BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Síða 3
Sigurður Helgason:
Nýju lögin eru
árangursrík
Margir hafa velt fyrir sér hver hafi verið
áhrif af gildistöku nýrra umferðarlaga 1.
mars síðastliðinn. Það sem mesta athygli
vakti voru ákvæði um ljósanotkun allan sól-
arhringinn og sektarákvæði gagnvart þeim
sem ekki spenna bílbelti. Við umferðarkönn-
un, sem gerð var í júní kom í ljós, að yfir 90%
allra ökumanna spenna beltin og hafa öku-
ljósin kveikt. Þetta er mjög góður árangur og
sérstaka athygli vekur að þessi könnun fór
fram um fjórum mánuðum eftir gildistöku
laganna, þannig að ekki er hægt að tala um að
þar sé um að ræða nýjabrum.
Ein spurning sem margir velta fyrir sér, er
hvort ljósanotkun allan sólarhringinn skili
árangri - hvort hún fækki slysum. Þar sem
saman fóru tvær grundvallarbreytingar - það
er aukin beltanotkun og skyldunotkun öku-
ljósa er erfitt að greina hver sé árangurinn af
hvoru atriði um sig. En samkvæmt niðurstöð-
um rannsókna í Svíþjóð og Finnlandi fækkaði
slösuðum í umferð um 11% eftir að í gildi
gengu lög, sem gerðu ráð fyrir ljósanotkun all-
an sólarhringinn.
Fyrstu mánuðina eftir að umferðarlögin
gengu í gildi 1. mars síðastliðinn fækkaði
slösuðum í umferðinni töluvert. Heldur hefur
þó dregið saman aftur á allra síðustu mán-
uðum. Þó er það mat þeirra sem að þessum
málum starfa, að þó að slysum hafi ekki fækk-
að jafn mikið og vonir stóðu til, þá sé greini-
legt að meiðsli séu ekki jafn alvarleg og oft
Sigurður Helgason
er upplýsingafulltrúi
Umferðarráðs
áður og það er mjög algengt að fólk sleppi
ómeitt úr útafkeyrslum og bílveltum vegna
notkunar bílbelta.
Þegar við veltum fyrir okkur áhrifum þess-
ara nýju umferðarlaga hlýtur hugurinn að
hvarfla til þess hvort þessar breytingar hafi
nokkuð að segja. Og það er staðreynd, að
breytt lög ein þreyta í raun engu. Til að ná
fram breytingum sem flestir eru sammála um
að séu nauðsynlegar í umferðinni er ekki nóg
að breyta lögunum, jafnframt þarf tillitssemi
að aukast og nauðsynlegt er að draga úr öku-
hraða, ekki síst í íbúðahverfum. Þá má ekki
vanmeta mikilvægi almennrar fræðslu, á
heimilum, í Qölmiðlum, í skólum, á dag-
heimilum og í leikskólum.
Allt eru þetta mikilvæg skref á leið okkar
til bættrar umferðar. Það kostar peninga, sem
stjórnvöld þurfa að leggja af mörkum. Upp-
hæðirnar sem varið er í slíkar aðgerðir skila
sér margfalt til baka og nánast um leið og þær
eru reiddar fram. Það er skynsamleg Qárfest-
ing - fjárfesting sem fækkar slysum, kemur í
veg fyrir þjáningu og fækkar þeim sem fórna
lífinu í umferðinni.
BFÖ-blaðid • 3/1988
Útgefandi: Bindindisfélag ökumanna,
Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 83533.
Ritnefnd: Sigurður Rúnar Jónmundsson (ritsj. og áb.m.),
Halldór Árnason og Jónas Ragnarsson.
Myndir: Guðjón Einarsson (bls. 13), Jónas Ragnarsson
(bls. 1, 5, 8, 9), Slökkvilið Reykjavíkur (bls. 7),
Umferðarráð (bls. 3,10).
Prentun: GuðjónÓ hf. ^
Upplag: 3.500 eintök OktÓlíCI* 1 itfÍH