BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Qupperneq 5
(jímgamU ft>lk 09 glftmerkí
Umferðarslysin ríða oft yfir í
bylgjum. Slysin og tjónin ske hvert
af öðru, svo ótt og títt að manni of-
býður. Mörg í senn, dag eftir dag.
Þetta er orðið eitt af hinum miklu
vandamálum okkar.
Hér á landi er það yfirleitt venj-
an að gangandi fólk, hjólreiðamenn
og aðrir ökumenn verði að notast
við sama veg. En hið mótsagna-
kennda er, að því betur, sem vegirnir
eru gerðir, því öruggari, sem þeir
ættu að vera, að því er virðist, því
hættulegri verða þeir að öðru leyti.
Vegir þessir æsa menn til hraðaakst-
urs, og það er hraðinn sem drepur.
Komi að auki til myrkur, vex hættan
um allan helming.
Mikið er gert til þess að draga úr
hættunni. Hvað ökuníðinga áhrærir,
er lögreglan sífellt á varðbergi, að
svo miklu leyti sem henni er fært
með þeim mannafla og fjárhags-
getu, sem henni er í té látin. Bíleig-
endum er gert að skyldu að full-
nægja ákveðnum kröfum um öku-
ljós, bakljós og glitaugu á bílum
sínum og uppfylla þeir þesar skyldur
að mestu leyti. Geri þeir þetta ekki,
mega þeir búast við refsingum og
jafnvel að verða gerðir skaðabóta-
skyldir valdi þeir tjónum eða slysum.
Hjólreiðamenn mega líka vara sig á
lögreglunni, hafi þeir ekki ljós og
glitaugu í lagi.
Öðru máli gegnir um gangandi
fólk. í umferðarlögunum eru ákvæði
um, að það skuli ganga á hægri
vegarbrún í myrkri og slæmu skyggni.
Hingað til hefur það varla eða ekki
hent að nokkur fótgangandi mann-
eskja hafi fengið áminningu fyrir að
brjóta þessa reglu, enn síður hegn-
ingu. Gangandi vegfarendur ganga
eins og þeim sýnist, klæða sig eins og
þeim sýnist og mikill fjöldi þeirra er
í miklu meiri lífshættu en þeir sjálfir
gera sér grein fyrir. Og þessvegna
ske líka svo mörg sorgleg slys á veg-
um okkar ,gangandi fólk drepið eða
limlest. Það mætti tala um „sjálfs-
morðingja“ og það er mikið til í
því. Þetta fólk veldur því einnig, að
ökumenn margir hverjir lenda í að-
stæðum, sem þeir jafnvel ná sér
aldrei eftir.
Umferðarvandamálunum er ekki
gefinn nægur gaumur. Það er of mik-
ið sparað á því sviði, fé, leiðbein-
ingar, hegningar. í þessu sambandi
BFÖ-BLAÐIÐ
5