BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 3
Okutœki og aUstur Framhald Framúrakstur 1 47. gr. íslenzkra umferðarlaga, 3.-5. málsgrein, segir svo um fram- úrakstur almennt: „Ökumenn skulu hleypa fram fyrir sig á hægri hönd þeim, sem fram fyrir vilja. Eigi má aka fram úr öku- tæki, nema unnt sé án hættu eða óþæginda fyrir aðra umferð, enda sé útsýn yfir akbraut góð. Eigi má aka fram úr ökutæki ávegamótum, beygj- um, ef þær eru brattar eða þröngar, né við eða á afmörkuðum brautum fyrir gangandi fólk. Aka skal fram úr ökutæki hægra megin við það. Skal sá, sem fram hjá ætlar, gefa þeim, sem á undan fer, merki, þannig að hann megi vita um þá ætlan. Sá, sem á undan er, skal þá, er hann verður var við þann, er á eftir kemur, víkja til vinstri og draga úr hraða eða nema staðar, þannig að áhættulaust sé að aka fram hjá. Sá, sem fram fyrir hefur ekið, má ekki aka að vinstri brún akbrautar, fyrr en hann er kominn svo langt, að hinu ökutækinu geti ekki stafað hætta cða veruleg óþæg- indi af. Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. má við vegamót, ef aðstæður leyfa, aka vinstra megin fram hjá ökutæki, sem á undan fer, ef ökumaður þess gefur greinilega merki um, að hann ætli að aka til hægri.“ Hvað segja þessar málsgreinar? . .. „skulu hleypa fram fyrir sig“ . .. Framúraksturinn er á ábyrgð þess, sem fram úr ekur og bíllinn á undan má ekki hindra hann . . . „nema unnt sé án hættu eða óþæginda fyrir aðra umferð, enda sé útsýn yfir akbraut góð.“ Þú mátt ekki leggja í tvísýnu við framúraksturinn, ef bíll, sem kemur á móti er of nærri, sé vegur hættulegur eðamjög þröngur á staðn- um, sjáir þú ekki vel fram á veginn vegna blindbeygju eða blindhæðar o. s. frv. Ekki má aka fram úr á vegamótum (sjá þó 5. mgr.) eða á varasömum beygjum eða við eða á afmörkuðum gangbrautum. Aka skal fram úr hægra megin (:;já þó síðar ákvæði um tvær eða fleiri merktar akreinar með sömu akstursstefnu), merki skal gefa sá, sem fram úr vill aka og sá, er fram úr er ekið skal draga úr hraða eða jafnvel stanza alveg. Þá er ákvæði um að bíllinn, sem fram úr ekur, skuli sýna varkárni er hann ckur BFÖ'BLAÐID 3

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.