BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 22

BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 22
Árgjaldshækkunin myndi ekki geta tekið til líðandi árs úr þessu, heldur gilda frá og með 1968. Aðalfundur Reykiavíkurdeildarinnar 1967 Hann var haldinn í Oddfellowhöllinni að kvöldi þess 21. marz s.l. Mæting félaga var góð. Fundarstjóri var kjörinn Helgi Hannes- son, deildarstjóri. Formaður deildarinnar, Leifur Halldórsson, flutti skýrslu stjórnar- innar og lesnir voru upp reikningar deildar- innar og síðan lagðir fram. Umræður urðu miklar á fundinum. Drukkið var kaffi undir lokin og Ómar Ragnarsson, félagi BFÖ, skemmti. Þessar brcytingar urðu á stjórn deildar- innar: Leifur Halldórsson hafði óskað þess að vcra ekki áfram í kjöri sem deildarformað- ur. Var kjörinn í hans stað Ólafur Guð- mundsson, trésmíðameistari, Kópavogi. Ur aðalstjórn gengu Tómas Símonarson og Magnús Jakobsson. f þeirra stað voru kjörn- ir Vigfús Hjartarson og Ólafur Guðmunds- son. f varastjórn voru kjörnir Magnús Jak- obsson, Haukur ísfeld og Tómas Símonar- son. Endurskoðendur voru kjörnir þeir sömu og áður, þ. e. Gunnar Árnason og Þorlákur Jónsson. Varaendurskoðandi er Felix Sigur- bjarnarson. Fyrsti fundur í hinni nýju deildarstjórn var haldinn 31. marz s.l. og skipti þá stjórnin með sér verkum þannig: Kjörinn var varaformaður áfram Jóhann Björnsson, ritari Vigfús Hjartarson og gjald- keri áfram Kristinn Breiðfjörð. Stjórnin er því þannig skipuð nú: Formaður: Ólafur Guðmundsson, varaformaður: Jóhann Björns- son, ritari: Vigfús Hjartarson, gjaldkeri: Kristinn Breiðfjörð og meðstjórnandi Leif- ur Halldórsson. BFÖ-blaðið óskar hinni nýju deildarstjórn til hamingju með framtíðarstarfið. DEFA hreyfilhitarar Fyrirliggjandi / SMIÐ JUBUÐIN við Háteigsveg . Sími 21222 ÁAkureyri: BÍLASALAN HF. 22 BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.