BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Síða 4
Þorvaldur Örn Árnason:
Reiðhjól er gott farartæki
Ég byrjaði fyrir alvöru að hjóla þegar ég bjó
í Noregi 1971-1975 og hef hjólað mikið allar
götur síðan. Ég kynntist vel hestum sem barn
og hef ekið bíl frá því ég varð 17 ára og átt bíl
sjálfur í 15 ár. Þó tek ég reiðhjólið framyfir
þetta tvennt. Mér finnst gott að komast svo
hratt og örugglega áfram af eigin „vélarafli“,
á svo sparneytinn hátt, í svo nánu sambandi
við umhverfið. Fá vindinn í fangið (þó hann
geti verið mér full mótsnúinn á köflum) og
hitna af átökum. Finna að ég sjálfur er
gerandinn, ekki einhver vél sem brennir elds-
neyti frá komandi kynslóðum og mengar
bæinn.
Stuttar og langar vegalengdir
Ég hef mest hjólað í Reykjavík, en einnig í
Þrándheimi og á ísafirði þegar ég bjó þar.
Lengi vel hjólaði ég aðallega í miðbænum og
gamla austur- og vesturbænum. Éghefheldur
færst í aukana með árunum og víla ekki leng-
ur fyrir mér að hjóla reglulega í og úr vinnu
milli Neðra-Breiðholts og Skipholts og stund-
um milli Reykjavíkur og annarra bæjarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu. Ferðin milli Breið-
holts og Skipholts tekur mig að jafnaði 20
mínútur á hjólinu. Ég er talsvert fljótari ef ég
fer akbrautir en hjólreiðastíga vegna fjöl-
margra hindrana á stígunum, einkum hárra
og egghvassra kantsteina við gatnamót sem
neyða mann til að stöðva og stíga af baki.
Ég er nýbyrjaður að taka hjólið með mér í
áætlunarbíla og hjóla hluta leiðarinnar utan-
bæjar. Til dæmis hjólaði ég nýlega frá Hvols-
velli til Selfoss (u.þ.b. 45 km). Sú ferð tók 3
klst. í hægum mótvindi. Það var hæfileg
líkamsrækt þann daginn og þægilegt að láta
þreytuna líða úr sér í rútunni frá Selfossi til
Reykjavíkur. Það er ekki síst hentugt að hafa
hjólið með og hjóla síðasta spölinn ef rútan
gengur ekki alla leið á áfangastað. Vondir
vegir eru ekki lengur aðal vandamálið, heldur
mikil og hröð bílaumferð. Því er mikilvægt að
forðast að hjóla á þjóðvegum á þeim tímum
4 þegar umferð er mikil og æskilegt að forðast
vegi með mikilli umferð. Því miður eru hvergi
hjólreiðastígar með þjóðvegum.
Utlendingar ferðast í vaxandi mæli á þenn-
an hátt. Þeir taka margir hjólið með sér til
landsins og hjóla um þann hluta landsins sem
þeir vilja skoða best en hoppa upp í áætlunar-
þíla til að stytta sér leið yfir landsvæði sem
þeim finnst minna spennandi. Það kostar ekk-
ert að taka hjólið með sér í rútu eða flugvél. í
Osló sá ég fólk jafnvel taka hjólið með sér í
neðanjarðarlest. Strætisvagnar Reykjavíkur
leyfa þó ekki að fólk taki hjólið með í strætó,
líkt og leyft er með barnavagna.
Fólk spyr mig stundum hvort ég sé ekki
hræddur að hjóla í umferðinni, hvort bíl-
stjórar séu ekki hræðilega tillitslausir. Ég
kvarta ekki yfir bílstjórum, þeir eru allflestir
mjög tillitssamir. Ég kvarta hins vegar yfir
því að ekki skuli vera fleiri og betri hjólreiða-
stígar svo við hjólreiðamenn þurfum ekki að
vera að þvælast innan um bílana, heldur get-
um farið okkar leið í friði. Á þessu sviði eru
íslendingar á eftir nágrönnum sínum.
Frjálsir vegfarendur og aðstæðurtil hjólreiða
Haustið 1975 tók ég þátt í því að stofna sam-
tökin Frjálsir vegfarendur. Markmið Frjálsra
vegfarenda er einkum það „að almenningi
verði tryggðir fleiri kostir í innanbæjarflutn-
ingum en notkun einkabíla“, m.a. á þann hátt
„að fótgangandi fólki og hjólreiðamönnum
verði gert kleift að komast örugglega og þægi-
lega leiðar sinnar“ (sbr. 2. gr. laga samtak-
anna).
Þorvaldur örn Árnason
er námstjóri í náttúrufræði
og starfar hjá
Menntamálaráðuneytinu.