BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Síða 9
sé nóg að AA og SÁÁ berjist gegn áfengisböl-
inu, en ég er ekki sammála því.“
Forysta góðtemplarareglunnar hefur stund-
um verið gagnrýnd. Á hún það skilið?
„Ýmiss konar gengisleysi og þreyta hjálpar
sumstaðar til að draga úr krafti bindindis-
hreyfingarinnar, en við getum ekki afgreitt
málið á svo einfaldan hátt að segja að þetta sé
um að kenna tímabundinni forystu í hreyfmg-
unni. Menn hafa stundum sagt að vegna þess
hvaða form og ritúal góðtemplarar hafi þá sé
það ódeyjandi félagsskapur og hafi lifað ýmis-
legt af sér. En hann er kominn miklu meira
heldur en hálfa leið að dauðanum þannig að
það er enginn trygging í því.“
Eru bindindisfélög nauðsynleg?
„Já, það þarf að vera til bindindishreyfing
í landinu og ég trúi ekki öðru en að hún verði
til áfram. Það eru til samtök, önnur en góð-
templarareglan svo sem Bindindisfélag öku-
manna og aðventistar eru bindindismenn.“
Eina helgi á ári bjóða bindindismenn þjóð-
inni aðstöðu til skemmtanahalds án áfengis, í
Galtalækjarskógi. Þarf ekki að gera meira af
slíku?
„Jú, þetta er lærdómsríkt. Þetta sýnir að
það er miklu ríkara í mönnum heldur en
kynni að virðast að vilja skemmta sér áfeng-
islaust. Hins vegar skulum við gera okkur
grein fyrir því að fólk hagar sér öðruvísi þegar
kynslóðir eru saman. Fjölskylduskemmtanir
eru miklu siðlegri en aðrar skemmtanir. Sem
dæmi má nefna að þjóðhátíðin 1974 var fjöl-
sky lduskemmtun.
Sagt er að í minni sveit sé eini staðurinn á
landinu þar sem þorrablót eru áfengislaus,
enda eru þau fjölskylduskemmtanir.“
„En þetta sem gerist á bindindismótinu í
Galtalækjarskógi einu sinni á ári sýnir manni
hvað hægt er að gera annars staðar og á öðrum
tíma. Það er verðugt verkefni fyrir bindindis-
hreyfinguna, ég sé ekki að aðrir geri það á
sama hátt.“
Hvaða leiðir eru færar, að þínu mati, til að
auka veg bindindishreyfingarinnar?
„Ég kann ekki aðrar reglur en að leggja
áherslu á hina uppeldislegu hlið, það er til
dæmis gert með bindindismótinu. Þá eru
nokkrar barnastúkur starfandi ennþá, það
gengur erfiðlega að fá fullorðið fólk til að
helga sig því verkefni en það er raunverulega
enginn vandi að fá börnin til að koma. En auð-
vitað er ekki hægt að halda uppi skemmtileg-
um og jákvæðum félagsskap með því einu að
vera á móti einhverju, það þarf að vera eitt-
hvað félagsstarf og ef vel á að vera þurfa börn-
in sjálf að vera þátttakendur í því.“
Eru áhrif templara í þjóðfélaginu að
minnka?
„Sennilega er það rétt, en ég hygg þó að
áhrif bindindismanna hafi verið miklu meiri
heldur en svarar til hlutfalls yfirlýstra bind-
indismanna. Við höfum til dæmis fengið
stuðning frá ágætismönnum eins og frá lækn-
unum sem voru á móti bjórnum, þó að það
dygði ekki til að fella bjórfrumvarpið.“
I blaðaskrifum um bjórinn hefur þú,
Halldór, oft verið nefndur á nafn sempersónu-
gervingur hins illa í augum bjórsinna. Hvern-
ig verkar það á þig?
„Ég held að Sigurbjörn Sveinsson hafi í
Bernskunni sagt frá strák sem húsbóndinn
sagði við: Mikill fádæma orðhákur getur þú
verið. Og strákurinn sagði: Mín verður þá get-
ið að einhverju. Að öllu gamni slepptu þá þyk-
ir mér gott að einhver taki eftir því sem ég hef
til mála að leggja, því að mér þykir málefnið
einhverju varða.“ -jr./srj./há. 9