BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 2

BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 2
áfengi .. . Allt sem þessir menn leggja til málanna eru haldlausar og ruglingslegar ályktanir, eintómar á- gizkanir og hugarórar. Þeir vita mjög vel að þessar tillögur þeirra veita alls ekki neina vörn gegn skaðsemd- um áfengisneyzlunnar. Já, en kröfur bindindismanna eru ekki fram- kvæmanlegar ,segja þeir. Jú, sannar- lega eru þær framkvæmanlegar. Það er einmitt munurinn á tillögum okk- ar og hófsemdarhugmyndinni sem teflt er fram gegn þeim. Við erum nokkrar þúsundir, nokkrar tugþúsundir, nokkrar hundr- uðþúsundir í Noregi, sem temjum okkur algert bindindi. Við leiðum ekki yfir okkur neins konar tjón af áfengisneyzlu. Við gerumst ekki sek- ir um ölvun við akstur. Við iðkum og gerum að raunveruleika dag hvern þau sannindi, að algert bind- indi hafi mesta yfirburði til lausnar áfengisvandamálinu. Slíkt gildir alls ekki um neina hópa þeirra manna, sem hófsemdargrillunni hampa. Allt of oft reynist í reyndinni erfitt að draga línuna milli hófsemdar og ó- hófs, hin góðu áform reynast oft haldlítil gagnvart drykkjusiðunum. Hófsemdaraðferðin í þessum efnum er hættuleg sökum þess, að hún snið- gengur og strikar út þau sannindi, að öll áfengisneyzla, í hvaða mynd, sem er, felur í scr hættu, t. d. athafnir í ógáti og að ánetjast venjunni. Að ætla að sigrast á áfengisbölinu án þess að sleppa drykkjusiðunum og þeirri „stemmningu“ sem þeir veita á ýmsan hátt - það er jafnt frá einstaklings- og samfélagssjónarmiði hinir háskalegustu hugarórar. (Úr norska bindindisbladinu „Folkct"). Hvað vill Bindindisfélag ökumanna? BFÖ vill safna öllum bindindis- mönnum á meðal ökumanna undir eitt merki, í eitt félag, til þess sem bezt að geta unnið að öruggri um- ferð án áfengis og gert lýðum ljóst, hve mikils virði fyrir þjóðfélagið þetta er. BFÖ vill vinna að vaxandi um- ferðarmenningu, framkalla aukna ábyrgðartilfinningu hjá sem flestum og vinna að hagsmunum ökumanna. BFÖ er bæði hugsjóna- og hags- munafélag fyrir ökumenn. Því fleiri sem leggja félaginu lið, með því að ganga í það, því meiri möguleikar verða á því að vinna að sameigin- legum áhugamálum. BFÖ vill vinna að hagsmunamál- um félaga sinna svo og þjóðfélagsins í heild. BFÖ er opið fleiri bindindis- mönnum en aðeins ökumönnum. íhugið þetta og gerist félagar hið fyrsta. 2 BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.