BFÖ-blaðið - 01.01.1966, Page 11
að gera sér grein fyrir því að til þess
að verða góður ökumaður við allar
aðstæður, þarf fleiri ára æfingu og
haga sér eftir því, halda sig ekki
meiri en maður er og fyrir alla muni
að halda ekki að maður sé orðinn
mikill ökumaður, nýbúinn að taka
próf. Á því hefur margur illa farið.
Það er ekki lítill vandi að kunna
að aka eftir aðstæðum, en góðir
ökumenn verða þeir einhverntíma,
sem reyna að gera það. Gerðu allir
þetta, myndu flest umferðarslys og
tjón hverfa úr sögunni. Hugsið ykk-
ur þá breytingu og hugleiðið hins-
vegar, að nú er svo komið í umferð-
armálum þéttbýlisins hér, að ýmsir
ökumenn hika við að fara út með
fjölskyldu sína í bíl sínum að kvöldi
í skammdeginu af ótta við það að
þeirra nánustu verði drepnir eða
stórslasaðir af ökuníðingum eða
ökuskussum.
Við, sem ökum bíl, megum alltaf
búast við því að lenda í umferðar-
tjóni eða slysi, sama hve varlega við
reynum að fara og hve góðir öku-
menn sem við þykjumst vera. Þetta
er svona. Hinsvegar er það staðreynd
að margir ökumenn ímynda sér alltaf
að ekkert muni koma fyrir þá sjálfa
og því fer oft sem fer. Þessir bjart-
sýnismenn umferðarinnar eru þá líka
oftast alveg óundirbúnir andlega er
voðinn dynur yfir þá, og bregðast
því oft við alveg öfugt við það, sem
vera þyrfti. Það er vitanlega aldrei
hægt að gefa neinar ákveðnar reglur
um það, hvernig við eigi að bregðast,
því aðstæður eru svo misjafnar. Það
sem ég á við er það, að ökumaður
þarf að vita dálítið um það hvað
bezt myndi að gera í hverju ákveðnu
tilfelli. Hér gildir sú regla að þekk-
ingin er undirstaða þess að breyta
rétt. Að breyta rétt í svona tilfellum
þyrfti hinsvegar æfingar við, en af
skiljanlegum ástæðum er slíkt lítt
gerlegt. Eina ráðið er því að hafa
hugsað fyrirfram um hlutina og gert
sér grein fyrir hvað gera bæri ef
þetta og þetta skeði. Þessi hugaræf-
ing myndi oft koma að góðu gagni.
Verði árekstur á milli bíla, er mjög
hætt við að eldur geti komið upp í
þeim. Sértu með logandi sígarettu
þá dreptu strax í henni og rjúfðu
strauminn, sért þú til þess fær. Það
er einnig áríðandi að einhver, sem
fær er um, einkum í myrkri, vari
aðra bíla við hættunni, svo ekki
skapist árekstrarkös. Varðandi þá
slösuðu, séu þeir einhverjir, ber að
fara eftir þeim reglum, sem fólki
hafa verið marg byrtar. Aldrei má
flýta sér að því að ná slösuðum
manni út úr bíl, nema bráð eldhætta
eða önnur hætta sé yfirvofandi eða
þegar kviknað hefur í bílnum.
Að lokum vil ég aðeins bæta því
við að ég á ekki til heitari ósk en þá,
að sem flestir ökumenn temdu sér
að aka þannig að ekki hlytist af tjón
og slys. Á. S.
BFÖ-BLAÐIÐ
II