem árum. Þá var Brandt maður dagsins vegna atburðanna í Berlín þegar múrinn var reistur. Nú er borgarstjóraembættið flokknum aftur á móti ekki eins mikið til fi-amdráttar. Ýmsir kjós- endur líta svo á, að Brandt sé utan garðs í vestur-þýzkum stjórnmál- um vegna sérhagsmuna Berlínar- búa. Þá er Berlínarmálið ekki eins ofarlega á baugi og árið 1961. Þetta hefur komið fram í skoðana kÖnnun um vinsældir þeirra Er- hards kanzlara og Willy Brandts, en í henni hlaut Erliard 71% eix Brandt aðeins 23%. Á því leikur hins vegar enginn vafi, að Bi-andt er kanzlaraefni jafnaðarmanna, þótt stundum hafi heyrzt, að Fritz Erler, varafoi-- maður flokksins og foringi þing- flokksins væri verðugri leiðtogi, en þessar raddir eru nú þagnaðar vegna aukins myndugleika, sem Brandt hefur sýnt. ★ SKUGGARÁÐUNEYTIÐ Á nýafstöðnu flokksþingi vest- ur-þýzki-a jafnaðarmanna í Karls- ruhe var skýrt frá nöfnum með- lima hins nýja skuggaráðuneytis og á þetta að sannfæra kjósendur um, að jafnaðarmenn hafi á nógu mörgum hæfum mönnum að skipa til að geta rnyndað ríkisstjórn ef þeir sigra í þingkosningunum 1965, hvort sem ’það verður stjórn eins eða fleiri flokka. Hér er um að ræða um tuttugu reynda samstarfs Þeir eru vel búnir undir kosningarnar í september: Willy Brandt, Fritz Erler og Ilerbert Wehner. Þetta kort hékk bak við ræðustólinn á flokksþinginu í Karlshruhe (Þýzkaland árið 1937). 3 4. des. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Willy Brandt í ræðustól. menn, sem verða Brandt til að- stoðar. Þrír kunnustu mennirnir á lista þessum eru Fritz Erler, sem senni lega yrði utanríkisráðherra, Her- bert Wehner, annar tveggja vara- foi-manna flokksins og prófessor Carlo Schmidt sem er sérstaklega vel undir það búinn að koma á merkum umbótum í menntun og vísindum. Af öðrum meðlimum skugga- ráðuneytisiris má nefna: Alex Múller, sem er forstjóri trygg- ingafyrirtækis og hefur mikla þekkingu á fjármálum. Helmut Schmidt, öldungadeildarþingmað- ur frá Hamborg, sem er liðsfor- ingi í varaliðinu og sérfræðingur í varnai’málum. Prófessor Karl Schiller, sem er einnig frá Ham- borg en fer með utanríkismál í borgarstjórn Vestur-Berlínar. Ge- org Leber, frjálslyndur formaður sambands byggingaverkamanna. Friedx-ich Schafer, lögfræðingur sem hefur mikla þekkingu á mál- efnum lögreglunnar. Alfred Kubel, sérfræðingur í landbúnaðarmál- um. Gustav Heinemann, sem var um skeið innanríkisráðherra í stjórn Adenauers, en sagði af sér og skipti um flokk í mótmælaskyni við endurvígbúnað Þjóðverja. Brandt hefur einnig birt nöfn 26 háskóla- og tækniskólakennara, sem liafa boðizt til að gefa jafnað- armannastjórn tæknilegar ráðlegg- ingar. Flestir þeirra skrifa greinar í rit er nefnist „Þýzkaland 1975“ og verður gefið xit um áramótin. ★ STEFNAN Á flokksþinginu í Karlsruhe var mörkuð stefna flokksins með tilliti til kosninganna. Litið er á stefnuskráruppkast þingsins sem tilraun til að dreifa athygli kjós- enda frá Brandt, þannig að áhugi þeirra beinist að málefnunum