BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Síða 7
svefndrungi og áfengisáhrif, og þetta
orsök í tveimur af fimm dauðaslys-
um. Aðgæzluleysi í slysatilfellunum
var 19%, í dauðaslysunum 11%, í
meiðslum eða limlestingum 19% og
16% í skemmdum á ökutækjum.
Svefndrungi og sljóleiki átti þátt í
7% af öllum umferðarslysum vél-
knúinna farartækja í Bandaríkjun-
um árið 1964. Séu stærri slysin að-
greind frá hinum, var 22% af dauða-
slysunum að kenna syfjun eða sljó-
leika, en 12% í líkamsskaðatilfellun-
um.
Margt getur valdið þreytusljóleika
ökumannsins, svo sem þægindi, kyrrð
og hljóðleiki, kyrrseta, matur, sálar-
ástand og eitt og annað.
Mjög skortir á rannsóknir varð-
andi þreytuástand ökumanna og
getur slíkt valdið ónákvæmni í með-
ferð og dómsúrskurði umferðaraf-
brota. Höfundar bókarinnar nefna
fjölda margt sem valdið getur þreytu
ökumannsins, en yfirleitt er gætileg-
ur akstur öruggari en sá, sem farinn
er í einhverjum spenningi.
Þar sem kyrrstaðan er mjög þreyt-
andi, er auðskilið hversu ýmis innri
gerð bílsins og auðveldleiki í öllu,
sem áhrærir stjórn hans, er veiga-
mikið atriði í umferðaröryggi. Þeg-
ar maðurinn situr kyrr, þrýstast
vöðvar saman og blóðrásin minnkar
til þeirra likamshluta, sem setustell-
ingin hefur mest áhrif á. Þeirri
þreytu, sem þetta veldur, má líkja
við það sem gerizt á langri göngu
eða kyrrstöðu á verði sömu tíma-
lengd. - Hvað þreytir mest
1 bók þessari eru ekki aðeins
margar upplýsingar, heldur og ráð-
leggingar. Ef aka skal t. d. 5 klukku-
stunda leið, er heppilegra að fara út
úr bílnum á stundarfresti og hreyfa
sig og liðka 5 mínútur, en að aka
viðstöðulaust alla leiðina og hvíla
sig svo hálfa klukkustund. Matar
ber að neyta hyggilega, ef aka skal
langa leið. Betra er að sofa stundar-
korn eftir máltíð en að reyna að
eyða þreytunni með kaffidrykkju.
Engin örvunarmeðul gefast vel í
þreytutilfelli. Enginn ætti að reyna
að standa gegn svefnþörfinni heldur
hvíla sig eigi hann langan akstur fyr-
ir höndum. Af þeirri ástæðu hafa
allt of margir sofnað svefninum
hinnsta. Þreytan er viðvörun líka-
mans við ofreynslu, en viðvaranir
skyldu menn aldrei sniðganga.
Þreytumerkin segja ávallt greinilega
til sín, áður en svefninn fær völdin.
Það er því hugarfóstur eitt, er öku-
menn telja sig hafa sofnað skyndi-
lega við stýrið, algerlega óafvitandi.
Ef ökumaður er svo haldinn
vanmati á sjálfum sér, að hann verð-
ur þess ekki var að þreytan sækir á,
þá er slíkt ástand yfirleitt næg sönn-
un þess, að hann er ekki heppilegur
ökumaður.
Eitthvað á þessa leið var samtal
bókarhöfunda um efni hennar.
BFÖ-BLAÐIÐ
7