BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Síða 8
LJmislegt um oetraraksiur
Negldir hjólbarðar
Ekki eru aliar gerðir snjóbarða
heppilegar til neglingar. Mynstrið
getur verið of smágert. Ennfremur
er gúmmíblanda slitflatarins stund-
um þess eðlis að naglar tolla af þeim
ástæðum illa í börðunum. Mynstrið
verður að vera þannig gert, að á því
sé nóg af flötum, ekki minni en 12 s.
12 mm á hvorn veg, sem hægt er að
setja naglana í. Séu fletirnir minni,
losna naglarnir innan tíðar.
Verksmiðjur eru nú yfirleitt farn-
ar að gera snjóbarða sína þannig að
hentugt sé til neglingar.
Neglda barða þarf að ,,tilkeyra“.
Fyrstu 150 til 250 km má ekki aka
hraðar en 70 km/t (ísl. hámarks-
hraði). Varast verður einnig á með-
an á þessu stendur að hemla snögg-
lega, aka beygjur hratt (ætti aldrei að
gera) og auka hraða mjög skyndi-
lega.
Aldrei skyldi þó aka hratt á
negldum börðum, og lögum eiga
menn ætíð að hlíða.
Gott ráð: akið aldrei hraðar með
negldum börðum en þér mynduð
gera væru þeir ekki negldir. Mönn-
um veitir ekki af að eiga til vara
það „öryggi“ sem neglingin veitir.
Heppilegasti naglafjöldi í venju-
legum snjóbarða er 110 til 120 naglar
í hverjum barða. Fleiri nagla munar
lítið um og séu þeir orðnir yfir 200 í
hverjum barða (miðað við vanaleg-
an fólksbíl), er það oftast til ills eins.
Helzt til lítið virðist vera að hafa
aðeins 70 til 80 nagla í hverjum
barða, miðað við vanalega stærð.
Samtal við góðan ökumann
Ræsing
Hvernig ræsið þér bílinn yðar á
vetrum?
Svar: Ég dreg innsogið alveg út,
tek úr gíri, stíg niður kúplinguna,
dæli 2 til þrisvar sinnum með bensín-
pedalanum og ræsi svo. Er hreyfill-
inn er „vaknaður“, læt ég hann
ganga dálítið í tómagangi til þess að
fá fullan olíuþrýsting. Síðan ýti ég
innsoginu hægt inn og ek af stað.
Óráðlegt er að aka hratt til að
byrja með, heldur ekki þeyta hreyf-
ilinn eða pína, því það getur komið
fram í smurningunni. Gáið að því
að hafa vel opna rúðu fyrst eftir að
þér farið inn í bílinn.
Hve oft skiptið þér um olíu á
pönnunni á vetrum?
Svar: Þér verðið máske undrandi
er ég segi að ég skipti olíu í hvert
8
BFÖ-BLAÐIÐ