BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Side 3
kröfum um þroska og hæfni til að
taka á sig ábyrgð og að geta tekið
tillit til annarra. En það eru takmörk
fyrir því, hvað það má kosta að eign-
ast ökuleyfi og kröfurnar til nem-
andans verða að vera sanngjarnar.
Sama gegnir um umferðareftirlitið,
þar sem þó er mikið enn ógert. Sér-
staklega í uppeldislegu og leiðbein-
andi tilliti ,þar sem bæði lögreglan
og fjölmiðlunartæki margs konar
gætu lagt fram áhrifaríkari aðgerðir
en hingað til. Tilraunum vátrygg-
ingafélaganna með aukna sjálfsá-
hættu fyrir unga ökumenn þarf að
fylgja eftir nákvæmlega og auka þær,
ef það virðist nauðsynlegt.
Og fyrst og síðast verðum við að
losna við hinn svellkalda hugsunar-
hátt, sem virðist vera tákn timanna
að nokkru leyti. Það er viðhorf, sem
blindar, eitrar og grófgerir allt sam-
neyti manna í millum. Það er ekkert
„töff“ við það að aka bílnum hratt.
Það endar hræðilega oft í dauða,
þjáningum og fjárhagslegu tjóni. Að
aka vel, að geta sýnt fram á tjóna-
lausan akstur ár eftir ár, er sannar-
lega þrekvirki. Að þjálfa sig í þeim
sjálfsaga, sem kemur fram í því að
nema staðar við gatnamót og hægja
ferðina í tæka tíð, áður en nokkuð
hefur komið fyrir, er aðalsmerki hins
færa ökumanns.
Gæti maður ekki hugsað sér sam-
keppnisstarfsemi, sem verðlaunaði
fyrst og fremst nærgætni í akstri?
Má ekki hagnýta rafeindaheila nú-
tímans til þess að verðlauna ábyrga
ökumenn eftir kerfi, sem gæfi æsku-
manninum jafnframt tækifæri til að
sýna hvað hann getur og reyna að
hvetja hann á einhvern hátt? En allt
verður að miða að því, að hinn ein-
staki ökumaður finni, að eftir hon-
um er tekið, en það mætti verða til
þess að hvetja hann til að leggja sig
aiian fram í því efni að koma í veg
fyrir slys.
(Ath.: Finnst mönnum ekki, að
grein þessi gæti einnig átt við á-
standið hér á landi að flestu leyti?).
r------------------------------------
Látið Á B Y R G Ð
bera ábyrgðina!
Tryggið heimilið
og bílinn hjá ÁBVRGÐ.
Bindindi = minni áhætta.
Minni áhætta = lægri iðgjöld.
ÁBYRGDP
tryggingariélag bindindismanna
Skúlagötu 61 . Simar 17415 -17947
V __________________________/
BFO-BLAÐIÐ