BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Page 9

BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Page 9
sinn, er ég sé að talan á kílómetra- mælinum endar á 3 núllum, þ. e. a. s. eftir hvern 1000 km akstur. Þetta er máske óþarflega oft, en ég er latur í eðli mínu og kann ekki við „tossa- miða“ á dyrastafnum - myndi bara gleyma að líta á þá. Ég er líka alltaf að smáaka, ræsa og ræsa. Þetta bæt- ir ekki olíuna á pönnunni. Hún tek- ur heldur ekki það mikla olíu að það geri svo sem neinn mun á efna- hagnum. Á sumrum ek ég hinsvegar 2 til 3 þús. km áður en ég skipti olíu. Þér akið dálítið hratt í beygju og firinið allt í einu að billinn tekur að skrika. Hvað gerið þér þá? Svar: Fyrir það fyrsta ek ég helzt ekki of hratt í beygjum og sízt í vetrarfærð. En hendi það að bíllinn skriki hjá mér, kúpla ég frá, svo að hægt sé að nota allanúningsmótstöðu barðanna við veginn til að stýra, en hún er nú ekki alltaf mikil. Ég gef ekki bensín, hemla ekki með hreyfl- inum og auðvitað ekki með fót- hemli, heldur legg varlega á í þá átt, sem bíllinn skrikar til, þar til ég finn að ég ræð aftur við bilinn. Nái ég því ekki, hef ég ekið alltof hratt og verð að taka afleiðingunum eins og hver annar ökuskussi. Er rétt, einkum i vetrarfærð, að „gíra niður“ við beygju? Svar: Það getur verið heppilegt, þar eð þá er hægt að beita hreyfils- hemlun með, og að nokkru leyti í staðinn fyrir fóthemlun. En ég bendi á, að það er mjög hættulegt að beyta hreyfilshemlun skyndilega eftir að komið er í beygju. Hve miklu hœgar akið þér í vetr- arfærð en í sumarfœrð? Svar: Ótrúlega miklu hægar. Nún- ingsmótstaða barðanna við veg er mjög minnkuð og menn verða að aka í samræmi við það. Eigi að vera nokkuð vit í akstrinum, verður hrað- inn að vera miklu, miklu minni í vetrarfærð en venjulegt er í sumar- færð. Telfið þér að ökumönnum yfir- leitt séu þessar staðreyndir Ifósar? Svar: Tja, hvað skal segja. Fjölda- mörgum ökumönnum er þetta ljóst og við skulum þá segja, að þeir fari eftir því, sem þeir vita réttast. Við eigum marga góða ökumenn, því fer nú betur. Hitt er líka víst, að sá hópur ökumanna, sem ekki eru þess- ar staðreyndir ljósar, er óhugnan- lega stór. Það sýna tjónin og slysin á vetrum. Og svo eru þeir ökumenn, sem vita betur en þeir breyta. Það eru hættulegustu ökumennirnir, því þeir geta aldrei neitt lært vegna brenglunar í sálarlífi sínu. BFÖ-BLAÐIÐ Ábyrgðarmaður: Sigurgeir Albertsson Ritnefnd: Framkvœmdaráð BPÖ Afgreiðsla ritsins er að Skúlagötu 63 Sími 1-79-47 PRENTSMIÐJAN HOLAR HF BFÖ-BLABIÐ 9

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.