BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 21

BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 21
^rá deildum og félagsstarfi Sambandsþing 1967 Stjórn Bindindisíélags ökumanna ákvað á fundi þ. 13. marz s.l., að hoða til sambands- þings dagana 23. og 24. júní n.k. Hefur það verið gert. Sem kunnugt er hefur sambandsþing til þessa verið háð á haustin, en hefur nú verið ákvcðið að flytja þingtímann til vorsins, enda er það miklu skemmtilegri tími og ætti ekki að þurfa að vcra óhentugri. Sam- bandsþingi þessu, sem að réttu lagi átti að haldast s. 1. haust að öllu óbreyttu, var því frestað og vcrður því okkar fyrsta vorþing. Það verður ein af tillögum sambandsstjórn- ar fyrir þingið, að stórhækka ársgjöldin. Það yrði þó ekki gert, nema að stórauka fríð- indin um leið, og er þar átt við örorkutrygg- ingu BFÖ vegna umferðarslysa, sem inni- falin er í ársiðgjaldinu. Vinnur framkvæmda- stjóri nú að því að fá hana hækkaða úr 75 þúsundum (fullar örorkubætur) í 150 þúsund og dánarbætur úr 13 þúsundum í 30 þúsund krónur. Er þetta þá orðin mjög veruleg trygging, trygging, sem myndi í tilfelli greið- ast ofatt á aðarar tryggingar og innifalin væri í lágu ársgjaldi. Þessi hækkun yrði bundin því, að ársiðgjaldið hækkaði um hctming, þ. e. úr 150 kr. fyrir aðalfélaga í 300 kr. og úr 75 kr. fyrir fjölskyldufélaga og það fullorðið fólk, sem ekki hcfur ökuleyfi, í 150 kr. Félagar góðir: Myndi ykkur finnast þetta í rauninni hátt ársgjald með slíkum fríð- indum inniföldum, þó við slepptum jafnvel öðrum fríðindum, sem auðvitað er ekki meiningin. Ég held varla að neinum hugs- andi manni mundi finnast það. Gera önnur félög betur? Hvort er vænlegra til að vinna að málum félaga sinna, fátækt félag eða félag, sem hefði svolítil auraráð. Svarið hlýtur að liggja í augum uppi. er sem þjóðartekjur í hinum ýmsu löndum, verður röðin nokkur önnur. Þá kemur Stóra-Bretland í 1. sæti og er hluti tryggingariðgjalda reiknaður 8,5% af þjóðartekjum. Bandaríkin eru í 2. sæti með 8%, Kanada í 3. sæti með 6,6%. Ástralía er nr. 5. Á listanum eru einnig Suður-Afríka, Nýja-Sjáland og Holland. Stærri tjón Þrátt fyrir að innborguð iðgjöld sýna hækkun á heimsmælikvarða, er áríðandi að veita athygli þróuninni í flestum greinum. Samkvæmt yfirliti Upplýsingaskrifstofu fyrir tryggingar var árið 1965 mjög slæmt viðvíkjandi tjónum í hinum ýmsu tfyggingar- greinum. Þetta á sérstaklega við um bruna- bíla- og sjóvátryggingar. Verulegu tapi hafa félögin orðið fyr- ir með hinum stóru endurtrygginga- samningum. Útkoman í þessum tryggingagreinum hefur orðið veru- lega lakari árið 1965 heldlif cn 1964. BFÖ-BLAÐIÐ 21

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.