BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 17

BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 17
til að draga aðra bíla. Þetta er sem sagt sérstakur bíll, mjög sniðuglega gerður og ekki allur þar sem hann er séður. Ég held að fáir smábílar séu svona útspekúleraðir, því þeir munu ekki margir vera búnir neinni dráttarfestingu fyrir sjálfan sig, hvað þá björgunarfestingu fyrir aðra bíla. Ég vil helzt alls ekki draga bíl á mínum bíl. Er ég þó ekki verri en rétt í meðallagi. Smábílar eru ekki gerðir fyrir drátt. Sex manna bíl myndi ég ekki reyna að draga, en kannske réði góðmennskan ef um smábíl væri að ræða - íslenzka hjálp- semin myndi þá prjóna upp í mér. Sízt skyldi hana lasta. En hvar ætti ég að lofa henni að festa taugina aftan í minn ágæta bíl. I stuðarann - nei. í stuðarafestingar - nei. í hásinguna - heldur varla. Hvar þá? Ég myndi reyna að festa í fjaðra- hengslin. Það eru nefnilega fjaðrir á mínum bíl að aftan, ekki gormar. Væri hann allur á gormum, myndi ég vísast segja hreint nei við öllum drætti, ekki einu sinni þó mig bæði fallegasta stúlka í heimi. Og væri bíll- inn minn gamall mundi ég alls ekki draga á honum. En hvar ætti svo að festa í bilaða bílinn. Nú er hann auðvitað ckki með neinni dráttar- festingu fyrir sig, því verksmiðjan reiknar ckki með því að hann geti bilað. Við hlaupum yfir stuðarana og festingar þeirra, því maður vill ekki lenda í ónáð eftir á og fá skömm í stað þakkar í hattinn. Við reynum við bita, sem gormskálarnar standa á. Þar er oft hægt að festa og hann er auðvitað allur á gormum en ekki eins og minn bíll. Máske í gormskálar. Annars fer þetta dálítið cftir tegundum. Hvað segja svo lögin? Ekki meira en 4 metrar í milli bíla, 2 metrar eru of stutt úti á vegum. Binda bón- klútinn um miðja snúruna. Bezt að tala við dömuna fyrst áður en lagt er af stað, spyrja t. d. hvort hún hafi áður „verið dregin“ og hvort hemlar séu í lagi. Leiðbeina með það, sé hún óvön, að hafa ekki handhemil á, hafa gott samband við fóthemilinn niður í móti og standa ekki fast á honum upp í móti. Svo er gott að tala sig saman um ákveðin hljóðmerki, t. d. 3 stutt, ef eitthvað er að eða þarf að draga mikið úr ferð eða stanza. Hafi maður sjálfur aldrei áður dregið bíl er bezt að fara anzi varlega. Launin koma svo á eftir, annað hvort í blöð- unum eða öðruvísi. Kúplingsdiskum á smábílum fellur ekki vel langur og erfiður dráttur. Dráttartaugar eru betri en keðjur til að draga á. Að leggja bíl úti á vegiun Umferðarlögin mæla svo fyrir, að lcggja skuli ökutæki utan vegar, ef aðstæður leyfi, en annars við brún akbrautar. Bannað er að stöðva eða leggja bíl í eða við beygju, í eða við BFÖ-BLAÐIÐ 17

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.