BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Síða 12

BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Síða 12
Enn fremur benda kannanir Landlæknis- embættisins til að neysla áfengis meðal ungs fólks fari ekki minnkandi og hefjist fyrr meðal barna með ári hverju. Sölutölur ÁTVR sýna og að neysla áfengis fer hér vaxandi. Fjár- málaráðuneytið gerir ráð fyrir verulega auk- inni áfengisneyslu næsta ár, að líkindum vegna tilkomu bjórsins 1. mars 1989. En það eru fleiri en fjármálaráðherra og vinnufólk hans sem gerir ráð fyrir að áfeng- isneysla aukist með bjórnum. Einhver hrollur hlýtur að hafa verið í þeim alþingismönnum sem samþykktu bráðabirgðaákvæði við bjór- frumvarpið um að: „ . . . skipa fimm manna nefnd til að gera tillögur er stuðlað gætu að því að draga úr heildarneyslu áfengis . . . (undirstrikun mín). Einnig skal nefndin gera tillögur um sérstaka fræðsluherferð um áfengismál, einkum meðal skólafólks, er heQ- ist eigi síðar en mánuði áður en lög þessi koma til framkvæmda.“ Hér er viðurkennt að bjórinn muni koma illa við a.m.k. skólafólk og því þurfi að fræða það um áfengismál. Enn á ný er fræðslu- og upplýsingastarfi ætlað að bæta fyrir stefnuleysi og neysluauk- andi aðgerðir stjórnvalda í áfengismálum. Umræður í kjölfar bráðabirgðaákvæðisins hafa svo leitt í ljós árangursleysi þess fræðslu- starfs sem sinnt hefur verið undanfarið. Ný nefnd eða ný fræðsluherferð munu þar engu breyta því að eftir sem áður stendur spurning- in: Til hvers erum við að fræða? Þessari spurn- ingu hafa menn kinokað sér við að svara á undanförnum árum en það tel ég vera megin- orsök þess að fræðslu- og upplýsingastarf hef- ur ekki skilað árangri í minni neyslu áfengis. Á því verður engin breyting fyrr en stefna í áfengismálum verður sett. Ef vænta má árangurs í svokölluðu forvarn- arstarfi þarf margt að koma til. Mikilvægast tel ég þó vera að fram komi annars vegar heil- brigðis/neyslustefna í áfengismálum og hins vegar uppeldisstefna. Upplýsinga- ogfræðslu- starf miðist svo við að reka áróður fyrir þeirri stefnu líkt og gert er í tóbaksvörnum. Fræðsluherferð í skólum er dæmd til að mistakast verði ekkert annað að gert. Samfé- lagið í heild hættir ekki að reka áróður fyrir áfengisneyslu þó að kennarar fjalli um áfeng- ismál innan veggja skólans. Áróður í áfengis- 12 málum þarf að ná til allra í samfélaginu sam- tímis og allir sem hlut eiga að máli þurfa að bera ábyrgð á þeirri stefnu sem fólk sættist á. Ekki síst á þetta við um foreldra sem með afstöðu sinni og venjum leggja grunn að framtíð barna sinna. Ég fæ t.d. ekki séð að fræðslustarf í skólum fái mikið breytt eftirfar- andi niðurstöðu í könnun Landlæknisem- bættisins 1986 um áfengisútvegun 15 ára unglinga að 4% keyptu það í áfengisverslun, 4% á veitingastöðum, 24% fengu það hjá jafn- aldra, 34% hjá eldri kunningja, 9% hjá foreldr- um, 18% hjá fullorðnum, 1% hjá leynivínsala og 2% tóku áfengið í leyfisleysi. Af þessum tölum verður ekki annað séð en að „samfélagið“ sætti sig allvel við áfengis- neyslu 15 ára unglinga. Margir, þ.á.m. for- eldrar, verða a.m.k. til að rétta þeim hjálpar- hönd. Úrslit í Ökuleikni Ökuleiknin skipaði sinn hefðbundna sess í starfi BFÖ á sl. sumri. Umsjónarmenn keppn- innar, Elvar Höjgaard og Aðalsteinn Gunn- arsson heimsóttu 37 staði á landinu, þar sem keppt var. Keppendur voru um 400 á bílum og 600 í reiðhjólakeppninni, sem gerir Ökuleikn- ina að langfjölmennustu akstursíþrótta- keppninni hér á landi. Urslitakeppnin fór fram í Reykjavík helg- ina 3.-4. september sl. og voru mættir til keppni 34 einstaklingar sem áunnið höfðu sér þátttökurétt. Úrslit urðu sem hér segir: Karlariðill 1. sæti Garðar Ólafsson, Hellu 2. sæti Þráinn Jensson, Akranesi 3. sæti Hafþór Júlíusson, Reykjavík Kvennariðill 1. sæti Gyða Guðmundsdóttir, Neskaupst. 2. sæti Jóna B. Sigurðardóttir 3. sæti Guðný Guðmundsdóttir, Keflavík Úrslitakeppnin var haldin við borgar hf. við Fossháls og við Kringluna. Bíla- borg hf. gaf Mazda bifreið sem aðalverðlaun í keppninni, en þar sem enginn keppenda leysti allar þrautir af hendi óhappalaust gekk bíll- inn ekki út að þessu sinni. 549 refsistig 558 refsistig 588 refsistig 706refsistig 801refsistig 830 refsistig hús Bíla-

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.