ekki síður en mönnum. í stefnu- skránni og umræðunum um hana var tekið fram, að stefna flokksins væri hægri jafnaðarstefna. Þetta er einkum talið koma fram í viðhorfi flokksins til efnahags- mála, en þar er hvatt til þess, að stefnu Erhard kanzlara um frjálsa samkeppni verði haldið áfram í lítt breyttri mynd. Hér kemur fram munur á stefnu vestur-þýzkra og brezkra jafnaðarmanna. Brezkir jafnaðarmenn hafa krafizt þess, að sérstakar skipulagsnefndir eða stofnanir skuli rétta við fram- leiðni Breta, en þýzkir jafnaðar- menn vilja aðeins eftirlit og að þjóðin fái yfirlit yfir það, hvernig þróuninni í efnahagsmálum miðar áfram og að hve miklu leyti hags- munir þjóðfélagsins og hagsmun- ir einkafyrirtækja fara saman. Vestur-þýzkir jafnaðarmenn leggja mikla áherzlu á þennan mun á vestur-þýzkum og brezkum jafn- aðarmönnum. Þéir óttast, að til- raunir brezkra jafnaðarmanna í efnahagsmálum verði þeim til baga í kosningabaráttunni. Þeir segja, að afskipti þeirra af' efna- hagsmálum muni takmarkast við það, að óskað verði eftir aukinni aðild starfsmanna að stjórn stór- fyrirtækja og jafnframt krafizt, að hin frjálsa samkeppni vei-ði raun- vei-ulega frjáls. ★ UTANRÍKISMÁL í utanríkismálum er krafizt, að komið verði skriði-á alþjóðleg- ar viðræður um Þýzkalandsvanda- málið. En á það er lögð mikil áherzla, að ekki megi líta á ósk jafnaðarmanna um nánari sam- skipti við Austur-Evrópu og ein- kum Pólland sem ósk um sátta- umleitanir við Austur-Þýzkaland. Á þetta var lögð ótvíræð áherzla, þegar Fritz Erler lagðist gegn við- urkenningu Oder-Neisse-línunnar og flutti ræðu sína um utanríkis- málin fyrir framan stórt Þýzka- landskort. Á þessu korti voru landamæri Þýzkalands frá 1937, þ. e. áður en landvinningar Hitl- ers hófst — og á því voru bæði Austur-Prússland og Efri-Slésía. SPD lýsti yfir stuðningi við hinn fyrirhugaða kjarnorkuflota NATO. Vestur-þýzka stjórnin hefur áhuga á flotanum annars vegar vegna þess, að hún fær að vera með í ráðum að því er varðar beitingu kjarnorkuvopna á hættustund og hins vegar vegna þess, að með honum getur hún hafnað kröfum kjósenda um „eigin kjarnorkuher- afla Vestur-Þjóðverja”. Svipaðar- skoðanir virðast ríkja í SPD. ★ BJARTSÝNN Margt getur gerzt þangað til hinar almennu þingkosningar fara fram í Vestur-Þýzkalandi, en jafn- aðarmenn hafa ríka ástæðu til bjartsýni vegna klofningsins í Kristilega demókrataflokknum og velgengninnar í ýmsum fylkiskosn ingum. í fylkiskosningum þeim, sem farið hafa fram síðan 1961, hafa jafnaðarmenn fengið meira atkvæðamagn en Kristilegi demó- krataflokkurinn — 12.439.100 át- kvæði gegn 12.011.750. Ef þetta er borið saman við fylkiskosningarn- ar, sem haldnar voru á hinu fjög- urra ára tímabili fyrir 1961 háfa jafnaðarmenn aukið atkvæða- sitt um meira en eina og hálfa millj., sem er meira en fylgisaukn ing hinna flokkanna til samans. Kristilegra demókrata og frjálsra demókrata, var innan við M> millj. Framhald á 10. síðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.